Brjálað að gera hjá lögreglu í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 07:44 Maður sem var handtekinn í nótt hafði verið vísað úr landi og var settur í endurkomubann. Hann gistir fangageymslu vegna rannsóknar lögreglunnar. Vísir/Vilhelm Töluverður erill var hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Frá ellefu í gærkvöldi til sjö í morgun komu 60 verkefni á borð lögreglu. Miðað við dagbók lögreglu voru margir handteknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í miðbænum og er hann grunaður um að hafa sparkað í höfuð manns. Þá kom eldur upp á svölum húss í Hafnarfirði. Um talsverðan eld var að ræða og er talið að hann hafi kviknað út frá kerti. Þá var einn handtekinn fyrir eignaspjöll í sameign fjölbýlishúss. Hann var undir áhrifum áfengis. Maður sem var handtekinn í nótt hafði verið vísað úr landi og var settur í endurkomubann. Hann gistir fangageymslu vegna rannsóknar lögreglunnar. Lögregluþjónar stöðvuðu bíl á Miklubrautinni seint í gærkvöldi. Sá bíll var ótryggður og voru númeraplöturnar því fjarlægðar. Þar að auki reyndist ökumaðurinn ekki með gild ökuréttindi. Annar sem handtekinn var vegna ölvunaraksturs í Hamraborg hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þá var einn stöðvaður í Breiðholti vegna gruns um ölvunarakstur. Hann gat ekki rætt við lögregluþjóna vegna ölvunar og gisti fangageymslur í nótt. Ökumaður var sömuleiðis handtekinn á Sæbraut á nótt eftir að í ljós kom að hann var með úðavopn í fórum sínum og fíkniefni. Þar að auki reyndist hann undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður var vopnaður kylfu og var með fíkniefni. Hann var sömuleiðis undir áhrifum fíkniefna og hefur margsinnis verið sviptur ökuréttindum. Einn ökumaður sem stöðvaður var vegna ölvunarakstur neitaði alfarið að hafa verið að keyra þrátt fyrir að hann hafi verið gómaður undir stýri. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Sjá meira
Töluverður erill var hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Frá ellefu í gærkvöldi til sjö í morgun komu 60 verkefni á borð lögreglu. Miðað við dagbók lögreglu voru margir handteknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í miðbænum og er hann grunaður um að hafa sparkað í höfuð manns. Þá kom eldur upp á svölum húss í Hafnarfirði. Um talsverðan eld var að ræða og er talið að hann hafi kviknað út frá kerti. Þá var einn handtekinn fyrir eignaspjöll í sameign fjölbýlishúss. Hann var undir áhrifum áfengis. Maður sem var handtekinn í nótt hafði verið vísað úr landi og var settur í endurkomubann. Hann gistir fangageymslu vegna rannsóknar lögreglunnar. Lögregluþjónar stöðvuðu bíl á Miklubrautinni seint í gærkvöldi. Sá bíll var ótryggður og voru númeraplöturnar því fjarlægðar. Þar að auki reyndist ökumaðurinn ekki með gild ökuréttindi. Annar sem handtekinn var vegna ölvunaraksturs í Hamraborg hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þá var einn stöðvaður í Breiðholti vegna gruns um ölvunarakstur. Hann gat ekki rætt við lögregluþjóna vegna ölvunar og gisti fangageymslur í nótt. Ökumaður var sömuleiðis handtekinn á Sæbraut á nótt eftir að í ljós kom að hann var með úðavopn í fórum sínum og fíkniefni. Þar að auki reyndist hann undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður var vopnaður kylfu og var með fíkniefni. Hann var sömuleiðis undir áhrifum fíkniefna og hefur margsinnis verið sviptur ökuréttindum. Einn ökumaður sem stöðvaður var vegna ölvunarakstur neitaði alfarið að hafa verið að keyra þrátt fyrir að hann hafi verið gómaður undir stýri.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Sjá meira