Frumkvöðull í fyrirsætuheiminum lést eftir skyndileg veikindi Sylvía Hall skrifar 21. desember 2019 15:39 Mama Cax. Vísir/Getty Hin þrítuga fyrirsæta Mama Cax lést á mánudag eftir skammvinn veikindi. Cax, sem hét fullu nafni Cacsmy Brutus, var frumkvöðull í heimi fyrirsæta og barðist fyrir aukinni fjölbreytni í tískuiðnaðinum. Fjölskylda Cax greindi frá andláti hennar á Instagram í gær þar sem þau minntust hennar sem baráttukonu. Hún hafi tekist á við margar áskoranir í lífinu og unnið marga sigra og þannig hafi hún tekist á við síðustu daga sína. Cax missti fótlegg sem táningur eftir baráttu við lungna- og beinkrabba. Hún notaðist við gervifót og ruddi þannig brautina fyrir fatlaðar fyrirsætur. Þá barðist hún einnig fyrir auknum sýnileika minnihlutahópa í iðnaðinum. Cax vakti athygli fyrir baráttu sína fyrir breyttum viðhorfum í fyrirsætubransanum.Vísir/Getty Í viðtali við tímaritið Dazed and Confused fyrr á árinu sagðist hún hafa lært að elska gervifótinn eftir að hún byrjaði að skreyta hann. Í kjölfarið hafi hún farið að líta á hann sem listaverk í stað þess að hugsa um hann sem eitthvað sem hún ætti að skammast sín fyrir. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk um allan heim mun finna fyrir þessum missi og hann mun ekki vera auðveldur fyrir neinn. Við biðjum ykkur um að virða einkalíf Cax á þessum erfiðu tímum,“ skrifar fjölskyldan á Instagram. Á meðal þeirra sem hafa minnst Cax á samfélagsmiðlum er tónlistarkonan Rihanna en Cax tók þátt í tískusýningu fyrir undirfatalínu Rihönnu, Fenty, fyrir nokkrum mánuðum. Hún segir Cax hafa verið náttúruafl sem veitti mörgum innblástur. View this post on Instagram A queen. A force. A powerhouse beauty that brought her strength to the @savagexfenty stage this year inspiring so many across the globe. Rest In Power sis @mamacax A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Dec 20, 2019 at 9:59am PST Andlát Bandaríkin Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Hin þrítuga fyrirsæta Mama Cax lést á mánudag eftir skammvinn veikindi. Cax, sem hét fullu nafni Cacsmy Brutus, var frumkvöðull í heimi fyrirsæta og barðist fyrir aukinni fjölbreytni í tískuiðnaðinum. Fjölskylda Cax greindi frá andláti hennar á Instagram í gær þar sem þau minntust hennar sem baráttukonu. Hún hafi tekist á við margar áskoranir í lífinu og unnið marga sigra og þannig hafi hún tekist á við síðustu daga sína. Cax missti fótlegg sem táningur eftir baráttu við lungna- og beinkrabba. Hún notaðist við gervifót og ruddi þannig brautina fyrir fatlaðar fyrirsætur. Þá barðist hún einnig fyrir auknum sýnileika minnihlutahópa í iðnaðinum. Cax vakti athygli fyrir baráttu sína fyrir breyttum viðhorfum í fyrirsætubransanum.Vísir/Getty Í viðtali við tímaritið Dazed and Confused fyrr á árinu sagðist hún hafa lært að elska gervifótinn eftir að hún byrjaði að skreyta hann. Í kjölfarið hafi hún farið að líta á hann sem listaverk í stað þess að hugsa um hann sem eitthvað sem hún ætti að skammast sín fyrir. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk um allan heim mun finna fyrir þessum missi og hann mun ekki vera auðveldur fyrir neinn. Við biðjum ykkur um að virða einkalíf Cax á þessum erfiðu tímum,“ skrifar fjölskyldan á Instagram. Á meðal þeirra sem hafa minnst Cax á samfélagsmiðlum er tónlistarkonan Rihanna en Cax tók þátt í tískusýningu fyrir undirfatalínu Rihönnu, Fenty, fyrir nokkrum mánuðum. Hún segir Cax hafa verið náttúruafl sem veitti mörgum innblástur. View this post on Instagram A queen. A force. A powerhouse beauty that brought her strength to the @savagexfenty stage this year inspiring so many across the globe. Rest In Power sis @mamacax A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Dec 20, 2019 at 9:59am PST
Andlát Bandaríkin Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira