Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur mönnum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að mennirnir séu vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í tölvupósti á netfangið margret.thora@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ef einhverjir þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu einnig beðnir um að hafa samband við lögregluna í tölvupósti á netfangið margret.thora@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Uppfært: Mennirnir hafa gefið sig fram.

