Guðni hefur kosningabaráttu sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 12:31 Frá afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár. Guðni tilkynnir þetta á Faceook þar sem hann rifjar upp framboðið fyrir fjórum árum. „Vordagarnir 2016 líða okkur Elizu seint úr minni. Einstakt var að finna stuðning og samstöðu þeirra þúsunda sem studdu framboðið á svo marga vegu. Allan þann hlýhug munum við ætíð meta mikils,“ segir Guðni. „Í kosningastarfinu einsettum við okkur öll að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það er óbreytt. Senn er kjörtímabilið á enda og sú sjálfsagða skylda fram undan að safna meðmælum fyrir framboð mitt á nýjan leik. Sú söfnun hlýtur hins vegar að verða með öðrum hætti en síðast. Því miður gefst ekki sama færi nú og þá að hitta fólk sem víðast og oftast. Í staðinn reiðum við okkur á samfélagsmiðla og rafrænar undirskriftir.“ Guðni ræðir í tilkynningu sinni um kórónuveiruna. Þau Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra fyrstu sem fóru í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.Vísir/Vilhelm Þessu valdi nauðsynlegar varnir gegn veirunni skæðu. „Þótt vel hafi gengið hingað til er baráttu okkar gegn þeim vágesti ekki lokið. En það mun birta til! Það býr kraftur í þessari þjóð. Stefnum að því saman að vinna bug á farsóttinni. Og stefnum svo að því saman að skapahér enn betra samfélag en áður. Með það í huga ákvað ég að bjóða mig fram til endurkjörs. Með það í huga vil ég þjóna landi og þjóð.“ Hann setur hlekki á undirskriftarsöfnunina í færslu sína sem sjá má hér að neðan og sömuleiðis vegna meðmæla. Guðmundur Franklín hefur tilkynnt forsetaframboð og var í Kringlunni í gær að safna undirskriftum. Þá eru Arngrímur Friðrik Pálmason og Axel Pétur Axelsson sömuleiðis að safna rafrænum undirskriftum.Vísir/Vilhelm „Vakni einhverjar spurningar bið ég ykkur að hafa samband með því að senda skilaboð á þessa síðu. Ég hvet ykkur sömuleiðis til að vekja athygli þeirra, sem þið teljið að kunni að hafa áhuga á að mæla með framboðinu, á þessari síðu,“ segir Guðni. „Við höfum þurft að þola erfiða og mæðusama daga. Flest eða öll þekkjum við fólk sem á um sárt að binda vegna veirunnar, fólk sem hefur misst ástvin, veikst illa eða misst sína atvinnu. Farsóttin hefur sett sitt mark á samfélag okkar og veröldina alla. Hér heima stöndum við í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk, forystusveit í almanna- og veiruvörnum og fjölmarga aðra sem hafa sinnt því að vernda líf og heilsu fólks. Fyrir hönd okkar Elizu óska ég ykkur öllum velfarnaðar. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár. Guðni tilkynnir þetta á Faceook þar sem hann rifjar upp framboðið fyrir fjórum árum. „Vordagarnir 2016 líða okkur Elizu seint úr minni. Einstakt var að finna stuðning og samstöðu þeirra þúsunda sem studdu framboðið á svo marga vegu. Allan þann hlýhug munum við ætíð meta mikils,“ segir Guðni. „Í kosningastarfinu einsettum við okkur öll að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það er óbreytt. Senn er kjörtímabilið á enda og sú sjálfsagða skylda fram undan að safna meðmælum fyrir framboð mitt á nýjan leik. Sú söfnun hlýtur hins vegar að verða með öðrum hætti en síðast. Því miður gefst ekki sama færi nú og þá að hitta fólk sem víðast og oftast. Í staðinn reiðum við okkur á samfélagsmiðla og rafrænar undirskriftir.“ Guðni ræðir í tilkynningu sinni um kórónuveiruna. Þau Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra fyrstu sem fóru í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.Vísir/Vilhelm Þessu valdi nauðsynlegar varnir gegn veirunni skæðu. „Þótt vel hafi gengið hingað til er baráttu okkar gegn þeim vágesti ekki lokið. En það mun birta til! Það býr kraftur í þessari þjóð. Stefnum að því saman að vinna bug á farsóttinni. Og stefnum svo að því saman að skapahér enn betra samfélag en áður. Með það í huga ákvað ég að bjóða mig fram til endurkjörs. Með það í huga vil ég þjóna landi og þjóð.“ Hann setur hlekki á undirskriftarsöfnunina í færslu sína sem sjá má hér að neðan og sömuleiðis vegna meðmæla. Guðmundur Franklín hefur tilkynnt forsetaframboð og var í Kringlunni í gær að safna undirskriftum. Þá eru Arngrímur Friðrik Pálmason og Axel Pétur Axelsson sömuleiðis að safna rafrænum undirskriftum.Vísir/Vilhelm „Vakni einhverjar spurningar bið ég ykkur að hafa samband með því að senda skilaboð á þessa síðu. Ég hvet ykkur sömuleiðis til að vekja athygli þeirra, sem þið teljið að kunni að hafa áhuga á að mæla með framboðinu, á þessari síðu,“ segir Guðni. „Við höfum þurft að þola erfiða og mæðusama daga. Flest eða öll þekkjum við fólk sem á um sárt að binda vegna veirunnar, fólk sem hefur misst ástvin, veikst illa eða misst sína atvinnu. Farsóttin hefur sett sitt mark á samfélag okkar og veröldina alla. Hér heima stöndum við í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk, forystusveit í almanna- og veiruvörnum og fjölmarga aðra sem hafa sinnt því að vernda líf og heilsu fólks. Fyrir hönd okkar Elizu óska ég ykkur öllum velfarnaðar. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira