Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. desember 2019 12:15 Fylgið stjórnmálaflokkanna hefur breyst mikið frá síðustu kosningum. Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýjustu könnun. Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Maskína gerði könnunina á dögunum 12. til 20 desember og um sextíu prósent af 914 svarendum tóku afstöðu til spurningarinnar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“. Samkvæmt henni mælist Samfylkingin stærst allra flokka á þingi; með nítján prósenta fylgi. „Þetta er auðvitað stórmerkilegt og það eru mjög mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins, sem hann er yfirleitt. Það hefur gerst bara örsjaldan í sögunni að hann hafi mælst minni en aðrir," segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur segir Samfylkinginuna virðast vera ná vopnum sínum á ný. Fylgið hrinur hins vegar af Sjálfstæðisflokknum. Það fer úr 25 prósentum í síðustu kosningum og niður í 17,6 prósent. Það hefur aldrei mælst lægra Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir Fylgi ríkisstjórnarinnar dregst saman og mælist einungis um 37 prósent. Eiríkur segir ríkisstjórnarflokka vanalega ekki halda fylgi sínu inn í kjörtímabilið. „Hins vegar hefði maður haldið að þessi ríkisstjórn væri í betri stöðu til þess en þær fyrri, bara vegna þess að það er meiri ró í stjórnvmálum núna. En vantraustið í íslenskum stjórnmálum er bara það mikið að ríkisstjórnir halda ekki fylgi," segir hann. Staða flokkanna er jafnari en áður og Viðreisn og Píratar bæta við sig. Eiríkur segir að dregið hafi verulega úr flokkshollustu og að fjórflokkurinn svokallaði hafi misst sína yfirburðarstöðu. „Þetta voru flokkar sem skiptust einfaldlega á völdum og höfðu um 90 prósent fylgisins í landinu. Núna eru þessir fjórir flokkar bara á pari við aðra og nýrri flokka," segir hann. Þetta sé gjörbreyting á flokkakerfinu í landinu. „Kannski má segja að loksins sé kominn eiginlegur kjósendamarkaður á Íslandi þar sem kjósendur eru einfaldlega tilbúnir að velja sér flokk í hvert sinn. Og þarna er þá kominn markaður sem stjórnmálaflokkar geta raunverulega boðið í; þar sem fylgi er á ferð. Það er gjörbreyting," segir Eiríkur. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Maskína gerði könnunina á dögunum 12. til 20 desember og um sextíu prósent af 914 svarendum tóku afstöðu til spurningarinnar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“. Samkvæmt henni mælist Samfylkingin stærst allra flokka á þingi; með nítján prósenta fylgi. „Þetta er auðvitað stórmerkilegt og það eru mjög mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins, sem hann er yfirleitt. Það hefur gerst bara örsjaldan í sögunni að hann hafi mælst minni en aðrir," segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur segir Samfylkinginuna virðast vera ná vopnum sínum á ný. Fylgið hrinur hins vegar af Sjálfstæðisflokknum. Það fer úr 25 prósentum í síðustu kosningum og niður í 17,6 prósent. Það hefur aldrei mælst lægra Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir Fylgi ríkisstjórnarinnar dregst saman og mælist einungis um 37 prósent. Eiríkur segir ríkisstjórnarflokka vanalega ekki halda fylgi sínu inn í kjörtímabilið. „Hins vegar hefði maður haldið að þessi ríkisstjórn væri í betri stöðu til þess en þær fyrri, bara vegna þess að það er meiri ró í stjórnvmálum núna. En vantraustið í íslenskum stjórnmálum er bara það mikið að ríkisstjórnir halda ekki fylgi," segir hann. Staða flokkanna er jafnari en áður og Viðreisn og Píratar bæta við sig. Eiríkur segir að dregið hafi verulega úr flokkshollustu og að fjórflokkurinn svokallaði hafi misst sína yfirburðarstöðu. „Þetta voru flokkar sem skiptust einfaldlega á völdum og höfðu um 90 prósent fylgisins í landinu. Núna eru þessir fjórir flokkar bara á pari við aðra og nýrri flokka," segir hann. Þetta sé gjörbreyting á flokkakerfinu í landinu. „Kannski má segja að loksins sé kominn eiginlegur kjósendamarkaður á Íslandi þar sem kjósendur eru einfaldlega tilbúnir að velja sér flokk í hvert sinn. Og þarna er þá kominn markaður sem stjórnmálaflokkar geta raunverulega boðið í; þar sem fylgi er á ferð. Það er gjörbreyting," segir Eiríkur.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira