Jólaþáttur Gumma Ben og Sóla Hólm var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi og komu upp allskyns skemmtileg atvik.
Þar á meðal flutti söngkonan ástsæla Helga Möller jólalagið Hátíðarskap.
Lagið er fyrir löngu orðið eitt vinsælasta íslenska jólalagið og klikkaði Helga ekkert á sviðinu í myndveri Stöðvar 2 við Suðurlandsbraut.
Hér að neðan má sjá flutning Helgu og stemninguna í salnum þegar hún flutti lagið.
