Bretar sakaðir um glæpi gegn mannkyninu vegna Chagos-eyja Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 15:40 Hópur Chagos-búa reyndi að vekja athygli á málstað sínum þegar Frans páfi messaði á Máritíusi í september. Vísir/EPA Forsætisráðherra Máritíusar sakar bresk stjórnvöld um að fremja glæpi gegn mannkyninu með því að koma í veg fyrir að eyjaskeggjar fái að snúa aftur til fyrri heimila sinna á Chagos-eyjum í Indlandshafi í trássi við úrskurð dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Bretar sölsuðu undir sig Chagos-eyjar sem þá tilheyrðu bresku nýlendunni Máritíusi árið 1965 og ráku alla íbúa eyjanna í burtu til að rýma til fyrir bandarískri herstöð, fleiri en þúsund manns. Það er sagt hafa verið hluti af leynilegu samkomulagi sem Bretar gerðu án vitundar heimamanna á Máritíusi um það leyti sem landið sóttist eftir sjálfstæði. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu að Bretar ættu að skila Chagos-eyjum fyrr á þessu ári. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gefa Bretum hálfs árs frest til að byrja ferlið. Álit dómstólsins er ráðgefandi og hafa bresk stjórnvöld neitað að verða við því. Pravind Jugnauth, forsætisráðherra Máritíusar, segir framferði Breta skammarlegt og einkennast af þrjósku. Hann íhugar nú að kæra einstaka breska embættismenn fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk stjórnvöld segja álit dómstólsins rangt en hafa engu að síður beðist afsökunar á framkomu sinni við íbúa eyjanna. Þau hafa jafnframt lofað að skila eyjunum þegar þeirra verður ekki lengur þörf af „öryggisástæðum“. Þá hafa Bretar boðið brottfluttum íbúum eyjanna að kíkja í stuttar heimsóknir þangað. Chagos-búar, sem dvelja enn á Márítíusi og eru teknir að reskjast, saka bresk stjórnvöld um að draga lappirnar viljandi í von um að fólkið sem var rekið heiman frá sér deyi úr elli. Þeir hafa sniðgengið boð Breta um heimsóknir sem þeir telja tilraun þeirra til að deila og drottna yfir Chagos-búum. „Þetta er brot á grundvallaratriðum mannréttinda. Ég skil ekki hvers vegna Bretland, þessi ríkisstjórn, er svona þrjóskt,“ segir Jugnauth forsætisráðherra. Bretland Máritíus Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Forsætisráðherra Máritíusar sakar bresk stjórnvöld um að fremja glæpi gegn mannkyninu með því að koma í veg fyrir að eyjaskeggjar fái að snúa aftur til fyrri heimila sinna á Chagos-eyjum í Indlandshafi í trássi við úrskurð dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Bretar sölsuðu undir sig Chagos-eyjar sem þá tilheyrðu bresku nýlendunni Máritíusi árið 1965 og ráku alla íbúa eyjanna í burtu til að rýma til fyrir bandarískri herstöð, fleiri en þúsund manns. Það er sagt hafa verið hluti af leynilegu samkomulagi sem Bretar gerðu án vitundar heimamanna á Máritíusi um það leyti sem landið sóttist eftir sjálfstæði. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu að Bretar ættu að skila Chagos-eyjum fyrr á þessu ári. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gefa Bretum hálfs árs frest til að byrja ferlið. Álit dómstólsins er ráðgefandi og hafa bresk stjórnvöld neitað að verða við því. Pravind Jugnauth, forsætisráðherra Máritíusar, segir framferði Breta skammarlegt og einkennast af þrjósku. Hann íhugar nú að kæra einstaka breska embættismenn fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk stjórnvöld segja álit dómstólsins rangt en hafa engu að síður beðist afsökunar á framkomu sinni við íbúa eyjanna. Þau hafa jafnframt lofað að skila eyjunum þegar þeirra verður ekki lengur þörf af „öryggisástæðum“. Þá hafa Bretar boðið brottfluttum íbúum eyjanna að kíkja í stuttar heimsóknir þangað. Chagos-búar, sem dvelja enn á Márítíusi og eru teknir að reskjast, saka bresk stjórnvöld um að draga lappirnar viljandi í von um að fólkið sem var rekið heiman frá sér deyi úr elli. Þeir hafa sniðgengið boð Breta um heimsóknir sem þeir telja tilraun þeirra til að deila og drottna yfir Chagos-búum. „Þetta er brot á grundvallaratriðum mannréttinda. Ég skil ekki hvers vegna Bretland, þessi ríkisstjórn, er svona þrjóskt,“ segir Jugnauth forsætisráðherra.
Bretland Máritíus Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira