Ný regla hjá Man. Utd gerði Cristiano Ronaldo alveg brjálaðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 11:30 Cristiano Ronaldo lék með Manchester United frá 2003 til 2009 og skoraði 118 mörk í 292 leikjum með félaginu. EPA/LINDSEY PARNABY Darren Fletcher sagði frá nýrri reglu sem var sett á æfingum Manchester United til að hjálpa Cristiano Ronaldo að þróa sinn leik þótt að á þeim tíma hafi hún gert hann alveg brjálaðan. Það er ólíklegt að þjálfarar í dag myndu þora að setja slíka reglu í dag með alla þessa verðmætu fætur inn á vellinum en þeir þorðu því fyrir sextán árum þegar Cristiano Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Cristiano Ronaldo hékk mikið á boltanum á þessum tíma og átti líka auðvelt með að fiska aukaspyrnur á æfingum með Manchester United liðinu enda bæði teknískur og fljótur. Walter Smith, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á þessum tíma, vissi að hann þyrfti að hreyfa boltann og hreyfa sig meira. Fletcher segir að Walter Smith hafi tekið þá ákvörðun að hætta að dæma aukaspyrnur á æfingum liðsins og leyfa mönnum að sparka menn niður sem héngu of mikið á boltanum. Cristiano Ronaldo var visslega einn af þeim. Man Utd had Cristiano Ronaldo 'raging' after introducing controversial rule in training https://t.co/QqXYVW2igk pic.twitter.com/TbdDdKfgKE— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 „Það voru mörg tilfelli þar sem hann hékk of mikið á boltanum og ákvörðunartakan var ekki góð. Þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann réð samt við þetta og hann er stór persónuleiki,“ sagði Darren Fletcher við Daily Mirror. „Það var magnað að sjá hvernig hann varð miklu betri á aðeins nokkrum árum hjá Manchester United og hvernig fagmennska hans jókst hvað varðar æfingar og líkamsrækt. Hann breyttist í algjört skrímsli hvað varðar fagmennsku við æfingar. Það er enginn vafi að andrúmsloftið hjá Manchester United hjálpaði honum,“ sagði Darren Fletcher „Walter tók þá ákvörðun að hætta að dæma á æfingum. Ég veit að þetta var regla sem var sett til höfuðs Ronaldo. Leikmenn komu fljúgandi í átt að honum og Ronnie fékk vel að finna fyrir því,“ sagði Darren Fletcher og bætti við: „Ronaldo varð alveg brjálaður í þessar tvær vikur. Hann spurði: Hver er þessi skoski gæi. Hvað er þetta?,“ rifjaði Darren Fletcher upp. Cristiano Ronaldo varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United.EPA/STEVE WOODS „Vanalega voru leikmennirnir hjá United duglegir að tækla þig hvað þá ef þeir vissu að það yrði ekkert dæmt. Ef ég segi samt eins og er þá var magnað að sjá það hvernig Ronnie fór að láta boltann ganga betur og hlaupa meira því hann vissi að hann fengi ekki aukaspyrnu. Það var því engin ástæða fyrir hann að hanga á boltanum,“ sagði Darren Fletcher „Þessi regla gerði Ronaldo alveg brjálaðan í nokkrar vikur en svo var hann fljótur að sætta sig við þetta og um leið og hann fór að gera hlutina í einni og tveimur snertingum þá fór hann að skora fleiri mörk,“ sagði Darren Fletcher sem hrósar Walter Smith og það sem hann gerði hjá Manchester United þennan stutta tíma sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson undir lok 2003-04 tímabilsins. Hann réði sig síðan sem landsliðsþjálfara Skota seinna á árinu. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Darren Fletcher sagði frá nýrri reglu sem var sett á æfingum Manchester United til að hjálpa Cristiano Ronaldo að þróa sinn leik þótt að á þeim tíma hafi hún gert hann alveg brjálaðan. Það er ólíklegt að þjálfarar í dag myndu þora að setja slíka reglu í dag með alla þessa verðmætu fætur inn á vellinum en þeir þorðu því fyrir sextán árum þegar Cristiano Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Cristiano Ronaldo hékk mikið á boltanum á þessum tíma og átti líka auðvelt með að fiska aukaspyrnur á æfingum með Manchester United liðinu enda bæði teknískur og fljótur. Walter Smith, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á þessum tíma, vissi að hann þyrfti að hreyfa boltann og hreyfa sig meira. Fletcher segir að Walter Smith hafi tekið þá ákvörðun að hætta að dæma aukaspyrnur á æfingum liðsins og leyfa mönnum að sparka menn niður sem héngu of mikið á boltanum. Cristiano Ronaldo var visslega einn af þeim. Man Utd had Cristiano Ronaldo 'raging' after introducing controversial rule in training https://t.co/QqXYVW2igk pic.twitter.com/TbdDdKfgKE— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 „Það voru mörg tilfelli þar sem hann hékk of mikið á boltanum og ákvörðunartakan var ekki góð. Þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann réð samt við þetta og hann er stór persónuleiki,“ sagði Darren Fletcher við Daily Mirror. „Það var magnað að sjá hvernig hann varð miklu betri á aðeins nokkrum árum hjá Manchester United og hvernig fagmennska hans jókst hvað varðar æfingar og líkamsrækt. Hann breyttist í algjört skrímsli hvað varðar fagmennsku við æfingar. Það er enginn vafi að andrúmsloftið hjá Manchester United hjálpaði honum,“ sagði Darren Fletcher „Walter tók þá ákvörðun að hætta að dæma á æfingum. Ég veit að þetta var regla sem var sett til höfuðs Ronaldo. Leikmenn komu fljúgandi í átt að honum og Ronnie fékk vel að finna fyrir því,“ sagði Darren Fletcher og bætti við: „Ronaldo varð alveg brjálaður í þessar tvær vikur. Hann spurði: Hver er þessi skoski gæi. Hvað er þetta?,“ rifjaði Darren Fletcher upp. Cristiano Ronaldo varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United.EPA/STEVE WOODS „Vanalega voru leikmennirnir hjá United duglegir að tækla þig hvað þá ef þeir vissu að það yrði ekkert dæmt. Ef ég segi samt eins og er þá var magnað að sjá það hvernig Ronnie fór að láta boltann ganga betur og hlaupa meira því hann vissi að hann fengi ekki aukaspyrnu. Það var því engin ástæða fyrir hann að hanga á boltanum,“ sagði Darren Fletcher „Þessi regla gerði Ronaldo alveg brjálaðan í nokkrar vikur en svo var hann fljótur að sætta sig við þetta og um leið og hann fór að gera hlutina í einni og tveimur snertingum þá fór hann að skora fleiri mörk,“ sagði Darren Fletcher sem hrósar Walter Smith og það sem hann gerði hjá Manchester United þennan stutta tíma sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson undir lok 2003-04 tímabilsins. Hann réði sig síðan sem landsliðsþjálfara Skota seinna á árinu.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira