Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 16:51 Fulltrúar talibana féllust í faðma eftir að þeir skrifuðu undir samkomulag um brotthvarf erlends herliðs við Bandaríkjastjórn í Doha í Katar á laugardag. Vísir/EPA Forsvarsmenn talibana í Afganistan segjast ekki ætla að taka þátt í frekari viðræðum við stjórnvöld fyrr en um 5.000 liðsmönnum þeirra verður sleppt úr fangelsi. Þá boða talibanar að þeir muni mögulega hefja árásir á stjórnarherinn á ný. Yfirlýsingar talibana koma aðeins tveimur dögum eftir að fulltrúar þeirra og Bandaríkjastjórnar skrifuðu undir samkomulag á laugardag. Í því felst að talibanar og afganska ríkisstjórnin hafi fangaskipti á um 5.000 liðsmönnum talibana annars og um þúsund hermanna stjórnarhersins hins vegar. „Við erum algerlega tilbúnir í viðræður innan Afganistans en við bíðum eftir því að föngunum okkar 5.000 verði sleppt. Ef fangarnir okkar 5.000, hundrað eða tvö hundrað færri skiptir ekki máli, verður ekki sleppt verða engar viðræður innan Afganistans,“ segir Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, við Reuters-fréttastofuna. Sjá einnig: Bandarískir hermenn úr landi eftir fjórtán mánuði Ummæli Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, hafa ennfremur vakið óvissu um framtíð samkomulags talibana og Bandaríkjastjórnar. Hafnaði Ghani, sem átti ekki aðild að viðræðunum, því að hann hefði fallist á að sleppa þúsundum talibana úr haldi. „Afganska ríkisstjórnin hefur ekki skuldbundið sig til að sleppa 5.000 föngum talibana úr haldi fyrir mögulegar viðræður,“ segir Sediq Sediqqi, talsmaður Ghani. Telja sig mega halda skærum áfram Ekki aðeins er framtíð samkomulags frá því á laugardag í uppnámi heldur segir Mujahid að samkomulag um að draga úr ofbeldinu í Afganistan fram að viðræðunum væri nú runnið úr gildi. Árásir talibana á stjórnarherinn gætu nú hafist aftur á hverri stundu. Scott Miller, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, segist engu að síður vænta þess að talibanar taki skuldbindingar sínar hátíðlegar. Samkomulag talibana og Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir því að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi allt herlið sitt frá Afganistan á fjórtán mánuðum, háð því að talibanar standi við fyrirheit sín um frið. Bandaríkjaher hefur verið í landinu í átján ár, allt frá því að hann kom talibönum frá völdum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september árið 2001. Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58 Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Forsvarsmenn talibana í Afganistan segjast ekki ætla að taka þátt í frekari viðræðum við stjórnvöld fyrr en um 5.000 liðsmönnum þeirra verður sleppt úr fangelsi. Þá boða talibanar að þeir muni mögulega hefja árásir á stjórnarherinn á ný. Yfirlýsingar talibana koma aðeins tveimur dögum eftir að fulltrúar þeirra og Bandaríkjastjórnar skrifuðu undir samkomulag á laugardag. Í því felst að talibanar og afganska ríkisstjórnin hafi fangaskipti á um 5.000 liðsmönnum talibana annars og um þúsund hermanna stjórnarhersins hins vegar. „Við erum algerlega tilbúnir í viðræður innan Afganistans en við bíðum eftir því að föngunum okkar 5.000 verði sleppt. Ef fangarnir okkar 5.000, hundrað eða tvö hundrað færri skiptir ekki máli, verður ekki sleppt verða engar viðræður innan Afganistans,“ segir Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, við Reuters-fréttastofuna. Sjá einnig: Bandarískir hermenn úr landi eftir fjórtán mánuði Ummæli Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, hafa ennfremur vakið óvissu um framtíð samkomulags talibana og Bandaríkjastjórnar. Hafnaði Ghani, sem átti ekki aðild að viðræðunum, því að hann hefði fallist á að sleppa þúsundum talibana úr haldi. „Afganska ríkisstjórnin hefur ekki skuldbundið sig til að sleppa 5.000 föngum talibana úr haldi fyrir mögulegar viðræður,“ segir Sediq Sediqqi, talsmaður Ghani. Telja sig mega halda skærum áfram Ekki aðeins er framtíð samkomulags frá því á laugardag í uppnámi heldur segir Mujahid að samkomulag um að draga úr ofbeldinu í Afganistan fram að viðræðunum væri nú runnið úr gildi. Árásir talibana á stjórnarherinn gætu nú hafist aftur á hverri stundu. Scott Miller, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, segist engu að síður vænta þess að talibanar taki skuldbindingar sínar hátíðlegar. Samkomulag talibana og Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir því að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi allt herlið sitt frá Afganistan á fjórtán mánuðum, háð því að talibanar standi við fyrirheit sín um frið. Bandaríkjaher hefur verið í landinu í átján ár, allt frá því að hann kom talibönum frá völdum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september árið 2001.
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58 Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58
Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04