Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 13:52 Unga fólkið fyrir framan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í hádeginu. Að sjálfsögðu var tekin mynd við tilefnið. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, stendur lengst til hægri á myndinni. Vísir/Sigurjón Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. Barnaþing ályktar um fjölmörg mál, allt frá gæludýrahaldi, almenningssamgöngum og skólamálum til umhverfis- og alþjóðamála. Forsætisáðherra segir Barnaþingið komið til að vera og vonast til að Alþingi geti unnið úr niðurstöðum skýrslunnar. „Barnaþingið er náttúrulega straumhvörf og tímamót í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni eru samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mjög mikið fram að færa,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við afhendingu niðurstaðanna. Ég brenn fyrir réttindum barna voru skilaboðin á svuntum sem ráðherrarnir skelltu sér í.Vísir/Sigurjón Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunum og minnti á að flestir ráðherrana hefðu mætt á barnaþingið. „Mér fannst frábærast af þeirri lífsreynslu, þótt mér fyndist mjög gaman að hlusta á samráðherrana segja frá því þegar þeir voru börn - mér fannst það mjög gaman, en mér fannst best að sitja á borði og taka þátt í umræðum sem voru til dæmis mjög mikið um skólamál og umhverfismál,“ sagði Katrín fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Hún sagði ráðherrana myndu lesa skýrsluna, allir sem einn og barnaþingið væri komið til að vera. „Við munum núna hafa þetta sem reglulegan viðburð. Ég vonast líka til að geta tekið þessar niðurstöður í einhverja umræðu um málefni barna og niðurstöðu barnaþings. Það sem þið eruð að gera skiptir máli.“ Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna mun fylgja tillögum barnaþingsins eftir við stjórnvöld. Með þessu er börnum veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið og stefnumótun stjórnvalda. Barnaþingið er því mikilvægur liður í því að veita sjónarmiðum barna farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. „Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu. Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. Barnaþing ályktar um fjölmörg mál, allt frá gæludýrahaldi, almenningssamgöngum og skólamálum til umhverfis- og alþjóðamála. Forsætisáðherra segir Barnaþingið komið til að vera og vonast til að Alþingi geti unnið úr niðurstöðum skýrslunnar. „Barnaþingið er náttúrulega straumhvörf og tímamót í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni eru samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mjög mikið fram að færa,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við afhendingu niðurstaðanna. Ég brenn fyrir réttindum barna voru skilaboðin á svuntum sem ráðherrarnir skelltu sér í.Vísir/Sigurjón Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunum og minnti á að flestir ráðherrana hefðu mætt á barnaþingið. „Mér fannst frábærast af þeirri lífsreynslu, þótt mér fyndist mjög gaman að hlusta á samráðherrana segja frá því þegar þeir voru börn - mér fannst það mjög gaman, en mér fannst best að sitja á borði og taka þátt í umræðum sem voru til dæmis mjög mikið um skólamál og umhverfismál,“ sagði Katrín fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Hún sagði ráðherrana myndu lesa skýrsluna, allir sem einn og barnaþingið væri komið til að vera. „Við munum núna hafa þetta sem reglulegan viðburð. Ég vonast líka til að geta tekið þessar niðurstöður í einhverja umræðu um málefni barna og niðurstöðu barnaþings. Það sem þið eruð að gera skiptir máli.“ Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna mun fylgja tillögum barnaþingsins eftir við stjórnvöld. Með þessu er börnum veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið og stefnumótun stjórnvalda. Barnaþingið er því mikilvægur liður í því að veita sjónarmiðum barna farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. „Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu.
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?