Taka stærra skref í tilslökunum 25. maí en reiknað var með Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 14:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir þann 25. maí sé líklegt að fleiri en 100 manns megi koma saman. Fram til þess hafi verið rætt um að miða við 100 manna samkomur í næsta skrefi afléttingar samkomutakmarkanna en nú ljóst að hægt sé að stíga stærra skref. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur sagði líklegt að farið yrði í hærri tölu en 100 manns varðandi samkomur en að hann væri ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega hversu há talan verður. Þetta yrði nánar útlistað í minnisblaði hans til ráðherra í næstu viku. Fyrr í vikunn hafði Þórólfur greint frá því að þann 25. maí yrði stefnt á það að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna. Aðspurður á fundinum í dag hvort að þennan sama dag opni í raun allt sem hafi verið lokað, til dæmis barir, sagði Þórólfur ekki búið að ræða það alveg. Benti hann á að margar sýkingar, erlendis frá, megi rekja til starfsemi á börum. Það sé líka sá staður þar sem fólk passi kannski síst upp á sótt- og sýkingavarnir. Barirnir myndu þó á endanum opna. Þremur vikum eftir 25. maí væri síðan stefnt á frekar afléttingar á samkomutakmörkunum. Þórólfur ræddi síðan einnig um ferðatakmarkanir sem eru í gildi hér til 15. maí næstkomandi. Hann sagði vinnu í gangi við það hvernig aflétta megi þeim takmörkunum og hvernig hægt væri að opna landamærin og um leið takmarka sem mest að veirur komi hingað til lands. Brýnt væri að taka ákvarðanir um hvernig þetta verði gert en endanlegar tillögur liggja ekki fyrir. Nokkuð fyrirsjáanlegt væri að þær tillögur muni ekki liggja fyrir fyrir 15. maí. Þórólfur kvaðst því ætla að leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ráðstafanir sem nú séu í gildi, til að mynda varðandi tveggja vikna sóttkví þeirra sem koma hingað til lands, verði framlengdar þar til niðurstaða fáist í það hvernig málum verði háttað varðandi landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir þann 25. maí sé líklegt að fleiri en 100 manns megi koma saman. Fram til þess hafi verið rætt um að miða við 100 manna samkomur í næsta skrefi afléttingar samkomutakmarkanna en nú ljóst að hægt sé að stíga stærra skref. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur sagði líklegt að farið yrði í hærri tölu en 100 manns varðandi samkomur en að hann væri ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega hversu há talan verður. Þetta yrði nánar útlistað í minnisblaði hans til ráðherra í næstu viku. Fyrr í vikunn hafði Þórólfur greint frá því að þann 25. maí yrði stefnt á það að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna. Aðspurður á fundinum í dag hvort að þennan sama dag opni í raun allt sem hafi verið lokað, til dæmis barir, sagði Þórólfur ekki búið að ræða það alveg. Benti hann á að margar sýkingar, erlendis frá, megi rekja til starfsemi á börum. Það sé líka sá staður þar sem fólk passi kannski síst upp á sótt- og sýkingavarnir. Barirnir myndu þó á endanum opna. Þremur vikum eftir 25. maí væri síðan stefnt á frekar afléttingar á samkomutakmörkunum. Þórólfur ræddi síðan einnig um ferðatakmarkanir sem eru í gildi hér til 15. maí næstkomandi. Hann sagði vinnu í gangi við það hvernig aflétta megi þeim takmörkunum og hvernig hægt væri að opna landamærin og um leið takmarka sem mest að veirur komi hingað til lands. Brýnt væri að taka ákvarðanir um hvernig þetta verði gert en endanlegar tillögur liggja ekki fyrir. Nokkuð fyrirsjáanlegt væri að þær tillögur muni ekki liggja fyrir fyrir 15. maí. Þórólfur kvaðst því ætla að leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ráðstafanir sem nú séu í gildi, til að mynda varðandi tveggja vikna sóttkví þeirra sem koma hingað til lands, verði framlengdar þar til niðurstaða fáist í það hvernig málum verði háttað varðandi landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira