Erlent

Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville

Kjartan Kjartansson skrifar
Veitingastaður í miðborg Nashville stórskemmdist í hvirfilbyl sem gekk þar yfir í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið af völdum strókana sem hófu innreið sína inn í ríkið eftir miðnætti.
Veitingastaður í miðborg Nashville stórskemmdist í hvirfilbyl sem gekk þar yfir í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið af völdum strókana sem hófu innreið sína inn í ríkið eftir miðnætti. AP/Alex Carlson

Að minnsta kosti sjö eru taldir hafa farist þegar hvirfilbylir gekk yfir Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í nótt. Um fjörutíu byggingar eru sagðar hafa skemmst, þar á meðal í miðborg Nashville, höfuðborg ríkisins.

Skólar og dómstólar hafa verið lokaðir og almenningssamgöngur hafa legið niðri í Tennessee í morgun en yfirvöld hafa biðlað til íbúa um að halda sig innandyra vegna hættu sem getur stafað af braki og slitnum rafmagnslínum, að sögn AP-fréttastofunnar.

Nokkrir skýstrókar gengu yfir ríkið eftir miðnætti í nótt. Þeir ollu skemmdum á byggingum, vegum, brúm, innviðum og fyrirtækjum, að sögn Maggie Hannan, talskonu almannavarna Tennessee.

Tennessee er á meðal fjórtán ríkja sem greiða atkvæði í forvali Demókrataflokksins í dag og eru hamfararnir sagðar hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna. Færa hefur þurft nokkra kjörstaði og þá opna sumir þeirra síðar en til stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×