Fyrsta tap Liverpool kosið besta augnablik tímabilsins hjá BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 12:00 Ismaila Sarr og félagar hans hjá Watford fagna einu af mörkum sínum á móti Liverpool en Virgil van Dijk er mjög ósáttur. Getty/Richard Heathcote Breska ríkisútvarpið stóð fyrir kosningu á BBC Sport vefnum og þar fengu lesendur vefsins tækifæri til að velja á milli eftirminnilegra augnablika á tímabilinu sem stoppaði snarlega vegna kórónuveirunnar í byrjun mars. Skellur langbesta liðs tímabilsins á móti einu af neðstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar þótti vera besta móment tímabilsins að mati lesenda breska ríkisútvarpsins. Það lítur út fyrir að Gary Neville og stuðningsmenn Arsenal, Manchester United og Everton hafi verið duglegir að taka þátt í þessari kosningu. Moment of the Season, as voted for by you is....Watford 3-0 Liverpool. Liverpool s first defeat of the season. The end of an 18-game unbeaten run which would have set a new record for the top flight. Live: https://t.co/QDGhtu7wC2#bbcfootball pic.twitter.com/LwhkjX3gEs— Match of the Day (@BBCMOTD) May 7, 2020 Liverpool var fyrir löngu búið að „tryggja“ sér enska meistaratitilinn þegar kom að leiknum á móti Watford en knattspyrnuáhugamenn voru spenntari fyrir því hvort liðinu tækist að fara taplaust í gegnum tímabilið eins og Arsenal liðið 2003-04. Sú von Liverpool mann dó hins vegar á Vicarage Road þegar liðið heimsótti Watford í febrúar. Watford vann leikinn 3-0 og Liverpool tapaði ekki bara fyrsta deildarleik tímabilsins heldur fékk skell. Those who voted: Gary Neville, Arsenal s Invincibles and every single Everton fan https://t.co/80YjutQJ7k— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 8, 2020 Gary Neville stríddi Liverpool-mönnum með því að opna kampavínsflösku á Twitter eftir leikinn en þetta var fyrsta deildartap Liverpool í 422 daga og endaði átján leikja sigurgöngu liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Í öðru sæti var 3-1 sigur Liverpool á Manchester City á Anfield en með þeim sigri skildu eiginlega leiðir hjá Liverpool og City. Í þriðja sætinu endaði síðan 9-0 sigur Leicester City á Southampton í september sem var jöfnum á meti yfir stærsta sigurinn í ensku úrvalsdeildinni. pic.twitter.com/zdNm9q5p3M— Gary Neville (@GNev2) February 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Breska ríkisútvarpið stóð fyrir kosningu á BBC Sport vefnum og þar fengu lesendur vefsins tækifæri til að velja á milli eftirminnilegra augnablika á tímabilinu sem stoppaði snarlega vegna kórónuveirunnar í byrjun mars. Skellur langbesta liðs tímabilsins á móti einu af neðstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar þótti vera besta móment tímabilsins að mati lesenda breska ríkisútvarpsins. Það lítur út fyrir að Gary Neville og stuðningsmenn Arsenal, Manchester United og Everton hafi verið duglegir að taka þátt í þessari kosningu. Moment of the Season, as voted for by you is....Watford 3-0 Liverpool. Liverpool s first defeat of the season. The end of an 18-game unbeaten run which would have set a new record for the top flight. Live: https://t.co/QDGhtu7wC2#bbcfootball pic.twitter.com/LwhkjX3gEs— Match of the Day (@BBCMOTD) May 7, 2020 Liverpool var fyrir löngu búið að „tryggja“ sér enska meistaratitilinn þegar kom að leiknum á móti Watford en knattspyrnuáhugamenn voru spenntari fyrir því hvort liðinu tækist að fara taplaust í gegnum tímabilið eins og Arsenal liðið 2003-04. Sú von Liverpool mann dó hins vegar á Vicarage Road þegar liðið heimsótti Watford í febrúar. Watford vann leikinn 3-0 og Liverpool tapaði ekki bara fyrsta deildarleik tímabilsins heldur fékk skell. Those who voted: Gary Neville, Arsenal s Invincibles and every single Everton fan https://t.co/80YjutQJ7k— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 8, 2020 Gary Neville stríddi Liverpool-mönnum með því að opna kampavínsflösku á Twitter eftir leikinn en þetta var fyrsta deildartap Liverpool í 422 daga og endaði átján leikja sigurgöngu liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Í öðru sæti var 3-1 sigur Liverpool á Manchester City á Anfield en með þeim sigri skildu eiginlega leiðir hjá Liverpool og City. Í þriðja sætinu endaði síðan 9-0 sigur Leicester City á Southampton í september sem var jöfnum á meti yfir stærsta sigurinn í ensku úrvalsdeildinni. pic.twitter.com/zdNm9q5p3M— Gary Neville (@GNev2) February 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira