Töluverður tekjusamdráttur hjá stærstu drykkjarvöruframleiðendum landsins vegna Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 07:00 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif á starfsemi Ölgerðarinnar. Þannig hafi til dæmis númer af nokkrum dreifingarbílum verið lögð inn þars sem ekki hefur verið þörf á þeim í útkeyrslu. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverð á tekjur tveggja stærstu drykkjarvöruframleiðendur landsins, Ölgerðina og Coca-Cola á Íslandi. Bæði fyrirtækin hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnar sem snýr að hlutabótum en hjá Ölgerðinni hafa alls 115 starfsmenn farið á hlutabætur og hjá Coca-Cola 60 starfsmenn þegar mest var. Hvorugt fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki. Í svari Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar, við fyrirspurn Vísis um áhrif Covid-19 á starfsemi fyrirtækisins segir að gripið hafi verið til margvíslegra hagræðingaraðgerða til að vernda störf. „Ölgerðin sér ekki fram á að þurfa að grípa til uppsagna batni ástandið í þjóðfélaginu á komandi mánuðum. Versni staðan hins vegar næsta haust eða í vetur þarf að endurskoða öll mál hjá Ölgerðinni, rétt eins og hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum. Ölgerðin stendur vörð um þau störf sem innlend framleiðsla, innflutningur og þjónusta okkar skapar þeim nokkur hundruð starfsmönnum sem hjá fyrirtækinu eru, enda telur Ölgerðin það grundvallaratriði að vera áfram fyrirtæki sem skapar störf, verðmæti og eflir innlenda framleiðslu,“ segir Andri. Til að vernda störf hjá fyrirtækinu hafi verið ákveðið að taka þátt í hlutabótaleið stjórnvalda en í eins takmörkuðum mæli og mögulegt. Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa lagt inn númer nokkurra dreifingarbíla „Hjá Ölgerðinni eru að jafnaði um 370 stöðugildi en í apríl fækkaði þeim um 60 vegna hlutabótaleiðarinnar. Ölgerðin stefnir að því að fækka þeim sem falla undir þá leið á næstu dögum og vikum, enda eru veitingastaðir margir hverjir að opna aftur eftir lokun,“ segir Andri. 77 starfsmenn fóru í á milli 25% og 50% starfshlutfall og 33 starfsmenn fóru í á milli 60% og 75% starfshlutfall. Aðspurður hvaða áhrif Covid-19 hafi haft á tekjur Ölgerðarinnar segir Andri að þau áhrif séu umtalsverð enda hafi nánast verið skrúfað fyrir alla sölu til veitingahúsa, hótela og Fríhafnar. Þá hafi einnig verið talsverður samdráttur í sölu til bensínstöðva, kvikmyndahúsa og skyndibitastaða. „Það hefur að sjálfsögðu bein áhrif á þau fjölmörgu störf sem slík sala skapar. Má þar nefna afgreiðslu á vörum, útkeyrslu, framleiðslu og svo mætti áfram telja. Þannig hefur Ölgerðin til dæmis lagt inn númer nokkurra dreifingarbíla sinna þar sem ekki hefur verið þörf á þeim til útkeyrslu. Á móti kemur að sala til stórmarkaða og ÁTVR hefur aukist á móti,“ segir Andri. Covid-19 hefur líka haft töluverð áhrif á starfsemi Coca-Cola á Íslandi þar sem tekjusamdrátturinn á sumum sviðum er næstum 100%.Vísir/Vilhelm Þeim sem voru á hlutabótum fækkaði um 20 á milli mánaða Í svari Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra Coca-Cola á Íslandi, við sambærilegri fyrirspurn og send var til Ölgerðarinnar segir að markmiðið hjá fyrirtækinu hafi verið að vernda störf. Í stað uppsagna hafi verið gripið til víðtækra hagræðingaraðgerða til að tryggja að svo verði. Hlutabótaúrræði stjórnvalda hafi verið nýtt. „Í apríl fór hluti okkar starfsfólks í skert starfshlutfall til að mæta verulegum tekjusamdrætti í kjölfar faraldurs kórónaveirunnar og var sú ráðstöfun framlengd út maímánuð. Þessi aðgerð snerti um 60 starfsmenn í apríl og 40 starfsmenn í maí sem voru í fullu starfi en fóru í 25-80% starfshlutfalli. Þau störf sem þetta snertir voru störf sem ekki var hægt að sinna vegna aðstæðna í samfélaginu á sama hátt og áður, annað hvort vegna lokana og minna umfangs starfa eða aðlögunar á vinnufyrirkomulagi vegna nauðsynlegra sóttvarna,“ segir Stefán. Þannig hafi þeim sem voru á hlutabótum fækkað um 20 starfsmenn á milli mánaða. Tekjusamdrátturinn nánast 100% Þá segir hann mikinn tekjusamdrátt hafa verið hjá fyrirtækinu samhliða því að veitingamarkaðurinn lokaðist nánast alfarið auk þess sem sala í Fríhöfninni datt alveg út. „Við höfum séð nánast 100% tekjusamdrátt á þeim sviðum í apríl vegna lokana og umtalsverða söluminnkun þvert yfir markaðinn, fyrir utan matvörumarkað og Vínbúðirnar sem héldu sér ágætlega. Við erum einn af birgjum ferðaþjónustunnar þar sem orðið hefur algert hrun og hefur það víðtæk áhrif á tekjur og umfang starfsemi okkar,“ segir Stefán. Mikið af vörum Coca-Cola á Íslandi séu eingöngu seldar á veitingamarkaðnum þar sem algert hrun hefur orðið í sölu. „Sem dæmi má nefna ýmsar áfengar vörur, kaffi og kaffivörur, bjór í kútum, drykki í gleri og vatn í flöskum sem túristar hafa verið að kaupa,“ segir Stefán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverð á tekjur tveggja stærstu drykkjarvöruframleiðendur landsins, Ölgerðina og Coca-Cola á Íslandi. Bæði fyrirtækin hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnar sem snýr að hlutabótum en hjá Ölgerðinni hafa alls 115 starfsmenn farið á hlutabætur og hjá Coca-Cola 60 starfsmenn þegar mest var. Hvorugt fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki. Í svari Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar, við fyrirspurn Vísis um áhrif Covid-19 á starfsemi fyrirtækisins segir að gripið hafi verið til margvíslegra hagræðingaraðgerða til að vernda störf. „Ölgerðin sér ekki fram á að þurfa að grípa til uppsagna batni ástandið í þjóðfélaginu á komandi mánuðum. Versni staðan hins vegar næsta haust eða í vetur þarf að endurskoða öll mál hjá Ölgerðinni, rétt eins og hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum. Ölgerðin stendur vörð um þau störf sem innlend framleiðsla, innflutningur og þjónusta okkar skapar þeim nokkur hundruð starfsmönnum sem hjá fyrirtækinu eru, enda telur Ölgerðin það grundvallaratriði að vera áfram fyrirtæki sem skapar störf, verðmæti og eflir innlenda framleiðslu,“ segir Andri. Til að vernda störf hjá fyrirtækinu hafi verið ákveðið að taka þátt í hlutabótaleið stjórnvalda en í eins takmörkuðum mæli og mögulegt. Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa lagt inn númer nokkurra dreifingarbíla „Hjá Ölgerðinni eru að jafnaði um 370 stöðugildi en í apríl fækkaði þeim um 60 vegna hlutabótaleiðarinnar. Ölgerðin stefnir að því að fækka þeim sem falla undir þá leið á næstu dögum og vikum, enda eru veitingastaðir margir hverjir að opna aftur eftir lokun,“ segir Andri. 77 starfsmenn fóru í á milli 25% og 50% starfshlutfall og 33 starfsmenn fóru í á milli 60% og 75% starfshlutfall. Aðspurður hvaða áhrif Covid-19 hafi haft á tekjur Ölgerðarinnar segir Andri að þau áhrif séu umtalsverð enda hafi nánast verið skrúfað fyrir alla sölu til veitingahúsa, hótela og Fríhafnar. Þá hafi einnig verið talsverður samdráttur í sölu til bensínstöðva, kvikmyndahúsa og skyndibitastaða. „Það hefur að sjálfsögðu bein áhrif á þau fjölmörgu störf sem slík sala skapar. Má þar nefna afgreiðslu á vörum, útkeyrslu, framleiðslu og svo mætti áfram telja. Þannig hefur Ölgerðin til dæmis lagt inn númer nokkurra dreifingarbíla sinna þar sem ekki hefur verið þörf á þeim til útkeyrslu. Á móti kemur að sala til stórmarkaða og ÁTVR hefur aukist á móti,“ segir Andri. Covid-19 hefur líka haft töluverð áhrif á starfsemi Coca-Cola á Íslandi þar sem tekjusamdrátturinn á sumum sviðum er næstum 100%.Vísir/Vilhelm Þeim sem voru á hlutabótum fækkaði um 20 á milli mánaða Í svari Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra Coca-Cola á Íslandi, við sambærilegri fyrirspurn og send var til Ölgerðarinnar segir að markmiðið hjá fyrirtækinu hafi verið að vernda störf. Í stað uppsagna hafi verið gripið til víðtækra hagræðingaraðgerða til að tryggja að svo verði. Hlutabótaúrræði stjórnvalda hafi verið nýtt. „Í apríl fór hluti okkar starfsfólks í skert starfshlutfall til að mæta verulegum tekjusamdrætti í kjölfar faraldurs kórónaveirunnar og var sú ráðstöfun framlengd út maímánuð. Þessi aðgerð snerti um 60 starfsmenn í apríl og 40 starfsmenn í maí sem voru í fullu starfi en fóru í 25-80% starfshlutfalli. Þau störf sem þetta snertir voru störf sem ekki var hægt að sinna vegna aðstæðna í samfélaginu á sama hátt og áður, annað hvort vegna lokana og minna umfangs starfa eða aðlögunar á vinnufyrirkomulagi vegna nauðsynlegra sóttvarna,“ segir Stefán. Þannig hafi þeim sem voru á hlutabótum fækkað um 20 starfsmenn á milli mánaða. Tekjusamdrátturinn nánast 100% Þá segir hann mikinn tekjusamdrátt hafa verið hjá fyrirtækinu samhliða því að veitingamarkaðurinn lokaðist nánast alfarið auk þess sem sala í Fríhöfninni datt alveg út. „Við höfum séð nánast 100% tekjusamdrátt á þeim sviðum í apríl vegna lokana og umtalsverða söluminnkun þvert yfir markaðinn, fyrir utan matvörumarkað og Vínbúðirnar sem héldu sér ágætlega. Við erum einn af birgjum ferðaþjónustunnar þar sem orðið hefur algert hrun og hefur það víðtæk áhrif á tekjur og umfang starfsemi okkar,“ segir Stefán. Mikið af vörum Coca-Cola á Íslandi séu eingöngu seldar á veitingamarkaðnum þar sem algert hrun hefur orðið í sölu. „Sem dæmi má nefna ýmsar áfengar vörur, kaffi og kaffivörur, bjór í kútum, drykki í gleri og vatn í flöskum sem túristar hafa verið að kaupa,“ segir Stefán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira