„Við sjáum hann ekkert stela þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 10:43 Verslun Hjálmars Torfasonar fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári. Vísir/vilhelm Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrir jól, grunaður um að hafa brotist inn í skartgripaverslun á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður að öllum líkindum ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þá hafa skartgripirnir ekki komið í leitirnar en lögregla biðlar til nágranna að hafa augun opin fyrir þýfinu. Brotist var inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi snemma að morgni 20. desember. Téður maður var handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Leituðu vel í grennd við búðina Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að fjöldi lögreglumanna hafi leitað að skartgripunum í ruslatunnum og á öðrum vænlegum felustöðum í nágrenni verslunarinnar í síðustu viku en ekkert fundist. Þá hafi ekki tekist að sanna aðild mannsins að innbrotinu. „Hann er grunaður við rannsókn málsins, kemur snemma í ljós, og er þekktur síbrotamaður. Og þar af leiðandi kemur [hann] inn í mynd en ekki nógu sterkt. Við sjáum hann ekkert stela þessu,“ segir Guðmundur. Lögregla biðlar nú til íbúa á svæðinu í kringum verslunina að líta vel í kringum sig eftir skartgripum sem mögulega kunni að hafa verið faldir í skúmaskotum. Um er að ræða skartgripi af ýmsum gerðum. Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar sagði í samtali við Vísi fyrir jól að innbrotið hefði reynst sér afar þungbært. Aðkoman hefði verið ógeðsleg en aðaltjónið væri auðvitað fólgið í skartgripaþjófnaðinum. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrir jól, grunaður um að hafa brotist inn í skartgripaverslun á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður að öllum líkindum ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þá hafa skartgripirnir ekki komið í leitirnar en lögregla biðlar til nágranna að hafa augun opin fyrir þýfinu. Brotist var inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi snemma að morgni 20. desember. Téður maður var handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Leituðu vel í grennd við búðina Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að fjöldi lögreglumanna hafi leitað að skartgripunum í ruslatunnum og á öðrum vænlegum felustöðum í nágrenni verslunarinnar í síðustu viku en ekkert fundist. Þá hafi ekki tekist að sanna aðild mannsins að innbrotinu. „Hann er grunaður við rannsókn málsins, kemur snemma í ljós, og er þekktur síbrotamaður. Og þar af leiðandi kemur [hann] inn í mynd en ekki nógu sterkt. Við sjáum hann ekkert stela þessu,“ segir Guðmundur. Lögregla biðlar nú til íbúa á svæðinu í kringum verslunina að líta vel í kringum sig eftir skartgripum sem mögulega kunni að hafa verið faldir í skúmaskotum. Um er að ræða skartgripi af ýmsum gerðum. Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar sagði í samtali við Vísi fyrir jól að innbrotið hefði reynst sér afar þungbært. Aðkoman hefði verið ógeðsleg en aðaltjónið væri auðvitað fólgið í skartgripaþjófnaðinum. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56