Hafþór Júlíus varð um helgina fyrsti maðurinn til að lyfta 501 kílóum í réttstöðulyftu og bætt þar sem heimsmet Eddie Hall sem hann ætlar svo að berjast við í hnefaleikum í Las Vegas á næsta ári.
Það vekur sérstaka athygli hjá blaðamanni VG að Hafþór Júlíus hafi verið efnilegur körfuboltamaður á sínum tíma en Hafþór sjálfur hefur birt myndir af sér í körfuboltabúningi á samfélagsmiðlum sínum.
Á þeim myndum hefur mikið vatn runnið til sjávar á meðan Hafþór Júlíus hefur breyst úr körfuboltastrák í Sir Gregor „The Mountain“ Clegane í „Game of Thrones“ og sterkasta mann heims.
«Game of Thrones»-stjernens ville forvandling: Fra baskettalent til muskelbunt https://t.co/soYv6lpYSb
— VG Sporten (@vgsporten) May 5, 2020
Blaðamaður VG segir að Hafþór hafi verið efnilegur leikmaður að eigin mati. „Ég var nokkuð góður en ég fótbrotnaði tvisvar,“ hefur hann eftir Hafþóri í viðtali við Men’s Health.
„Ég held að ástæðan hafi verið ofþjálfun. Ég var í salnum og að æfa þrisvar á dag,“ sagði Hafþór.
Hafþór spilaði á árunum 2004 til 2008 síðast með liði FSu á Selfossi.
Hafþór setti körfuboltaskóna upp á hilluna tvítugur og sneri sér frekar að kraftagreinum.
Hafþór Júlíus Björnsson náði reyndar aðeins að spila fjóra leiki í úrvalsdeildinni en það var með KR tímabilið 2006-07. Hafþór hjálpaði hins vegar FSu að komast upp í úrvalsdeildina veturinn 2007-08.
Hafþór varð Norðurlandameistari með sextán ára landsliðinu og á alls 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands.