Enginn leikmaður hefur skorað fleiri þrista í Euroleague deildinni en Juan Carlos Navarro sem var kallaður La Bomba“ eða Bomban fyrir öll þriggja stiga skotin sín.
Juan Carlos Navarro er einn mesti skorari sem evrópskur körfubolti hefur séð og þá vann hann fjölda titla bæði með Barcelona og spænska landsliðinu.
Navarro varð tvisvar Evrópumeistari og einu sinni heimsmeistari með spænska landsliðinu og þá vann hann tivsvar Euroleague og átta sinnum spænsku deildina með Barcelona.
Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan þá gefur sextán ára dóttir hans Lucía Navarro „La Bomba“ ekkert eftir. Barcelona setti þetta myndband inn á Twitter síðu sína en Juan Carlos Navarro er ein mesta goðsögn körfuboltaliðs Barcelona frá upphafi.
?? De tal palo, tal astilla
— Barça Basket (@FCBbasket) May 5, 2020
?? Lucía Navarro & Juan Carlos Navarro
???? #ForçaBarça! pic.twitter.com/9K2bUctJS4
Lucía Navarro setur þarna sjö þriggja stiga skot í röð eftir stoðsendingar frá pabba sínum.
Juan Carlos Navarro hafði gert þetta sjálfur en dóttir hans lék það síðan eftir.
Spænskir fjölmiðlar hafa fjallað um skotsýningu stelpunnar og þær hafa endurskírt hana „La Bombita“ í fréttum sínum.
Lucía Navarro er elsta dóttir Juan Carlos Navarro og er þegar komin í spænsku unglingalandsliðin.
Hér fyrir neðan má sjá Lucíu Navarro, systur hennar Elsa og Juan Carlos Navarro sjálfan hafa gaman saman í myndbandi sem birtist á Instagram síðu FIBA.