Byrjað að opna vegi og jólaveðrið lítur vel út Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 06:54 Frá Ljósavatnsskarði í vikunni. Lögreglan Búið er að opna þjóðveg 1 um Ljósavatnsskarð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veginum var lokað í gær vegna snjóflóðahættu. Þá er nú verið að moka allar helstu leiðir og gert er ráð fyrir að víðast hvar verði hægt að opna fyrir umferð upp úr klukkan átta. Þá er tekið að lægja eftir vindasama daga og von á góðu jólaveðri. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er enn lokað um Þverárfjall, Siglufjarðarveg og Víkurskarð nú á sjöunda tímanum. Vegfarendum er jafnframt bent á að víðast hvar er vetrarfærð á Norðurlandi. Þá er verið að moka yfir Mýtvatns- og Möðrudalsöræfi en vegurinn um Hólasand er lokaður. Á Austurlandi er víða vetrarfærð en greiðfært sunnan Reyðarfjarðar. Þá er vegfarendum á Suðausturlandi bent á að klæðning hafi fokið af kafla af veginum við Lómagnúp og þeir beðnir að fara varlega.Töluvert snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á fimmtudagskvöld en það var hreinsað upp í fyrradag. Vegurinn var opinn yfir daginn í gær en vegfarendur hafa verið beðnir um að fara varlega vegna snjóflóðahættu. Stórhríð var á svæðinu nú fram undir morgun en Vegagerðin hætti að þjónusta veginn frá og með klukkan tíu í gærkvöldi. Upplýsingar um færð og veður má nálgast á vef Vegagerdarinnar. Útlitið gott fyrir þá sem óska sér hvítra jóla Eftir vindasama daga er nú búið að lægja víðast hvar á landinu og í dag verður austan og norðaustan 3-10 m/s, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Áfram mun þó blása á Vestfjörðum en þar verða 8-15 m/s fram á kvöld. Þá verður snjókoma eða él viðloðandi við noðurströndina og Vestfirði en annars þurrt og bjart með köflum. „Jólaveðrið lítur vel út um allt land, en útlit er fyrir hæga breytilega átt og stöku él eða slydduél, einkum á Norðaustur- og Suðvesturlandi og útlitið því gott í flestum landshlutum fyrir þá sem óska sér hvítra jóla. Milli jóla og nýárs er síðan aftur von á umhleypingum en að þessu sinni sunnanátt með hækkandi hita og rigningu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veður Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Búið er að opna þjóðveg 1 um Ljósavatnsskarð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veginum var lokað í gær vegna snjóflóðahættu. Þá er nú verið að moka allar helstu leiðir og gert er ráð fyrir að víðast hvar verði hægt að opna fyrir umferð upp úr klukkan átta. Þá er tekið að lægja eftir vindasama daga og von á góðu jólaveðri. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er enn lokað um Þverárfjall, Siglufjarðarveg og Víkurskarð nú á sjöunda tímanum. Vegfarendum er jafnframt bent á að víðast hvar er vetrarfærð á Norðurlandi. Þá er verið að moka yfir Mýtvatns- og Möðrudalsöræfi en vegurinn um Hólasand er lokaður. Á Austurlandi er víða vetrarfærð en greiðfært sunnan Reyðarfjarðar. Þá er vegfarendum á Suðausturlandi bent á að klæðning hafi fokið af kafla af veginum við Lómagnúp og þeir beðnir að fara varlega.Töluvert snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á fimmtudagskvöld en það var hreinsað upp í fyrradag. Vegurinn var opinn yfir daginn í gær en vegfarendur hafa verið beðnir um að fara varlega vegna snjóflóðahættu. Stórhríð var á svæðinu nú fram undir morgun en Vegagerðin hætti að þjónusta veginn frá og með klukkan tíu í gærkvöldi. Upplýsingar um færð og veður má nálgast á vef Vegagerdarinnar. Útlitið gott fyrir þá sem óska sér hvítra jóla Eftir vindasama daga er nú búið að lægja víðast hvar á landinu og í dag verður austan og norðaustan 3-10 m/s, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Áfram mun þó blása á Vestfjörðum en þar verða 8-15 m/s fram á kvöld. Þá verður snjókoma eða él viðloðandi við noðurströndina og Vestfirði en annars þurrt og bjart með köflum. „Jólaveðrið lítur vel út um allt land, en útlit er fyrir hæga breytilega átt og stöku él eða slydduél, einkum á Norðaustur- og Suðvesturlandi og útlitið því gott í flestum landshlutum fyrir þá sem óska sér hvítra jóla. Milli jóla og nýárs er síðan aftur von á umhleypingum en að þessu sinni sunnanátt með hækkandi hita og rigningu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veður Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira