Verksmiðjan hafnar því að nota nauðungarvinnu við jólakortagerð Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 15:08 Florence Widdicombe með sambærilegt jólakort og skilaboðin fundust í. Vísir/AP Verksmiðjan sem framleiddi jólakortin sem seld voru í Tesco hefur hafnað ásökunum um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Peter Humphrey, blaðamaður sem sat í Qingpu fangelsinu í Kína, segist gruna hvaða fangi skrifaði skilaboð í jólakortið en í skilaboðunum var handhafi kortsins beðinn um að gera mannréttindasamtökum viðvart og hafa samband við Humphrey. Það var hin sex ára gamla Florence Widdicombe sem fann skilaboðin þegar hún var í óðaönn að skrifa jólakveðjur til skólafélaga sinna. Þegar hún var að hefjast handa við að skrifa inn í sjötta kortið rakst hún á skilaboðin í stórum stöfum.Sjá einnig: Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu. Í kjölfarið stöðvaði Tesco framleiðslu kortanna og tilkynnti að það hygðist hefja rannsókn á málinu. Humphrey var í viðtali við BBC í dag þar sem hann rifjaði upp fangelsisvist sína. Hann lýsti lífinu í fangelsinu sem mjög dapurlegu, 250 erlendir fangar hafi verið í álmunni þar sem hann dvaldi og deildi hann klefa með ellefu öðrum föngum. Valkvæð vinna orðin nauðungarvinna Humphrey segir föngum hafa boðist að vinna þegar hann dvaldi í fangelsinu. Þá gátu fangar unnið til þess að þéna peninga sem fóru í kaup á sápu, tannkremi eða öðrum nauðsynjum. Í dag sé sú vinna ekki lengur valkvæð heldur líkist frekar nauðungarvinnu. „Þetta var skrifað af einhverjum klefafélögum mínum frá þeim tíma sem eru enn að afplána sína dóma,“ segir Humphrey en hann segist hafa verið fangelsaður á grundvelli „upploginna saka“ sem fóru aldrei fyrir hefðbundna dómstóla. Hann var fangelsaður í tvö ár og afplánaði þar af níu mánuði í Qingpu fangelsinu. Humphrey segist gruna hver skrifaði skilaboðin. Hann ætli þó ekki að opinbera nafn viðkomandi. Fjölskyldan sem fann skilaboðin hafði samband við Humphrey á Linkedin og gerði honum viðvart. Í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrum fanga í fangelsinu sem staðfesti að sú valkvæða vinna sem hafði áður verið væri nú orðin nauðungarvinna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í samtali við blaðamenn í dag að ásakanirnar væru uppspuni og farsi sem Humphrey hafði skapað. Hann hafnaði því að nauðungarvinna ætti sér stað innan veggja fangelsisins. Zhejiang Yunguang Printing, kortaframleiðandinn sem Tesco var í viðskiptum við, hefur fullyrt að ásakanir um ómannúðlegar aðstæður við gerð kortanna séu rangar. Bretland Kína Tengdar fréttir Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Verksmiðjan sem framleiddi jólakortin sem seld voru í Tesco hefur hafnað ásökunum um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Peter Humphrey, blaðamaður sem sat í Qingpu fangelsinu í Kína, segist gruna hvaða fangi skrifaði skilaboð í jólakortið en í skilaboðunum var handhafi kortsins beðinn um að gera mannréttindasamtökum viðvart og hafa samband við Humphrey. Það var hin sex ára gamla Florence Widdicombe sem fann skilaboðin þegar hún var í óðaönn að skrifa jólakveðjur til skólafélaga sinna. Þegar hún var að hefjast handa við að skrifa inn í sjötta kortið rakst hún á skilaboðin í stórum stöfum.Sjá einnig: Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu. Í kjölfarið stöðvaði Tesco framleiðslu kortanna og tilkynnti að það hygðist hefja rannsókn á málinu. Humphrey var í viðtali við BBC í dag þar sem hann rifjaði upp fangelsisvist sína. Hann lýsti lífinu í fangelsinu sem mjög dapurlegu, 250 erlendir fangar hafi verið í álmunni þar sem hann dvaldi og deildi hann klefa með ellefu öðrum föngum. Valkvæð vinna orðin nauðungarvinna Humphrey segir föngum hafa boðist að vinna þegar hann dvaldi í fangelsinu. Þá gátu fangar unnið til þess að þéna peninga sem fóru í kaup á sápu, tannkremi eða öðrum nauðsynjum. Í dag sé sú vinna ekki lengur valkvæð heldur líkist frekar nauðungarvinnu. „Þetta var skrifað af einhverjum klefafélögum mínum frá þeim tíma sem eru enn að afplána sína dóma,“ segir Humphrey en hann segist hafa verið fangelsaður á grundvelli „upploginna saka“ sem fóru aldrei fyrir hefðbundna dómstóla. Hann var fangelsaður í tvö ár og afplánaði þar af níu mánuði í Qingpu fangelsinu. Humphrey segist gruna hver skrifaði skilaboðin. Hann ætli þó ekki að opinbera nafn viðkomandi. Fjölskyldan sem fann skilaboðin hafði samband við Humphrey á Linkedin og gerði honum viðvart. Í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrum fanga í fangelsinu sem staðfesti að sú valkvæða vinna sem hafði áður verið væri nú orðin nauðungarvinna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í samtali við blaðamenn í dag að ásakanirnar væru uppspuni og farsi sem Humphrey hafði skapað. Hann hafnaði því að nauðungarvinna ætti sér stað innan veggja fangelsisins. Zhejiang Yunguang Printing, kortaframleiðandinn sem Tesco var í viðskiptum við, hefur fullyrt að ásakanir um ómannúðlegar aðstæður við gerð kortanna séu rangar.
Bretland Kína Tengdar fréttir Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07