Umbrotatímar fyrir plastumbúðir Páll Árnason skrifar 7. maí 2020 10:30 Viðhorf okkar til umhverfismála hefur breyst verulega síðustu árin og að sama skapi hefur notkun almennings á plastumbúðum breyst, við reynum að minnka notkunina, flokkum meira á heimilunum og tökum nýjum gerðum poka fagnandi. Það er því mikil gerjun í gangi á þessu sviði hjá almenningi og fyrirtækjum. Á árinu 2018 setti Umhverfisráðuneytið af stað vinnu við að draga úr umhverfisáhrifum plasts. Niðurstaðan var sú að banna burðarpoka úr plasti frá ársbyrjun 2021 og einnota sogrör og mataráhöld nokkrum árum síðar. Plastneysla okkar er 150-200 kg/mann á ári og burðarpokar eru mjög lítill þáttur, hvað þá sogrör og einnota mataráhöld. Ef þessi aðferðarfræði er notuð áfram, þá tekur það okkur 200 ár að draga úr plastneyslunni um 20%. Þótt vitað sé hverjar séu helstu leiðir okkar Íslendinga við plastmengun lands og sjávar var ákveðið að gera ekkert í því máli. Yfirvöld eru einfaldlega fjarri því að vera eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur. Fast að 40% af plastneyslu okkar er í formi umbúða. Þær hafa mikilvægu hlutverki að gegna, að tryggja neytandanum óskemmda vöru. . Þótt oft sé talað illa um plastumbúðir þá eru þær gjarnan mun umhverfisvænni en aðrar umbúðir eða umbúðaleysi, að teknu tilliti til neikvæðra umhverfisáhrifa vöru sem skemmist. Lífplast Plastframleiðsla hófst með hráefnum úr náttúrunni. Með tilkomu olíuiðnaðarins um miðja síðustu öld varð plastframleiðslan miklu ódýrari og öll algengustu plastefnin urðu til. Á síðustu 30 árum hefur nokkuð verið lagt í þróun plastefna í gróðri, í fyrstu voru þau tífalt dýrari en hefðbundin plastefni en þessi munur hefur verið að minnka mikið. Fyrir nokkrum árum var líf-PE í boði 10-20% dýrara en hefðbundið PE, en einungis mjög afmarkaðir geirar voru tilbúnir til að borga aukalega fyrir plast úr ræktuðu hráefni. Flóran er þó allnokkur í lífplast efnum sbr. mynd hér að neðan þar sem plastið er flokkað eftir því hvort það sé úr endurnýjanlegu hráefni og hvort hægt sé að brjóta það niður með lífvirkum efnum. Mynd 1. Hefðbundið plast og þrír ólíkir flokkar lífplasts. Hefðbundið plast er yfir 99% plastnotkunarinnar. Vöxtur er nokkur í lífplasti, sérstaklega líf-PE, líf-PP og líf-PET. Rauður hringur er dreginn um tvö líf-plastefni sem notuð eru hér á landi. Hringrás kolefnis Til eru mismunandi leiðir til að hemja sótspor umbúðasamfélagsins. Evrópusambandið leggur allnokkurn pening í annarsvegar þróun hringrásarhagkerfis sem byggir á því að plastið sé endurunnið og þannig notað aftur og aftur og hins vegar í þróun lífhagkerfis sem byggir á ræktun hráefna og að þau verði síðan að mold. Lífhagkerfið er mjög stutt komið, þar eru verulegar áskoranir varðandi umhverfisáhrif landnotkunar, að ræktunin leiði hvorki af sér eyðingu skóga né framræslu lands eins og nokkuð ber á í dag. Það er mikil áskorun að brauðfæða 10 milljarða jarðarbúa 2050 án þess að ganga um of á vistkerfi jarðar og því þarf lífplastframleiðslan að byggja á afkasti frá matvælaframleiðslu til að vera auðveldlega réttlætanleg. Endurvinnsla plasts hefur verið áherslumál í orði í 30 ár, án þess að settir hafi verið nægir fjármunir í þróun góðrar endurvinnslutækni. Við endurvinnum einungis lítið brot af því plastefni sem notað er og endurvinnslan felst í því að efnið sé notað tvisvar í stað einu sinni. Í stað þess að nota plastið einu sinni þá notum við það nú þrjátíu árum síðar 10% betur eða 1,1 sinni. Það er léleg hringrás og hringrásarhagkerfið eru ennþá nánast orðin tóm þegar kemur að plasti. Nýir straumar á Íslandi Almenningur var farinn að standa sig mjög vel í að flokka plast á heimilum og jafnvel þvo það svo það fari hreint til brennslu erlendis. Þá bættist það við á síðasta ári að stór verslunarkeðja skipti út burðarpokum úr plasti fyrir maíspoka. Því var vel tekið. En hvað er maíspoki ? Jurtir eins og kartöflur og maís eru að stórum hluta sterkja, við Evrópubúar ræktum kartöflur og Bandaríkjamenn maís. Sterkjuna er hægt að gerja yfir í mjólkursýru. Á sama hátt og hægt er að búa til fjöletýlen plast (PE) úr etýlen gasi þá er hægt að gera fjölmjólkursýru plast (PLA) úr mjólkursýru. Úr báðum þessum plastefnum er hægt að búa til plastpoka, að vísu þarf að bæta mýkingarefnum í PLA (um 30%) til að pokagerðin sé möguleg. Þessar tvær gerðir plastpoka eru að mörgu leyti eðlislíkar. Það er háð þeim forsendum sem við gefum okkur, hvorri gerðinni fylgir lægra sótspor. Ef þær eru urðaðar í Álfsnesi brotna þær niður á nokkur hundruð árum. Ef svo óheppilega vill til að poki fjúki út í íslenska náttúru þá brotnar hann niður á nokkrum árum, fyrst í örplast og síðan í lífrænt efni sem samlagast náttúrunni. Helsti munurinn felst í þeim möguleikum sem eru varðandi meðhöndlun eftir notkun, hvort þær styðja við þróun hringrásarhagkerfis eða lífhagkerfis. Markaðssetning PLA pokana hefur tekist frábærlega. Stór hluti notenda virðist telja að þeir séu ekki úr plasti heldur maís. Jafnvel má sjá þann misskilning á vef stjórnarráðsins þar sem fjallað er um bann á sölu burðarpoka. Jafnframt er gefið sterklega í skyn í umfjöllun um þá að þeir brotni hratt niður og séu því umhverfisvænir. Við þessa markaðssetningu er verið að villa um fyrir neytendum. Pokarnir eru úr plasti og þeir eru ekki niðurbrjótanlegir nema í jarðgerðarstöð með íblöndun ensíma til niðurbrots PLA. Jarðgerð úr maíspokum við ófullkomnar aðstæður hér á landi hefur því fyrst og fremst leitt til örplastmengunar. Það er ekki í samræmi við væntingar neytenda. Hin stóra verslunarkeðjan skipti út burðarpokunum úr PE fyrir líf-PE. Efni sem hefur nákvæmlega sömu eiginleika og PE en er úr ræktuðu hráefni, gjarnan sykurreyr. Nýlega tilkynntu svo kartöflubændur í Hornafirði að þeir ætluðu framvegis að pakka vöru sinni í líf-PE poka. Þetta er skemmtileg nýjung við umbúðaflóruna hérlendis og framsýn ákvörðun. Það er spennandi að sjá hvaða fleiri nýjungar við sjáum á næstu árum. Hvert stefnir? Eru PLA umbúðir umhverfisvænni en PE efnið sem við höfum lengst af notað? Er líf-PE framtíðin? Um það er erfitt að spá. Hvorki PLA efnið né líf-PE efnið sem landsmenn bera nú heim verður til úr afgöngum frá matvælaframleiðslu heldur er ræktarland notað sérstaklega fyrir þetta og það eykur þrýsting á vistkerfi jarðar. Framleiðslan hefur sannarlega sitt sótspor. Þetta kann þó að breytast í fyllingu tímans. Það er erfitt að spá fyrir um hvort verði mikilvægari lausn þegar fram líða stundir, endurvinnsla eða lífplast. Væntanlega er framtíðin sambland af þeim. Vegna áskorana að ganga ekki á vistkerfi jarðar hefur höfundur þessa pistils trú á að endurvinnsla verði stærri þáttur í að hemja sótsporið og efnin í bláa kassanum á mynd 1 verði ráðandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Viðhorf okkar til umhverfismála hefur breyst verulega síðustu árin og að sama skapi hefur notkun almennings á plastumbúðum breyst, við reynum að minnka notkunina, flokkum meira á heimilunum og tökum nýjum gerðum poka fagnandi. Það er því mikil gerjun í gangi á þessu sviði hjá almenningi og fyrirtækjum. Á árinu 2018 setti Umhverfisráðuneytið af stað vinnu við að draga úr umhverfisáhrifum plasts. Niðurstaðan var sú að banna burðarpoka úr plasti frá ársbyrjun 2021 og einnota sogrör og mataráhöld nokkrum árum síðar. Plastneysla okkar er 150-200 kg/mann á ári og burðarpokar eru mjög lítill þáttur, hvað þá sogrör og einnota mataráhöld. Ef þessi aðferðarfræði er notuð áfram, þá tekur það okkur 200 ár að draga úr plastneyslunni um 20%. Þótt vitað sé hverjar séu helstu leiðir okkar Íslendinga við plastmengun lands og sjávar var ákveðið að gera ekkert í því máli. Yfirvöld eru einfaldlega fjarri því að vera eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur. Fast að 40% af plastneyslu okkar er í formi umbúða. Þær hafa mikilvægu hlutverki að gegna, að tryggja neytandanum óskemmda vöru. . Þótt oft sé talað illa um plastumbúðir þá eru þær gjarnan mun umhverfisvænni en aðrar umbúðir eða umbúðaleysi, að teknu tilliti til neikvæðra umhverfisáhrifa vöru sem skemmist. Lífplast Plastframleiðsla hófst með hráefnum úr náttúrunni. Með tilkomu olíuiðnaðarins um miðja síðustu öld varð plastframleiðslan miklu ódýrari og öll algengustu plastefnin urðu til. Á síðustu 30 árum hefur nokkuð verið lagt í þróun plastefna í gróðri, í fyrstu voru þau tífalt dýrari en hefðbundin plastefni en þessi munur hefur verið að minnka mikið. Fyrir nokkrum árum var líf-PE í boði 10-20% dýrara en hefðbundið PE, en einungis mjög afmarkaðir geirar voru tilbúnir til að borga aukalega fyrir plast úr ræktuðu hráefni. Flóran er þó allnokkur í lífplast efnum sbr. mynd hér að neðan þar sem plastið er flokkað eftir því hvort það sé úr endurnýjanlegu hráefni og hvort hægt sé að brjóta það niður með lífvirkum efnum. Mynd 1. Hefðbundið plast og þrír ólíkir flokkar lífplasts. Hefðbundið plast er yfir 99% plastnotkunarinnar. Vöxtur er nokkur í lífplasti, sérstaklega líf-PE, líf-PP og líf-PET. Rauður hringur er dreginn um tvö líf-plastefni sem notuð eru hér á landi. Hringrás kolefnis Til eru mismunandi leiðir til að hemja sótspor umbúðasamfélagsins. Evrópusambandið leggur allnokkurn pening í annarsvegar þróun hringrásarhagkerfis sem byggir á því að plastið sé endurunnið og þannig notað aftur og aftur og hins vegar í þróun lífhagkerfis sem byggir á ræktun hráefna og að þau verði síðan að mold. Lífhagkerfið er mjög stutt komið, þar eru verulegar áskoranir varðandi umhverfisáhrif landnotkunar, að ræktunin leiði hvorki af sér eyðingu skóga né framræslu lands eins og nokkuð ber á í dag. Það er mikil áskorun að brauðfæða 10 milljarða jarðarbúa 2050 án þess að ganga um of á vistkerfi jarðar og því þarf lífplastframleiðslan að byggja á afkasti frá matvælaframleiðslu til að vera auðveldlega réttlætanleg. Endurvinnsla plasts hefur verið áherslumál í orði í 30 ár, án þess að settir hafi verið nægir fjármunir í þróun góðrar endurvinnslutækni. Við endurvinnum einungis lítið brot af því plastefni sem notað er og endurvinnslan felst í því að efnið sé notað tvisvar í stað einu sinni. Í stað þess að nota plastið einu sinni þá notum við það nú þrjátíu árum síðar 10% betur eða 1,1 sinni. Það er léleg hringrás og hringrásarhagkerfið eru ennþá nánast orðin tóm þegar kemur að plasti. Nýir straumar á Íslandi Almenningur var farinn að standa sig mjög vel í að flokka plast á heimilum og jafnvel þvo það svo það fari hreint til brennslu erlendis. Þá bættist það við á síðasta ári að stór verslunarkeðja skipti út burðarpokum úr plasti fyrir maíspoka. Því var vel tekið. En hvað er maíspoki ? Jurtir eins og kartöflur og maís eru að stórum hluta sterkja, við Evrópubúar ræktum kartöflur og Bandaríkjamenn maís. Sterkjuna er hægt að gerja yfir í mjólkursýru. Á sama hátt og hægt er að búa til fjöletýlen plast (PE) úr etýlen gasi þá er hægt að gera fjölmjólkursýru plast (PLA) úr mjólkursýru. Úr báðum þessum plastefnum er hægt að búa til plastpoka, að vísu þarf að bæta mýkingarefnum í PLA (um 30%) til að pokagerðin sé möguleg. Þessar tvær gerðir plastpoka eru að mörgu leyti eðlislíkar. Það er háð þeim forsendum sem við gefum okkur, hvorri gerðinni fylgir lægra sótspor. Ef þær eru urðaðar í Álfsnesi brotna þær niður á nokkur hundruð árum. Ef svo óheppilega vill til að poki fjúki út í íslenska náttúru þá brotnar hann niður á nokkrum árum, fyrst í örplast og síðan í lífrænt efni sem samlagast náttúrunni. Helsti munurinn felst í þeim möguleikum sem eru varðandi meðhöndlun eftir notkun, hvort þær styðja við þróun hringrásarhagkerfis eða lífhagkerfis. Markaðssetning PLA pokana hefur tekist frábærlega. Stór hluti notenda virðist telja að þeir séu ekki úr plasti heldur maís. Jafnvel má sjá þann misskilning á vef stjórnarráðsins þar sem fjallað er um bann á sölu burðarpoka. Jafnframt er gefið sterklega í skyn í umfjöllun um þá að þeir brotni hratt niður og séu því umhverfisvænir. Við þessa markaðssetningu er verið að villa um fyrir neytendum. Pokarnir eru úr plasti og þeir eru ekki niðurbrjótanlegir nema í jarðgerðarstöð með íblöndun ensíma til niðurbrots PLA. Jarðgerð úr maíspokum við ófullkomnar aðstæður hér á landi hefur því fyrst og fremst leitt til örplastmengunar. Það er ekki í samræmi við væntingar neytenda. Hin stóra verslunarkeðjan skipti út burðarpokunum úr PE fyrir líf-PE. Efni sem hefur nákvæmlega sömu eiginleika og PE en er úr ræktuðu hráefni, gjarnan sykurreyr. Nýlega tilkynntu svo kartöflubændur í Hornafirði að þeir ætluðu framvegis að pakka vöru sinni í líf-PE poka. Þetta er skemmtileg nýjung við umbúðaflóruna hérlendis og framsýn ákvörðun. Það er spennandi að sjá hvaða fleiri nýjungar við sjáum á næstu árum. Hvert stefnir? Eru PLA umbúðir umhverfisvænni en PE efnið sem við höfum lengst af notað? Er líf-PE framtíðin? Um það er erfitt að spá. Hvorki PLA efnið né líf-PE efnið sem landsmenn bera nú heim verður til úr afgöngum frá matvælaframleiðslu heldur er ræktarland notað sérstaklega fyrir þetta og það eykur þrýsting á vistkerfi jarðar. Framleiðslan hefur sannarlega sitt sótspor. Þetta kann þó að breytast í fyllingu tímans. Það er erfitt að spá fyrir um hvort verði mikilvægari lausn þegar fram líða stundir, endurvinnsla eða lífplast. Væntanlega er framtíðin sambland af þeim. Vegna áskorana að ganga ekki á vistkerfi jarðar hefur höfundur þessa pistils trú á að endurvinnsla verði stærri þáttur í að hemja sótsporið og efnin í bláa kassanum á mynd 1 verði ráðandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun