Fundi ríkisráðs á Bessastöðum, sem fara átti fram klukkan 10 í dag, hefur verið frestað til klukkan 11, um eina klukkustund.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Ástæður frestunarinnar koma þar ekki fram.
Ríkisráð er skipað ráðherrum ríkisstjórnarinnar og forseta Íslands, en venja er að ráðið komi saman á gamlársdag.
Ríkisráðsfundi frestað
