„Við sjáum hann ekkert stela þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 10:43 Verslun Hjálmars Torfasonar fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári. Vísir/vilhelm Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrir jól, grunaður um að hafa brotist inn í skartgripaverslun á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður að öllum líkindum ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þá hafa skartgripirnir ekki komið í leitirnar en lögregla biðlar til nágranna að hafa augun opin fyrir þýfinu. Brotist var inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi snemma að morgni 20. desember. Téður maður var handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Leituðu vel í grennd við búðina Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að fjöldi lögreglumanna hafi leitað að skartgripunum í ruslatunnum og á öðrum vænlegum felustöðum í nágrenni verslunarinnar í síðustu viku en ekkert fundist. Þá hafi ekki tekist að sanna aðild mannsins að innbrotinu. „Hann er grunaður við rannsókn málsins, kemur snemma í ljós, og er þekktur síbrotamaður. Og þar af leiðandi kemur [hann] inn í mynd en ekki nógu sterkt. Við sjáum hann ekkert stela þessu,“ segir Guðmundur. Lögregla biðlar nú til íbúa á svæðinu í kringum verslunina að líta vel í kringum sig eftir skartgripum sem mögulega kunni að hafa verið faldir í skúmaskotum. Um er að ræða skartgripi af ýmsum gerðum. Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar sagði í samtali við Vísi fyrir jól að innbrotið hefði reynst sér afar þungbært. Aðkoman hefði verið ógeðsleg en aðaltjónið væri auðvitað fólgið í skartgripaþjófnaðinum. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrir jól, grunaður um að hafa brotist inn í skartgripaverslun á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður að öllum líkindum ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þá hafa skartgripirnir ekki komið í leitirnar en lögregla biðlar til nágranna að hafa augun opin fyrir þýfinu. Brotist var inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi snemma að morgni 20. desember. Téður maður var handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Leituðu vel í grennd við búðina Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að fjöldi lögreglumanna hafi leitað að skartgripunum í ruslatunnum og á öðrum vænlegum felustöðum í nágrenni verslunarinnar í síðustu viku en ekkert fundist. Þá hafi ekki tekist að sanna aðild mannsins að innbrotinu. „Hann er grunaður við rannsókn málsins, kemur snemma í ljós, og er þekktur síbrotamaður. Og þar af leiðandi kemur [hann] inn í mynd en ekki nógu sterkt. Við sjáum hann ekkert stela þessu,“ segir Guðmundur. Lögregla biðlar nú til íbúa á svæðinu í kringum verslunina að líta vel í kringum sig eftir skartgripum sem mögulega kunni að hafa verið faldir í skúmaskotum. Um er að ræða skartgripi af ýmsum gerðum. Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar sagði í samtali við Vísi fyrir jól að innbrotið hefði reynst sér afar þungbært. Aðkoman hefði verið ógeðsleg en aðaltjónið væri auðvitað fólgið í skartgripaþjófnaðinum. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56