Skráningar úr Þjóðkirkjunni ekki haft áhrif á kirkjusókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2019 18:30 Messusókn á aðfangadag var afar góð í ár og víða var fullt út úr dyrum. Þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hefur þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Sóknarprestur segir skráningar úr kirkjunni þó koma niður á þjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni var messusókn á aðfangadag afar góð í ár. Bústaðakirkja er þar engin undantekning en þar hefur jafnframt verið gestkvæmt á aðventunni. „Það eru búnir að koma hérna utan við jólin rétt tæplega sjö þúsund manns, svo hefur náttúrlega fjölgað vel núna þessa tvo jóladaga sem liðnir eru,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.Sjá einnig: Biskup þakkaði björgunarsveitunum „Það er einkennilegt með það að fólk vill hafa sóknina sína sterka, vill taka þátt í kirkjunni, en áttar sig kannski ekki á því að með því að skrá sig úr kirkjunni þá erum við að missa gjaldendur sem að gerir ekkert annað en að við þurfum að draga úr starfinu og það er miður,“ segir Pálmi. Hann hvetji fólk til að hafa þetta í huga. „Það er kannski að segja sig úr einhverju apparati sem það kallar Þjóðkirkju en það vill tilheyra sókninni. Og segir gjarnan, „ég á mitt sæti hérna, börnin mín verða hérna“ og allt það en það áttar sig ekki á samhenginu. Vegna þess að það eru sóknargjöldin sem standa undir öllum rekstri og viðhaldi á kirkjunni.“En hver er afstaða hans til aðskilnaðar ríkis og kirkju?„Það er um tvær leiðir að velja. Annað hvort að fara í fýlu og segja að allt sé ómögulegt eða að líta á þetta sem tækifæri sem ég vil gera og ég er sannfærður um það að þetta verði kirkjunni til heilla og kirkjan verði miklu sterkari eftir en áður,“ svarar Pálmi. Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Messusókn á aðfangadag var afar góð í ár og víða var fullt út úr dyrum. Þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hefur þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Sóknarprestur segir skráningar úr kirkjunni þó koma niður á þjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni var messusókn á aðfangadag afar góð í ár. Bústaðakirkja er þar engin undantekning en þar hefur jafnframt verið gestkvæmt á aðventunni. „Það eru búnir að koma hérna utan við jólin rétt tæplega sjö þúsund manns, svo hefur náttúrlega fjölgað vel núna þessa tvo jóladaga sem liðnir eru,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.Sjá einnig: Biskup þakkaði björgunarsveitunum „Það er einkennilegt með það að fólk vill hafa sóknina sína sterka, vill taka þátt í kirkjunni, en áttar sig kannski ekki á því að með því að skrá sig úr kirkjunni þá erum við að missa gjaldendur sem að gerir ekkert annað en að við þurfum að draga úr starfinu og það er miður,“ segir Pálmi. Hann hvetji fólk til að hafa þetta í huga. „Það er kannski að segja sig úr einhverju apparati sem það kallar Þjóðkirkju en það vill tilheyra sókninni. Og segir gjarnan, „ég á mitt sæti hérna, börnin mín verða hérna“ og allt það en það áttar sig ekki á samhenginu. Vegna þess að það eru sóknargjöldin sem standa undir öllum rekstri og viðhaldi á kirkjunni.“En hver er afstaða hans til aðskilnaðar ríkis og kirkju?„Það er um tvær leiðir að velja. Annað hvort að fara í fýlu og segja að allt sé ómögulegt eða að líta á þetta sem tækifæri sem ég vil gera og ég er sannfærður um það að þetta verði kirkjunni til heilla og kirkjan verði miklu sterkari eftir en áður,“ svarar Pálmi.
Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira