Breskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp Boris Johnson, forsætisráðherra, varðandi úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með miklum meirihluta atkvæða. 358 greiddu atkvæði með frumvarpinu og 234 gegn því. Frumvarpið felur í sér að Bretland fari úr Brexit þann 31. janúar.
Það felur einnig í sér að aðlögunarferli Bretlands lýkur á næsta ári og ekki sé hægt að lengja það. Boris heldur því fram að vel sé hægt að gera viðskiptasamning við ESB fyrir þann tíma en sérfræðingar draga það verulega í efa.
Samkvæmt frétt BBC sagði forsætisráðherrann að með þessu væri Bretland skrefinu nær Brexit. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafði sagt sínum þingmönnum að greiða atkvæði gegn frumvarpinu en sex þeirra hlýddu því ekki.
Brexit mun byggja á því samkomulagi sem Boris Johnson náði við forsvarsmenn ESB í október. Íhaldsmenn hafa tekið þessum fregnum fagnandi og það hefur Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, gert einnig. Hann segir þetta mikilvægt skref í átt að úrgöngu Bretlands.
The vote in @HouseofCommons is an important step in the #Article50 ratification process @BorisJohnson
— Charles Michel (@eucopresident) December 20, 2019
A level playing field remains a must for any future relationship.