Forsætisráðherrann reynir að slökkva elda eftir óheppilegt frí Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 08:28 Morrison ræðir við slökkviliðsmann í Nýja Suður-Wales í Sydney í dag. Vísir/EPA Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, bað landa sína afsökunar á að hafa valdið þeim kvíða með því að fara í frí til Havaí á sama tíma og mannskæðir kjarreldar geisuðu heima fyrir. Fjarvera Morrison og aðgerðaleysi Frjálslynda flokks hans í loftslagsmálum hefur sætt harðri gagnrýni í ljósi eldanna. Kjarreldar geisa nú í þremur ríkjum Ástralíu en að minnsta kosti níu manns hafa látið lífið í slíkum eldum frá því í september. Þá hafa um 700 heimili og milljónir hektarar lands orðið eldinum að bráð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hitabylgja gerði ástandið enn eldfimara í vikunni. Meðalhiti á landsvísu fór yfir 40 gráður á þriðjudag. Morrison stytti fjölskyldufríið á Havaí í ljósi gagnrýninnar. Þrátt fyrir að Morrison sýndi iðrun yfir því að hafa valdið þjóðinni kvíða þegar hann sneri heim þrætti forsætisráðherrann fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna tengdust eldunum nú með beinum hætti. „Það er ekki trúverðugt að tengja það saman,“ hélt Morrison fram en viðurkenndi þó að loftslagsbreytingar ættu þátt í að breyta veðurkerfum. Vísindamenn segja að þó að loftlagsbreytingar af völdum manna sé ekki beinlínis orsök kjarreldanna nú skapi þær heitara og þurrara loftslag sem gerir elda sem þessa tíðari og ákafari. Formaður stéttarfélags slökkviliðsmanna hefur meðal annars gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki fram fyrir skjöldu í loftslagsmálum. Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar þeir börðust við eld í Nýja Suður-Wales á fimmtudag. Fyrr í þessum mánuði var ríkisstjórn Morrison ein nokkurra í olíu- og kolaframleiðsluríkjum sem settu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd í uppnám. Ástralía er eitt helsta kolaframleiðsluríki heims og hafa áströlsk stjórnvöld lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, bað landa sína afsökunar á að hafa valdið þeim kvíða með því að fara í frí til Havaí á sama tíma og mannskæðir kjarreldar geisuðu heima fyrir. Fjarvera Morrison og aðgerðaleysi Frjálslynda flokks hans í loftslagsmálum hefur sætt harðri gagnrýni í ljósi eldanna. Kjarreldar geisa nú í þremur ríkjum Ástralíu en að minnsta kosti níu manns hafa látið lífið í slíkum eldum frá því í september. Þá hafa um 700 heimili og milljónir hektarar lands orðið eldinum að bráð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hitabylgja gerði ástandið enn eldfimara í vikunni. Meðalhiti á landsvísu fór yfir 40 gráður á þriðjudag. Morrison stytti fjölskyldufríið á Havaí í ljósi gagnrýninnar. Þrátt fyrir að Morrison sýndi iðrun yfir því að hafa valdið þjóðinni kvíða þegar hann sneri heim þrætti forsætisráðherrann fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna tengdust eldunum nú með beinum hætti. „Það er ekki trúverðugt að tengja það saman,“ hélt Morrison fram en viðurkenndi þó að loftslagsbreytingar ættu þátt í að breyta veðurkerfum. Vísindamenn segja að þó að loftlagsbreytingar af völdum manna sé ekki beinlínis orsök kjarreldanna nú skapi þær heitara og þurrara loftslag sem gerir elda sem þessa tíðari og ákafari. Formaður stéttarfélags slökkviliðsmanna hefur meðal annars gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki fram fyrir skjöldu í loftslagsmálum. Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar þeir börðust við eld í Nýja Suður-Wales á fimmtudag. Fyrr í þessum mánuði var ríkisstjórn Morrison ein nokkurra í olíu- og kolaframleiðsluríkjum sem settu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd í uppnám. Ástralía er eitt helsta kolaframleiðsluríki heims og hafa áströlsk stjórnvöld lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38