Fjölga þarf fjárfestum Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2019 21:00 Heildar arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni jukust um tæpan milljarð frá fyrra ári. Forstjórinn segir veltuna í Kauphöllinni hafa verið prýðilega en fjölga þurfi fjárfestum. Velta ársins í Kauphöllinni jókst um 20,5 prósent á árinu sem er að líða. Í fyrra dróst hún saman um fimmtung. Niðurstaðan er prýðileg að mati forstjóra Kauphallarinnar, úrvalsvísitalan fór upp um þriðjung á ári sem einkenndist af bölsýni. „Árið var prýðilegt. Við sjáum uppgang í viðskiptum frá fyrra ári um fimmtung. Það voru þrár skráningar á árinu, tvö félög sem komu yfir á aðalmarkaðinn af First North-markaðinum og eitt sem kom inn á First North. Við sjáum aukinn áhuga erlendra fjárfesta markaðinum sem er jákvætt. Við viljum rekja það til þess að við fórum inn í alþjóðlegar vísitölur á árinu og innflæðishöftum var aflétt af skuldabréfum í apríl. Árið í heild var prýðilegt. Við horfum sæmilega bjartsýn fram á veginn. Við höfum verið með í skóla hjá okkur þrjátíu félög sem hafa numið hvernig á að koma inn á First North-markaðinn fyrir smærri félög. Og við vonumst til að sjá einhver þeirra á nýju ári,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir bölsýnina mega rekja til þess hversu fáir fjárfestar eru á markaðinum en engu að síður hafa viðskipti verið prýðileg. Tvö af hverjum þremur félögum í Kauphöllinni hafa hækkað í verði. Á árinu greiddu fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni út 26,4 milljarða í arð, samanborið við 25,5 milljarða árið á undan. Munar þar mest um 10 milljarða arðgreiðslu Arion banka. Þeir sem keyptu í Marel á réttum tímum fengu góða ávöxtun því virði hlutabréfa Marels fór upp um 65,9 prósent á árinu. Á eftir komu Síminn og TM. Verð í hlutabréfum Icelandair Group lækkaði mest á árinu, um 21,2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir Verkefni næsta árs að fjölga fjárfestum. „Og við vonumst til þess að okkur takist sæmilega upp þar á næsta ári. Til þess þarf að bæta nokkur atriði í umgjörðinni til að fjölga erlendum fjárfestum. Einnig væri óskandi að frumvarp sem liggur fyrir um skattaívilnanir til handa einstaklingum nái framgangi á Alþingi á næsta ári. Það held ég að muni skila miklu varðandi þátttöku einstaklinga á markaðinum.“ Hann býst við að áhugi erlendra fjárfesta á markaðinum muni halda áfram að aukast á næsta ári. Varðandi nýskráningar segir hann það velta á efnahagsástandinu. Horfurnar í efnahagslífinu eru ekki góðar nú undir lok ársins en Magnús býst við mjúkri lendingu. „Það er erfitt að spá en ef maður vísar í spár sérfræðinga reikna ég með að þetta verði mjúk lending. Við erum í lendingunni og hún mun vara eitthvað fram á næsta ár. En þegar líður á árið munum við taka á loft á ný þó ég telji að það verði ekki með miklum látum.“ Markaðir Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Heildar arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni jukust um tæpan milljarð frá fyrra ári. Forstjórinn segir veltuna í Kauphöllinni hafa verið prýðilega en fjölga þurfi fjárfestum. Velta ársins í Kauphöllinni jókst um 20,5 prósent á árinu sem er að líða. Í fyrra dróst hún saman um fimmtung. Niðurstaðan er prýðileg að mati forstjóra Kauphallarinnar, úrvalsvísitalan fór upp um þriðjung á ári sem einkenndist af bölsýni. „Árið var prýðilegt. Við sjáum uppgang í viðskiptum frá fyrra ári um fimmtung. Það voru þrár skráningar á árinu, tvö félög sem komu yfir á aðalmarkaðinn af First North-markaðinum og eitt sem kom inn á First North. Við sjáum aukinn áhuga erlendra fjárfesta markaðinum sem er jákvætt. Við viljum rekja það til þess að við fórum inn í alþjóðlegar vísitölur á árinu og innflæðishöftum var aflétt af skuldabréfum í apríl. Árið í heild var prýðilegt. Við horfum sæmilega bjartsýn fram á veginn. Við höfum verið með í skóla hjá okkur þrjátíu félög sem hafa numið hvernig á að koma inn á First North-markaðinn fyrir smærri félög. Og við vonumst til að sjá einhver þeirra á nýju ári,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir bölsýnina mega rekja til þess hversu fáir fjárfestar eru á markaðinum en engu að síður hafa viðskipti verið prýðileg. Tvö af hverjum þremur félögum í Kauphöllinni hafa hækkað í verði. Á árinu greiddu fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni út 26,4 milljarða í arð, samanborið við 25,5 milljarða árið á undan. Munar þar mest um 10 milljarða arðgreiðslu Arion banka. Þeir sem keyptu í Marel á réttum tímum fengu góða ávöxtun því virði hlutabréfa Marels fór upp um 65,9 prósent á árinu. Á eftir komu Síminn og TM. Verð í hlutabréfum Icelandair Group lækkaði mest á árinu, um 21,2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir Verkefni næsta árs að fjölga fjárfestum. „Og við vonumst til þess að okkur takist sæmilega upp þar á næsta ári. Til þess þarf að bæta nokkur atriði í umgjörðinni til að fjölga erlendum fjárfestum. Einnig væri óskandi að frumvarp sem liggur fyrir um skattaívilnanir til handa einstaklingum nái framgangi á Alþingi á næsta ári. Það held ég að muni skila miklu varðandi þátttöku einstaklinga á markaðinum.“ Hann býst við að áhugi erlendra fjárfesta á markaðinum muni halda áfram að aukast á næsta ári. Varðandi nýskráningar segir hann það velta á efnahagsástandinu. Horfurnar í efnahagslífinu eru ekki góðar nú undir lok ársins en Magnús býst við mjúkri lendingu. „Það er erfitt að spá en ef maður vísar í spár sérfræðinga reikna ég með að þetta verði mjúk lending. Við erum í lendingunni og hún mun vara eitthvað fram á næsta ár. En þegar líður á árið munum við taka á loft á ný þó ég telji að það verði ekki með miklum látum.“
Markaðir Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira