Mark Cuban reyndi að fá Jordan til Dallas eftir „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 15:00 Michael Jordan vann sex meistaratitla með Chicago Bulls en hefði hann kannski getað bætt við fleirum hjá Dallas Mavericks? Getty/Steve Woltmann Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, ætlaði sér að fá Michael Jordan til að spila fyrir Mavericks liðið fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Mikið hefur verið fjallað um síðasta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem eru tíu talsins og nú sýndir á hverjum sunnudegi í Bandaríkjunum. Þetta var kannski síðasta tímabil Jordan með Bulls en ekki síðasta tímabil hans í NBA. Árið 2001 ákvað Michael Jordan að taka skóna af hillunni og spila í NBA-deildinni nú orðinn 38 ára gamall. Umboðsmaður Jordan hafði samband við Mark Cuban sem var þá aðeins búinn að eiga Dallas Mavericks liðið í eitt ár. „Daginn sem hann samdi við Washington Wizards þá sagði umboðsmaður hans David Falk að ég ætti að fara að hitta hann,“ sagði Mark Cuban í útvarpsþættinum „105.3 The Fan's G-Bag Nation“ en Sports Illustrated segir frá. „Ég var að reyna að sannfæra hann um að semja ekki við Wizards heldur koma frekar til okkar í staðinn. Ég sagði honum að við gætum gert eitthvað gott saman,“ sagði Mark Cuban. Michael Jordan tilkynnti það hins vegar 25. september 2001 að hann ætlaði að koma aftur og spila með Washington Wizards en ári áður hafði Jordan eignast hlut í því félagi og starfað sem yfirmaður körfuboltamála. Jordan sýndi það á þessu tímabili að hann gat enn spilað í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Jordan var með 22,9 stig að meðaltali í 60 leikjum auk þess taka 5,7 fráköst og gefa 5,2 stoðsendingar í leik. Seinna tímabilið með Wizards þá var hann með meðaltöl upp á 20 stig, 6,1 frákast og 3,8 stoðsendingar í leik en spilaði þá alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni og 37 mínútur að meðaltali í leik. ICYMI: Would Michael Jordan have won six titles if he played for the Mavericks? #MFFL #Mavs https://t.co/DTvsgn1G7E— The Smoking Cuban (@thesmokingcuban) April 30, 2020 Það hefði verið athyglisvert að sjá hann spila með liði Dallas Mavericks í þá daga en þar voru í aðalhlutverkum Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Fyrra tímabilið 2001-02 þá vann Washington Wizards 37 leiki en Dallas 57 leiki. Seinna tímabilið, 2002-03, þá vann Dallas Mavericks liðið 60 leiki en Washington Wizards vann 37 leiki annað tímabilið í röð. Dallas fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar seinna árið þar sem liðið tapaði 4-2 á móti verðandi NBA meisturum San Antonio Spurs. NBA Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, ætlaði sér að fá Michael Jordan til að spila fyrir Mavericks liðið fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Mikið hefur verið fjallað um síðasta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem eru tíu talsins og nú sýndir á hverjum sunnudegi í Bandaríkjunum. Þetta var kannski síðasta tímabil Jordan með Bulls en ekki síðasta tímabil hans í NBA. Árið 2001 ákvað Michael Jordan að taka skóna af hillunni og spila í NBA-deildinni nú orðinn 38 ára gamall. Umboðsmaður Jordan hafði samband við Mark Cuban sem var þá aðeins búinn að eiga Dallas Mavericks liðið í eitt ár. „Daginn sem hann samdi við Washington Wizards þá sagði umboðsmaður hans David Falk að ég ætti að fara að hitta hann,“ sagði Mark Cuban í útvarpsþættinum „105.3 The Fan's G-Bag Nation“ en Sports Illustrated segir frá. „Ég var að reyna að sannfæra hann um að semja ekki við Wizards heldur koma frekar til okkar í staðinn. Ég sagði honum að við gætum gert eitthvað gott saman,“ sagði Mark Cuban. Michael Jordan tilkynnti það hins vegar 25. september 2001 að hann ætlaði að koma aftur og spila með Washington Wizards en ári áður hafði Jordan eignast hlut í því félagi og starfað sem yfirmaður körfuboltamála. Jordan sýndi það á þessu tímabili að hann gat enn spilað í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Jordan var með 22,9 stig að meðaltali í 60 leikjum auk þess taka 5,7 fráköst og gefa 5,2 stoðsendingar í leik. Seinna tímabilið með Wizards þá var hann með meðaltöl upp á 20 stig, 6,1 frákast og 3,8 stoðsendingar í leik en spilaði þá alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni og 37 mínútur að meðaltali í leik. ICYMI: Would Michael Jordan have won six titles if he played for the Mavericks? #MFFL #Mavs https://t.co/DTvsgn1G7E— The Smoking Cuban (@thesmokingcuban) April 30, 2020 Það hefði verið athyglisvert að sjá hann spila með liði Dallas Mavericks í þá daga en þar voru í aðalhlutverkum Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Fyrra tímabilið 2001-02 þá vann Washington Wizards 37 leiki en Dallas 57 leiki. Seinna tímabilið, 2002-03, þá vann Dallas Mavericks liðið 60 leiki en Washington Wizards vann 37 leiki annað tímabilið í röð. Dallas fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar seinna árið þar sem liðið tapaði 4-2 á móti verðandi NBA meisturum San Antonio Spurs.
NBA Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira