Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2020 14:49 Ron Johnson (t.h.) er á meðal einörðustu stuðningsmann Trump forseta (t.v) í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann stýrir einnig heimavarnanefnd öldungadeildarinnar sem rannsakar nú ásakanir Trump og bandamanna hans á hendur Biden-feðgunum. Vísir/EPA Repúblikanar á Bandaríkjaþingi búa sig nú undir að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn þeirra á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Bréf þess efnis var sent daginn eftir að Biden virtist blása nýju lífi í framboð sitt í forvali Demókrataflokksins með sigri í Suður-Karólínu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi órökstuddum ásökunum um að Biden hafi sem varaforseti gerst sekur um misferli í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. Þrýstingur sem Trump beitti úkraínsk stjórnvöld um að þau rannsökuðu Biden leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði hann fyrir að misbeita valdi sínu en öldungadeildin sýknaði hann í febrúar. Nú hefur Ron Johnson, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Wisconsin sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar, tilkynnt nefndarmönnum að hann ætli sér að gefa út stefnu á hendur fyrrverandi starfsmanni úkraínska orkufyrirtækisins Burisma. Hunter Biden, sonur varaforsetans, sat í stjórn Burisma á sama tíma og faðir hans framfylgdi stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu. Andrii Telitsjenkó, sem vann fyrir fyrirtæki sem kom fram fyrir hönd Burisma í Bandaríkjunum, er á meðal þeirra sem hafa haldið fram þeirri stoðlausu samsæriskenningu við Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Trump forseta, að úkraínskir embættismenn hafi reynt að aðstoða Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, í forsetakosningunum árið 2016. Rússnesk stjórnvöld, sem brutust inn í tölvupósta Demókrataflokksins árið 2016 til þess að reyna að hafa áhrif á kosningarnar, hafa haldið þeirri kenningu á lofti. Sjá einnig: Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Repúblikanar hafa jafnframt haldið því fram án sannana að Biden varaforseti hafi þrýst á úkraínsk stjórnvöld að reka helsta saksóknara landsins, Viktor Sjokín, vegna þess að embætti hans rannsakaði Burisma. Það eigi Biden að hafa gert til að verja hagsmuni sonar síns. Bandarískir og úkraínskir embættismenn hafa engu að síður sagt að rannsókn á Burisma hafi ekki verið í gangi þegar Biden þrýsti á stjórnvöld í Kænugarði um að sparka Sjokín. Biden framfylgdi stefnu Bandaríkjastjórnar og annarra vestrænna ríkja sem töldu Sjokín hafa dregið lappirnar í að uppræta landlæga spillingu í Úkraínu. Þannig hafi þrýstingur Biden og annarra vestrænna erindreka um að reka Sjokín gert rannsókn á Burisma líklegri, þvert á það sem Trump og repúblikanar hafa ýjað að. Framboð Biden virtist í verulegum kröggum í forvali demókrata þar til hann vann öruggan sigur í Suður-Karólínu á laugardag. Síðan þá hafa tveir frambjóðendur helst úr lestinni og lýst yfir stuðningi við hann. Daginn eftir sigurinn tilkynnti nefndarformaður repúblikana um fyrstu stefnuna um vitnisburð í rannsókn á Biden og syni hans Hunter. Neitar því að stefnan tengist sigri Biden Sérstaka athygli vekur að Johnson sendi bréf sitt um stefnuna á sunnudag, daginn eftir að Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu. Biden, sem var í upphafi talinn sigurstranglegastur í forvali demókrata um að verða forsetaframbjóðandi flokksins, hafði átt undir högg að sækja en úrslitin í Suður-Karólínu virðast hafa gefið framboði hans byr undir báða vængi aftur. Johnson hafnar því að auknar sigurlíkur Biden hafi haft nokkuð að gera með að hann setti aukinn kraft í rannsóknina á Burisma. „Eftirlit mitt beinist ekki að Joe Biden eða Hunter Biden. Það eru þessi mál, það vill bara svo til að Joe Biden og Hunter Biden bendlast og tengjast við allt Úkraínumálið,“ segir Johnson við Washington Post. Því á Gary Peters, hæst setti demókratinn í nefndinni, bágt með að trúa. Hann mótmælti því að Johnson gæfi út stefnu á hendur Telitsjenkó í síðustu viku. Varaði hann við því að nefndin léti glepjast af rússneskum áróðri eins og leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafi varað við. „Við verðum að leita allra leiða til að tryggja að trúverðugleiki og kraftar öldungadeildar Bandaríkjanna séu ekki notaðir til þess að bera áfram tilraunir erlendra andstæðinga til afskipta sem leitast eftir því að grafa undan lýðræði okkar eða að setja þjóðaröryggi okkar í hættu,“ sagði Peters í yfirlýsingu í gær. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 07:00 Tveggja turna tal á „ofurþriðjudegi“ Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag en þá er gengið að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar. 3. mars 2020 08:15 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi búa sig nú undir að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn þeirra á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Bréf þess efnis var sent daginn eftir að Biden virtist blása nýju lífi í framboð sitt í forvali Demókrataflokksins með sigri í Suður-Karólínu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi órökstuddum ásökunum um að Biden hafi sem varaforseti gerst sekur um misferli í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. Þrýstingur sem Trump beitti úkraínsk stjórnvöld um að þau rannsökuðu Biden leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði hann fyrir að misbeita valdi sínu en öldungadeildin sýknaði hann í febrúar. Nú hefur Ron Johnson, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Wisconsin sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar, tilkynnt nefndarmönnum að hann ætli sér að gefa út stefnu á hendur fyrrverandi starfsmanni úkraínska orkufyrirtækisins Burisma. Hunter Biden, sonur varaforsetans, sat í stjórn Burisma á sama tíma og faðir hans framfylgdi stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu. Andrii Telitsjenkó, sem vann fyrir fyrirtæki sem kom fram fyrir hönd Burisma í Bandaríkjunum, er á meðal þeirra sem hafa haldið fram þeirri stoðlausu samsæriskenningu við Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Trump forseta, að úkraínskir embættismenn hafi reynt að aðstoða Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, í forsetakosningunum árið 2016. Rússnesk stjórnvöld, sem brutust inn í tölvupósta Demókrataflokksins árið 2016 til þess að reyna að hafa áhrif á kosningarnar, hafa haldið þeirri kenningu á lofti. Sjá einnig: Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Repúblikanar hafa jafnframt haldið því fram án sannana að Biden varaforseti hafi þrýst á úkraínsk stjórnvöld að reka helsta saksóknara landsins, Viktor Sjokín, vegna þess að embætti hans rannsakaði Burisma. Það eigi Biden að hafa gert til að verja hagsmuni sonar síns. Bandarískir og úkraínskir embættismenn hafa engu að síður sagt að rannsókn á Burisma hafi ekki verið í gangi þegar Biden þrýsti á stjórnvöld í Kænugarði um að sparka Sjokín. Biden framfylgdi stefnu Bandaríkjastjórnar og annarra vestrænna ríkja sem töldu Sjokín hafa dregið lappirnar í að uppræta landlæga spillingu í Úkraínu. Þannig hafi þrýstingur Biden og annarra vestrænna erindreka um að reka Sjokín gert rannsókn á Burisma líklegri, þvert á það sem Trump og repúblikanar hafa ýjað að. Framboð Biden virtist í verulegum kröggum í forvali demókrata þar til hann vann öruggan sigur í Suður-Karólínu á laugardag. Síðan þá hafa tveir frambjóðendur helst úr lestinni og lýst yfir stuðningi við hann. Daginn eftir sigurinn tilkynnti nefndarformaður repúblikana um fyrstu stefnuna um vitnisburð í rannsókn á Biden og syni hans Hunter. Neitar því að stefnan tengist sigri Biden Sérstaka athygli vekur að Johnson sendi bréf sitt um stefnuna á sunnudag, daginn eftir að Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu. Biden, sem var í upphafi talinn sigurstranglegastur í forvali demókrata um að verða forsetaframbjóðandi flokksins, hafði átt undir högg að sækja en úrslitin í Suður-Karólínu virðast hafa gefið framboði hans byr undir báða vængi aftur. Johnson hafnar því að auknar sigurlíkur Biden hafi haft nokkuð að gera með að hann setti aukinn kraft í rannsóknina á Burisma. „Eftirlit mitt beinist ekki að Joe Biden eða Hunter Biden. Það eru þessi mál, það vill bara svo til að Joe Biden og Hunter Biden bendlast og tengjast við allt Úkraínumálið,“ segir Johnson við Washington Post. Því á Gary Peters, hæst setti demókratinn í nefndinni, bágt með að trúa. Hann mótmælti því að Johnson gæfi út stefnu á hendur Telitsjenkó í síðustu viku. Varaði hann við því að nefndin léti glepjast af rússneskum áróðri eins og leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafi varað við. „Við verðum að leita allra leiða til að tryggja að trúverðugleiki og kraftar öldungadeildar Bandaríkjanna séu ekki notaðir til þess að bera áfram tilraunir erlendra andstæðinga til afskipta sem leitast eftir því að grafa undan lýðræði okkar eða að setja þjóðaröryggi okkar í hættu,“ sagði Peters í yfirlýsingu í gær.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 07:00 Tveggja turna tal á „ofurþriðjudegi“ Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag en þá er gengið að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar. 3. mars 2020 08:15 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 07:00
Tveggja turna tal á „ofurþriðjudegi“ Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag en þá er gengið að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar. 3. mars 2020 08:15