Innlent

Ljósavatnsskarð ekki mokað fyrr en í fyrsta lagi á morgun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Ljósavatnsskarði
Frá Ljósavatnsskarði Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra.

Þjóðvegur 1 um Ljósavatnsskarð er enn lokaður og ekki verður athugað með mokstur fyrr en klukkan sex í fyrramálið.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Töluvert snjóflóð féll á veginn á fimmtudagskvölden það var hreinsað upp á föstudaginn Vegurinn var opinn í gær og voru vegfarendur beðnir um að fara varlega vegna snjóflóðahættu.Veginum var lokað klukkan tíu í gærkvöldiog hefur hann verið lokaður í allan dag.

Svæðið er snjóflóðahættusvæði og Vegagerðin er hætt að þjónusta veginn í dag. Enginn snjómokstur verður á svæðinu austan við Vaðlaheiði í dag. Kannað verður með mokstur á þessu svæði klukkan sex í fyrramálið.

Vegir eru víða lokaðir á Norðurlandi. Þannig er þjóðvegur 1 um Öxnadalsheiði enn lokaður. Þar er hins vegar verið að moka en óvíst er hvort takist að opna veginn í kvöld að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar,þar sem nálgast má nánari upplýsingar um færð á vegum.

Siglufjarðarvegur er lokaður en vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er nú opinn þó búast megi við að honum verði lokað klukkan tíu í kvöld. Vegurinn um Víkurskarð er lokaður auk vegarins um Þverárfjall.

Þá er þjóðvegur 1 frá Mývatni að Jökuldal lokaður vegna snjóa.


Tengdar fréttir

Hætta á frekari rafmagnstruflunum

Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×