Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2020 21:30 Starfsmenn Ístaks á Reykjavíkurflugvelli á leið til Grænlands með flugvél Mýflugs. Mynd/Ístak. Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf, leiguflugvél þarf til að koma þeim út og auk þess er vinnusvæðið í Nuuk sérstök sóttkví. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænlandsverkefni Ístaks, í landi sem hefur í raun haft heimsóknarbann undanfarna tvo mánuði, er gott dæmi um þær miklu áskoranir sem íslensk fyrirtæki eru að glíma við á tímum kórónuveiru. Verkefnið, sem samið var um skömmu fyrir jól, upp á 615 milljónir danskra króna, er að smíða stærsta skóla Grænlands, sem jafnframt verður menningarmiðstöð. Sjá einnig hér: Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Skólabyggingin rís í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. Vinnuvélar Ístaks eru komnar á lóðina.Mynd/Ístak. „Þetta er ein af þeim skrautlegustu áskorunum sem við höfum fengið. Og við þurfum náttúrlega að vera sérstaklega lausnamiðaðir í svona verkefnum,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Hann segir fyrirtækið einnig fá mikinn stuðning frá verkkaupa, sveitarfélaginu Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir. Ístaksmenn eru langt komnir með að setja upp vinnubúðir á byggingarsvæðinu í hjarta Nuuk. Til að flytja hundrað gámaeiningar, þrjá krana, vinnuvélar og sexhundruð niðurrekstrarstaura hittist svo vel á að nýtt flaggskip Grænlendinga átti leið um Ísland um páskana. Vinnuvélum Ístaks og öðrum búnaði skipað á land í Nuuk eftir flutning frá Reykjavík.Mynd/Ístak. „Við komuna til Nuuk var tekið vel á móti skipinu, sem var í sinni jómfrúarferð. Skipinu var gefið nafn í leiðinni, - með farminn okkar um borð.“ Það reyndist flóknara að flytja mannskapinn, enda ekkert áætlunarflug. „Þannig að við þurftum að leigja flugvél, - tókum upp á því að leigja flugvél frá Mýflugi.“ Vinnubúðunum komið upp á vinnusvæðinu.Mynd/Ístak. Grænlendingar taka þó engan séns á því að starfsmenn Ístaks beri með sér veiruna inn í landið frá Íslandi. „Við fengum þá testaða hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hver og einn fékk sitt vottorð þaðan, sem þeir tóku svo með sér til Nuuk, og það var tekið gott og gilt og mannskapurinn gat farið að hefja störf á staðnum.“ Vinnusvæðið er samt það sem Karl kallar vinnandi sóttkví. Starfsmanna bíður svo annað próf, til viðbótar því sem tekið var á Íslandi. Vinnusvæði Ístaks í Nuuk telst vera sóttkví.Mynd/Ístak. „Og eftir fimm daga í Nuuk þá fer hann í annað test þar. Og ef hann er neikvæður út úr því testi þá fær hann leyfi til að labba um bæinn. Annars á hann bara að halda sig á vinnusvæðinu okkar.“ Ístaksmenn segjast þó spenntir að hefja þetta þriggja ára verkefni á Grænlandi enda hafi þeir mikla reynslu þaðan. „Þetta verkefni er stórt og þetta verkefni er bara sniðið að okkur líka, má segja. Og við erum bara vel gíraðir í þetta og mjög spenntir,“ segir Karl Andreassen framkvæmdastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00 Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf, leiguflugvél þarf til að koma þeim út og auk þess er vinnusvæðið í Nuuk sérstök sóttkví. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænlandsverkefni Ístaks, í landi sem hefur í raun haft heimsóknarbann undanfarna tvo mánuði, er gott dæmi um þær miklu áskoranir sem íslensk fyrirtæki eru að glíma við á tímum kórónuveiru. Verkefnið, sem samið var um skömmu fyrir jól, upp á 615 milljónir danskra króna, er að smíða stærsta skóla Grænlands, sem jafnframt verður menningarmiðstöð. Sjá einnig hér: Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Skólabyggingin rís í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. Vinnuvélar Ístaks eru komnar á lóðina.Mynd/Ístak. „Þetta er ein af þeim skrautlegustu áskorunum sem við höfum fengið. Og við þurfum náttúrlega að vera sérstaklega lausnamiðaðir í svona verkefnum,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Hann segir fyrirtækið einnig fá mikinn stuðning frá verkkaupa, sveitarfélaginu Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir. Ístaksmenn eru langt komnir með að setja upp vinnubúðir á byggingarsvæðinu í hjarta Nuuk. Til að flytja hundrað gámaeiningar, þrjá krana, vinnuvélar og sexhundruð niðurrekstrarstaura hittist svo vel á að nýtt flaggskip Grænlendinga átti leið um Ísland um páskana. Vinnuvélum Ístaks og öðrum búnaði skipað á land í Nuuk eftir flutning frá Reykjavík.Mynd/Ístak. „Við komuna til Nuuk var tekið vel á móti skipinu, sem var í sinni jómfrúarferð. Skipinu var gefið nafn í leiðinni, - með farminn okkar um borð.“ Það reyndist flóknara að flytja mannskapinn, enda ekkert áætlunarflug. „Þannig að við þurftum að leigja flugvél, - tókum upp á því að leigja flugvél frá Mýflugi.“ Vinnubúðunum komið upp á vinnusvæðinu.Mynd/Ístak. Grænlendingar taka þó engan séns á því að starfsmenn Ístaks beri með sér veiruna inn í landið frá Íslandi. „Við fengum þá testaða hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hver og einn fékk sitt vottorð þaðan, sem þeir tóku svo með sér til Nuuk, og það var tekið gott og gilt og mannskapurinn gat farið að hefja störf á staðnum.“ Vinnusvæðið er samt það sem Karl kallar vinnandi sóttkví. Starfsmanna bíður svo annað próf, til viðbótar því sem tekið var á Íslandi. Vinnusvæði Ístaks í Nuuk telst vera sóttkví.Mynd/Ístak. „Og eftir fimm daga í Nuuk þá fer hann í annað test þar. Og ef hann er neikvæður út úr því testi þá fær hann leyfi til að labba um bæinn. Annars á hann bara að halda sig á vinnusvæðinu okkar.“ Ístaksmenn segjast þó spenntir að hefja þetta þriggja ára verkefni á Grænlandi enda hafi þeir mikla reynslu þaðan. „Þetta verkefni er stórt og þetta verkefni er bara sniðið að okkur líka, má segja. Og við erum bara vel gíraðir í þetta og mjög spenntir,“ segir Karl Andreassen framkvæmdastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00 Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05
Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04