Róbótar vinna erfiðisverkin Carlos Mendoza skrifar 8. maí 2020 12:00 Öruggara starfsumhverfi og bætt framleiðslustýring með róbótum Á mánudagsmorgni í ónefndu álveri klæðir kona sig upp í fullan hlífðarskrúða og gengur inn á vinnusvæði álversins. Hún opnar rennu þar sem 700-800 gráðu heitt ál flæðir fram hjá. Með ausu veiðir hún bráðið ál upp úr rennunni. Hún steypir álið í mót og býr til sýni þannig að hægt sé að meta gæði framleiðslunnar. Ferlinu er þó langt frá lokið. Sýnið er flutt inn á rannsóknastofu þar sem það er meðhöndlað og mælt. Langur tími getur liðið þar til rannsóknarstofan skilar niðurstöðum sem segja til um hvort efnasamsetning álsins sé innan settra marka – eða hvort stór hluti vinnslulotunnar sé unnin fyrir gýg. Efnagreiningarróboti DTE Til allrar hamingju er ný leið til að mæla efnainnihald álsins nú orðin fær. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár aðstoðað sprotafyrirtækið DTE við að þróa búnað til að meta efnainnihald bráðins málms í rauntíma. Nýja aðferðin er fljótlegri, öruggari og skilar nákvæmni til jafns við sýnin sem mæld eru á tilraunastofu. Lítum aðeins á sama ferli með tækni DTE. Starfsmenn DTE forrita færanlegan efnagreiningarróbota. Á mánudagsmorgni situr kona í skrifstofustól í þægilegum fatnaði í stjórnstöð álframleiðslunnar. Hún heldur á rjúkandi kaffibolla og fylgist með á skjá þegar armur iðnaðarróbóta nálgast bráðið álið með mikilli nákvæmni. Laser-púls fellur á álið og á örskotsstundu greinir tækið ljósið sem endurkastast af yfirborðinu. Áður en mínúta er liðin birtast niðurstöður á skjánum og konan hefur aðgang að öllum upplýsingum um efnainnihald álframleiðslunnar sem er í fullum gangi. Með þessari tækni er loks hægt að hafa nákvæma stjórn á gæðum framleiðslunnar í rauntíma. Konan átti ekki á hættu að brenna sig á bráðnu álinu og greiningar má endurtaka sjálfvirkt eins oft og þurfa þykir, jafnvel mörg hundruð sinnum á hverjum degi. Þannig er hægt að stjórna og ná gæðum í framleiðslunni sem eru langt umfram það sem áður hefur þekkst í áliðnaði. Látum róbótana vinna erfiðisverkin Þetta tækniafrek náðist meðal annars með því að nýta þekkingu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á róbótatækni, efnisfræði málma, laser-tækni og litrófsgreiningum. Verið er að taka í notkun fyrsta efnagreiningarróbotann af þessari gerð í álveri á Íslandi, auk þess sem prófanir standa yfir með færanlega gerð af róbótanum sem koma mun á markað á næstu mánuðum. Markmiðið með innleiðingu sjálfvirkra efnagreiningarróbota er að minnka slysahættu og bæta framleiðslustýringu álvera til muna. Þróunarverkefnið hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Öruggara starfsumhverfi og bætt framleiðslustýring með róbótum Á mánudagsmorgni í ónefndu álveri klæðir kona sig upp í fullan hlífðarskrúða og gengur inn á vinnusvæði álversins. Hún opnar rennu þar sem 700-800 gráðu heitt ál flæðir fram hjá. Með ausu veiðir hún bráðið ál upp úr rennunni. Hún steypir álið í mót og býr til sýni þannig að hægt sé að meta gæði framleiðslunnar. Ferlinu er þó langt frá lokið. Sýnið er flutt inn á rannsóknastofu þar sem það er meðhöndlað og mælt. Langur tími getur liðið þar til rannsóknarstofan skilar niðurstöðum sem segja til um hvort efnasamsetning álsins sé innan settra marka – eða hvort stór hluti vinnslulotunnar sé unnin fyrir gýg. Efnagreiningarróboti DTE Til allrar hamingju er ný leið til að mæla efnainnihald álsins nú orðin fær. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár aðstoðað sprotafyrirtækið DTE við að þróa búnað til að meta efnainnihald bráðins málms í rauntíma. Nýja aðferðin er fljótlegri, öruggari og skilar nákvæmni til jafns við sýnin sem mæld eru á tilraunastofu. Lítum aðeins á sama ferli með tækni DTE. Starfsmenn DTE forrita færanlegan efnagreiningarróbota. Á mánudagsmorgni situr kona í skrifstofustól í þægilegum fatnaði í stjórnstöð álframleiðslunnar. Hún heldur á rjúkandi kaffibolla og fylgist með á skjá þegar armur iðnaðarróbóta nálgast bráðið álið með mikilli nákvæmni. Laser-púls fellur á álið og á örskotsstundu greinir tækið ljósið sem endurkastast af yfirborðinu. Áður en mínúta er liðin birtast niðurstöður á skjánum og konan hefur aðgang að öllum upplýsingum um efnainnihald álframleiðslunnar sem er í fullum gangi. Með þessari tækni er loks hægt að hafa nákvæma stjórn á gæðum framleiðslunnar í rauntíma. Konan átti ekki á hættu að brenna sig á bráðnu álinu og greiningar má endurtaka sjálfvirkt eins oft og þurfa þykir, jafnvel mörg hundruð sinnum á hverjum degi. Þannig er hægt að stjórna og ná gæðum í framleiðslunni sem eru langt umfram það sem áður hefur þekkst í áliðnaði. Látum róbótana vinna erfiðisverkin Þetta tækniafrek náðist meðal annars með því að nýta þekkingu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á róbótatækni, efnisfræði málma, laser-tækni og litrófsgreiningum. Verið er að taka í notkun fyrsta efnagreiningarróbotann af þessari gerð í álveri á Íslandi, auk þess sem prófanir standa yfir með færanlega gerð af róbótanum sem koma mun á markað á næstu mánuðum. Markmiðið með innleiðingu sjálfvirkra efnagreiningarróbota er að minnka slysahættu og bæta framleiðslustýringu álvera til muna. Þróunarverkefnið hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun