Erlent

Fagna sigri á nasismanum með fámennum athöfnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Elísabet Englandsdrottning ávarpar þjóð sína í dag.
Elísabet Englandsdrottning ávarpar þjóð sína í dag. vísir/getty

Evrópuríkin fagna því í dag að sjötíu og fimm ár eru nú liðin síðan bandamenn í Seinni heimsstyrjöldinni samþykktu uppgjöf Þýskalands nasismans árið 1945. 

Í ljósi kórónuveirufaraldursins verður þó lítið um hátíðahöld en leiðtogar ríkjanna ætla margir hverjir að vera viðstaddir fámennar athafnir. Macron Frakklandsforseti mun þannig leggja blóm á leiði óþekkta hermannsins í París og Angela Merkel Þýskalandskanslari verður viðstödd minningarathöfn. 

Í Berlín hefur verið lýst yfir almennum frídegi, en það á þó aðeins við í höfuðborginni en ekki annars staðar í landinu. Í Bretlandi verður tveggja mínútna þögn og þar á eftir mun Elísabet Englandsdrottning flytja landsmönnum ávarp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×