Segir bæjarráð Seltjarnarness endurskoða ákvörðun um heimgreiðslur í ljósi fjölda ábendinga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. desember 2019 13:28 Fimmtíu og þrír íbúar á Seltjarnarnesi, sem allir eru foreldrar ungra barna í bænum, hafa undirritað bréf sem stílað er á bæjarstjóra og alla aðal- og varamenn í bæjarstjórn þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til að endurskoða niðurfellingu á heimgreiðslu. Vísir/Stöð 2 Fimmtíu og þrír íbúar á Seltjarnarnesi, sem allir eru foreldrar ungra barna í bænum, hafa undirritað bréf sem stílað er á bæjarstjóra og alla aðal- og varamenn í bæjarstjórn þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til að endurskoða niðurfellingu á heimgreiðslu. Móðir sem er í fæðingarorlofi segir að foreldrar með nýfædd börn séu ekki breiðu bökin í samfélaginu. Bæjarstjóri hyggst endurskoða ákvörðunina í ljósi óánægju foreldranna. Sjá nánar: Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á SeltjarnarnesiFréttastofa greindi frá því í gær að foreldrum barna sem bíða daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börn sín hefði í vikunni borist bréf þar sem þeim var tilkynnt um að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldra. Þar kom fram að greiðslur til foreldra verði fastsettar við 35.000 krónur fyrir hvert barn og lækki því umtalsvert. Í bréfi frá hópi foreldra á Seltjarnarnesi segir að ráðstafanir bæjaryfirvalda komi sér vægast sagt afar illa, annars vegar fyrir þann hóp foreldra sem eiga börn sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskólum bæjarins eða dagforeldrum og hins vegar þann hóp foreldra sem eiga börn í daggæslu í heimahúsi. Það skjóti skökku við að þessi hópur sé nú einn sviptur þessum stuðningi. Í bréfinu segir að niðurfellingin sé foreldrunum mikið áfall. Það geti ekki talist boðleg málsmeðferð að tilkynna um niðurfellingu með rúmlega hálfs mánaðar fyrirvara. Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðunina. Tæplega fimmtíu íbúar á Seltjarnarnesi, sem allir eru foreldrar ungra barna, skora á bæjaryfirvöld að endurhugsa ákvörðun um niðurfellingu á heimgreiðslu.Vísir/Stöð 2 Þórhildur Ólafsdóttir, móðir í fæðingarorlofi, er ein þeirra sem ritar nafn sitt við áskorunina. Hún segir niðurfellinguna koma afar illa niður á þessum hópi íbúa. „Ég held að allir sem hafa verið í fæðingarorlofi þekki það að hver króna skiptir máli, rétt á meðan þessu tímabili stendur. Margir sem eru í þessari stöðu gerðu bara einfaldlega ráð fyrir þessu þegar þeir voru að reikna sig áfram. Fjölskyldur kunna, jú, að sýna ráðdeild í rekstri margar hverjar og eru með plön hvernig þær ætla að klára dæmið þar til barnið kemst inn á leikskóla. Ég er í þeirri stöðu sjálf […] Þetta bara er erfitt fyrir okkur,“ segir Þórhildur. Ákvörðunin er liðu í niðurskurðaraðgerðum bæjaryfirvalda. Þórhildur kveðst ósammála þessari forgangsröðun. Þér finnst ekki rétt að niðurskurðarhnífurinn eigi að byrja þarna? „Ég hef fullan skilning á því að það þurfi að skera niður. Mér finnst hins vegar að skoða eigi hvar þessum niðurskurðarhnífi aldræmda er beitt. Fólk í fæðingarorlofi er ekki breiðustu bökin hér á Seltjarnarnesi. Svo er það líka ofsalega lúalegt að gera þetta með svona svakalega stuttum fyrirvara,“ segir Þórhildur. Ásgerði Halldórsdóttiu, bæjarstjóra Seltjarnarness, barst bréf foreldranna örfáum mínútum áður en fréttastofa náði tali af henni. Hún segir að aðgerðin sé liður í að endurskoða þá þjónustuþætti á Seltjarnarnesi sem ekki eru lögboðnir. „Í ljósi nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof sem var verið að samþykkja á Alþingi nú í vikunni og ábendingum frá foreldrum ætlum við að skoða þetta að nýju. Það eru þrettán foreldrar sem hafa verið að fá greiddar heimgreiðslur frá okkur og ég veit ekki betur en að við séum eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið að greiða þær.“ Hún segir að bæjarráð muni í framhaldinu skoða þjónustuna að nýju, og hvort taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem hafa komið fram.Nú hafa foreldrar kvartað yfir því að þetta hafi verið of stuttur fyrirvari.„Ég get alveg tekið undir það en þannig er það nú bara þegar fjárhægsáætlun er, vinnan er allt haustið, svo er hún samþykkt í síðari umræðu sem var núna 11. desember og í framhaldi af því var sent bréf til foreldra og ég get alveg tekið undir það að það hefði mátt gefa aðeins lengri frest,“ segir Ásgerður. Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á Seltjarnarnesi Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. 19. desember 2019 15:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Fimmtíu og þrír íbúar á Seltjarnarnesi, sem allir eru foreldrar ungra barna í bænum, hafa undirritað bréf sem stílað er á bæjarstjóra og alla aðal- og varamenn í bæjarstjórn þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til að endurskoða niðurfellingu á heimgreiðslu. Móðir sem er í fæðingarorlofi segir að foreldrar með nýfædd börn séu ekki breiðu bökin í samfélaginu. Bæjarstjóri hyggst endurskoða ákvörðunina í ljósi óánægju foreldranna. Sjá nánar: Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á SeltjarnarnesiFréttastofa greindi frá því í gær að foreldrum barna sem bíða daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börn sín hefði í vikunni borist bréf þar sem þeim var tilkynnt um að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldra. Þar kom fram að greiðslur til foreldra verði fastsettar við 35.000 krónur fyrir hvert barn og lækki því umtalsvert. Í bréfi frá hópi foreldra á Seltjarnarnesi segir að ráðstafanir bæjaryfirvalda komi sér vægast sagt afar illa, annars vegar fyrir þann hóp foreldra sem eiga börn sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskólum bæjarins eða dagforeldrum og hins vegar þann hóp foreldra sem eiga börn í daggæslu í heimahúsi. Það skjóti skökku við að þessi hópur sé nú einn sviptur þessum stuðningi. Í bréfinu segir að niðurfellingin sé foreldrunum mikið áfall. Það geti ekki talist boðleg málsmeðferð að tilkynna um niðurfellingu með rúmlega hálfs mánaðar fyrirvara. Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðunina. Tæplega fimmtíu íbúar á Seltjarnarnesi, sem allir eru foreldrar ungra barna, skora á bæjaryfirvöld að endurhugsa ákvörðun um niðurfellingu á heimgreiðslu.Vísir/Stöð 2 Þórhildur Ólafsdóttir, móðir í fæðingarorlofi, er ein þeirra sem ritar nafn sitt við áskorunina. Hún segir niðurfellinguna koma afar illa niður á þessum hópi íbúa. „Ég held að allir sem hafa verið í fæðingarorlofi þekki það að hver króna skiptir máli, rétt á meðan þessu tímabili stendur. Margir sem eru í þessari stöðu gerðu bara einfaldlega ráð fyrir þessu þegar þeir voru að reikna sig áfram. Fjölskyldur kunna, jú, að sýna ráðdeild í rekstri margar hverjar og eru með plön hvernig þær ætla að klára dæmið þar til barnið kemst inn á leikskóla. Ég er í þeirri stöðu sjálf […] Þetta bara er erfitt fyrir okkur,“ segir Þórhildur. Ákvörðunin er liðu í niðurskurðaraðgerðum bæjaryfirvalda. Þórhildur kveðst ósammála þessari forgangsröðun. Þér finnst ekki rétt að niðurskurðarhnífurinn eigi að byrja þarna? „Ég hef fullan skilning á því að það þurfi að skera niður. Mér finnst hins vegar að skoða eigi hvar þessum niðurskurðarhnífi aldræmda er beitt. Fólk í fæðingarorlofi er ekki breiðustu bökin hér á Seltjarnarnesi. Svo er það líka ofsalega lúalegt að gera þetta með svona svakalega stuttum fyrirvara,“ segir Þórhildur. Ásgerði Halldórsdóttiu, bæjarstjóra Seltjarnarness, barst bréf foreldranna örfáum mínútum áður en fréttastofa náði tali af henni. Hún segir að aðgerðin sé liður í að endurskoða þá þjónustuþætti á Seltjarnarnesi sem ekki eru lögboðnir. „Í ljósi nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof sem var verið að samþykkja á Alþingi nú í vikunni og ábendingum frá foreldrum ætlum við að skoða þetta að nýju. Það eru þrettán foreldrar sem hafa verið að fá greiddar heimgreiðslur frá okkur og ég veit ekki betur en að við séum eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið að greiða þær.“ Hún segir að bæjarráð muni í framhaldinu skoða þjónustuna að nýju, og hvort taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem hafa komið fram.Nú hafa foreldrar kvartað yfir því að þetta hafi verið of stuttur fyrirvari.„Ég get alveg tekið undir það en þannig er það nú bara þegar fjárhægsáætlun er, vinnan er allt haustið, svo er hún samþykkt í síðari umræðu sem var núna 11. desember og í framhaldi af því var sent bréf til foreldra og ég get alveg tekið undir það að það hefði mátt gefa aðeins lengri frest,“ segir Ásgerður.
Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á Seltjarnarnesi Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. 19. desember 2019 15:27 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á Seltjarnarnesi Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. 19. desember 2019 15:27