Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 15:00 Helder Costa og félagar í Leeds United fagna marki. Getty/George Wood Tvö efstu liðin í ensku b-deildinni í knattspyrnu höfðu sætaskipti á milli jóla og nýárs en Arnar Björnsson fór yfir það hvernig Leeds United náði toppsætinu af West Bromwich Albion aðeins nokkrum dögum áður en liðin mætast í toppslagnum. Leeds United fór í heimsókn til Birmingham City og þar gekk á ýmsu áður en yfir lauk. Níu mörk og dramatík fram á síðustu sekúndu. Eftir sjö sigra í röð hafði Leeds misst flugið, jafntefli í heimaleikjum gegn Cardiff og Preston og tap gegn Fulham á Craven Cottage, 2 stig af 9 mögulegum. Í 10 síðustu leikjum var Birmingham aðeins búið að vinna einu sinni. Leeds byrjaði betur og Jack Harrisson brunaði upp völlinn, sendi á Helder Costa sem kom Leeds yfir á 15. mínútu. Flott skyndisókn og Costa skoraði þriðja deildarmark sitt fyrir Leeds. Patrick Bamford, markahæsti leikmaður Leeds í vetur, var meiddur og Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, var í byrjunarliðinu í 1. sinn í deildarleik í vetur. Hann kom við sögu þegar Jack Harrisson kom Leeds í 2-0 um miðjan hálfleikinn, skaut boltanum í Harlee Dean. Tvö mörk á 6 mínútna kafla. Birmingham minnkaði muninn á 27. mínútu. Maxime Colin fékk boltann á hægri kantinum og sendi á Jude Bellingham sem skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. Bellingham er aðeins 16 ára, fæddur í lok júní 2003. Sannarlega efnilegur strákur, lék sinn fyrsta leik í ágúst, rúmum mánuði eftir 16 ára afmælisdaginn. Sló þá met goðsagnar Birmingham Trevor Francis sem var rúmlega 100 dögum eldri þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik jafnaði Lukas Jutkiewicz þegar Leeds mistókst að verjast hornspyrnu heimamanna. En fjörið var bara rétt að byrja. Leeds endurheimti forystuna 20 mínútum fyrir leikslok. Ezgjan Alioski sendi á Luke Ayling og bakvörðurinn þrumaði í markið. Fyrsta mark Ayling á leiktíðinni, hann hefur ekki alltaf verið ofarlega á vinsældalista stuðningsmanna félagsins. Sjö mínútum fyrir leikslok tók Kristian Pedersen aukaspyrnu, Kiko Casilla markvörður Leeds misreiknaði sendinguna og Jeremie Bela skallaði í markið. Franski sóknarmaðurinn kom af varamannabekknum um miðjan seinni hálfleikinn og skoraði annað mark sitt fyrir Birmingham á leiktíðinni. Stuart Dallas tryggði Leeds 1-1 jafntefli gegn Preston á öðrum degi Jóla og stuðningsmenn Leeds héldu að hann væri að tryggja sigurinn þegar hann skoraði mínútu eftir mark Bela eftir undirbúning Harrison og Ayling. Í uppbótatíma fékk Bela boltann á hægri kantinum, sending hans fyrir markið endaði hjá Lukas Jutkiewicz sem skoraði framhjá Casilla í markinu. Stuðningsmenn Birmingham fögnuðu en stuðningsmenn Leeds voru ekki í sama stuðinu. Luke Ayling sem fékk bágt fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Birmingham sá til þess að stigin þrjú færu í kladdann hjá Leeds. Sending hans fyrir markið var baneitruð og Wes Harding skoraði sjálfsmark þegar Jack Harrisson sótti að honum, ótrúlegur leikur 5-4 fyrir Leeds. Í sjö kílómetra fjarlægð frá St. Andrews vellinum var efsta liðið West Bromwich Albion að berjast við Middlesbro. West Bromwich tapaði síðast fyrir Leeds 1-0 á Elland Road 1. október og var ósigrað í 15 leikjum í röð. Daniel Ayjala skallaði hornspyrnu Lewis Wing í mark Albion á 17. mínútu. Middlesbro vann þriðja leikinn í röð, Ashley Fletcher skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og Boro vann 2-0. Leeds og West Bromwich Albion eru jöfn að stigum á toppnum með 51 stig, Leeds er í 1. sæti á markamun. Liðin mætast á The Hawthorns heimavelli Albion á Nýjársdag. Fulham er í þriðja sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Tvö efstu liðin í ensku b-deildinni í knattspyrnu höfðu sætaskipti á milli jóla og nýárs en Arnar Björnsson fór yfir það hvernig Leeds United náði toppsætinu af West Bromwich Albion aðeins nokkrum dögum áður en liðin mætast í toppslagnum. Leeds United fór í heimsókn til Birmingham City og þar gekk á ýmsu áður en yfir lauk. Níu mörk og dramatík fram á síðustu sekúndu. Eftir sjö sigra í röð hafði Leeds misst flugið, jafntefli í heimaleikjum gegn Cardiff og Preston og tap gegn Fulham á Craven Cottage, 2 stig af 9 mögulegum. Í 10 síðustu leikjum var Birmingham aðeins búið að vinna einu sinni. Leeds byrjaði betur og Jack Harrisson brunaði upp völlinn, sendi á Helder Costa sem kom Leeds yfir á 15. mínútu. Flott skyndisókn og Costa skoraði þriðja deildarmark sitt fyrir Leeds. Patrick Bamford, markahæsti leikmaður Leeds í vetur, var meiddur og Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, var í byrjunarliðinu í 1. sinn í deildarleik í vetur. Hann kom við sögu þegar Jack Harrisson kom Leeds í 2-0 um miðjan hálfleikinn, skaut boltanum í Harlee Dean. Tvö mörk á 6 mínútna kafla. Birmingham minnkaði muninn á 27. mínútu. Maxime Colin fékk boltann á hægri kantinum og sendi á Jude Bellingham sem skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. Bellingham er aðeins 16 ára, fæddur í lok júní 2003. Sannarlega efnilegur strákur, lék sinn fyrsta leik í ágúst, rúmum mánuði eftir 16 ára afmælisdaginn. Sló þá met goðsagnar Birmingham Trevor Francis sem var rúmlega 100 dögum eldri þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik jafnaði Lukas Jutkiewicz þegar Leeds mistókst að verjast hornspyrnu heimamanna. En fjörið var bara rétt að byrja. Leeds endurheimti forystuna 20 mínútum fyrir leikslok. Ezgjan Alioski sendi á Luke Ayling og bakvörðurinn þrumaði í markið. Fyrsta mark Ayling á leiktíðinni, hann hefur ekki alltaf verið ofarlega á vinsældalista stuðningsmanna félagsins. Sjö mínútum fyrir leikslok tók Kristian Pedersen aukaspyrnu, Kiko Casilla markvörður Leeds misreiknaði sendinguna og Jeremie Bela skallaði í markið. Franski sóknarmaðurinn kom af varamannabekknum um miðjan seinni hálfleikinn og skoraði annað mark sitt fyrir Birmingham á leiktíðinni. Stuart Dallas tryggði Leeds 1-1 jafntefli gegn Preston á öðrum degi Jóla og stuðningsmenn Leeds héldu að hann væri að tryggja sigurinn þegar hann skoraði mínútu eftir mark Bela eftir undirbúning Harrison og Ayling. Í uppbótatíma fékk Bela boltann á hægri kantinum, sending hans fyrir markið endaði hjá Lukas Jutkiewicz sem skoraði framhjá Casilla í markinu. Stuðningsmenn Birmingham fögnuðu en stuðningsmenn Leeds voru ekki í sama stuðinu. Luke Ayling sem fékk bágt fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Birmingham sá til þess að stigin þrjú færu í kladdann hjá Leeds. Sending hans fyrir markið var baneitruð og Wes Harding skoraði sjálfsmark þegar Jack Harrisson sótti að honum, ótrúlegur leikur 5-4 fyrir Leeds. Í sjö kílómetra fjarlægð frá St. Andrews vellinum var efsta liðið West Bromwich Albion að berjast við Middlesbro. West Bromwich tapaði síðast fyrir Leeds 1-0 á Elland Road 1. október og var ósigrað í 15 leikjum í röð. Daniel Ayjala skallaði hornspyrnu Lewis Wing í mark Albion á 17. mínútu. Middlesbro vann þriðja leikinn í röð, Ashley Fletcher skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og Boro vann 2-0. Leeds og West Bromwich Albion eru jöfn að stigum á toppnum með 51 stig, Leeds er í 1. sæti á markamun. Liðin mætast á The Hawthorns heimavelli Albion á Nýjársdag. Fulham er í þriðja sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira