Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. maí 2020 22:30 Hrísey virðist vera vannýttur ferðamannastaður Vísir/Friðrik Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar og undanfarin ár hafa Hríseyingar byggt þar upp ferðaþjónustu og alltaf náð meiri og meiri árangri. „Við erum búin að vera starfandi Ferðamálafélagið í fimmtán ár og erum núna að sjá raunverulegan áhuga á Hrísey, samkvæmt könnunum sem við höfum verið að gera,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Uppskera átti þennan árangur í sumar, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á. Erlent skemmtiferðaskip ætlaði að koma í eyjuna í tólf skipti. Því hefur verið frestað um eitt ár, þó að það sé bót í máli að fyrirtækið sem rekur skipið er búið er að panta meiri þjónustu frá Hríseyingum næsta sumar en áætlað var í sumar. Linda María Ásgeirsdóttir er formaður Ferðamálafélags Hríseyjar.Vísir/Tryggvi „Auðvitað er þetta stór biti, við verðum bara að kyngja því og sækja á íslenskan markað eins og allir aðrir,“ segir Linda María. Þannig hefur til dæmis verið óskað eftir því að Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, bjóði landsmönnum frítt í Hríseyjarferjuna í einn mánuð í sumar. „Það er svona okkar hugmynd eða sýn að við náum þannig fólki því að samkeppnin verður náttúrúlega svakaleg. Ef við fengjum gott start þá held ég að við værum nokkuð góð að fá fólk að bíta á agnið að koma, þá spyrst það út og við eigum helling inni, Hrísey á helling inni í ferðaþjónustunni,“ segir Linda María. Það var snjókoma í Hrísey þegar fréttamaður leit við þar á dögunum, en Hríseyingar treysta á góða veðrið í sumar. „Við ætlum ekki að hafa svona veður í sumar, já er það ekki. Erum við ekki þannig Íslendingar. Við ferðumst eftir veðri en ég veit það ekki kannski verður það eitthvað öðruvísi eftir alla þessa innilokun. Við þurfum virkilega bara að komast eitthvað út í víðáttuna og breyta til og svona.“ Og Hrísey er ákjósanlegur kostur í það? „Hrísey er góður kostur í það því hér er náttúrulega fámenni, þú ert ekki hérna í troðningi.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar og undanfarin ár hafa Hríseyingar byggt þar upp ferðaþjónustu og alltaf náð meiri og meiri árangri. „Við erum búin að vera starfandi Ferðamálafélagið í fimmtán ár og erum núna að sjá raunverulegan áhuga á Hrísey, samkvæmt könnunum sem við höfum verið að gera,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Uppskera átti þennan árangur í sumar, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á. Erlent skemmtiferðaskip ætlaði að koma í eyjuna í tólf skipti. Því hefur verið frestað um eitt ár, þó að það sé bót í máli að fyrirtækið sem rekur skipið er búið er að panta meiri þjónustu frá Hríseyingum næsta sumar en áætlað var í sumar. Linda María Ásgeirsdóttir er formaður Ferðamálafélags Hríseyjar.Vísir/Tryggvi „Auðvitað er þetta stór biti, við verðum bara að kyngja því og sækja á íslenskan markað eins og allir aðrir,“ segir Linda María. Þannig hefur til dæmis verið óskað eftir því að Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, bjóði landsmönnum frítt í Hríseyjarferjuna í einn mánuð í sumar. „Það er svona okkar hugmynd eða sýn að við náum þannig fólki því að samkeppnin verður náttúrúlega svakaleg. Ef við fengjum gott start þá held ég að við værum nokkuð góð að fá fólk að bíta á agnið að koma, þá spyrst það út og við eigum helling inni, Hrísey á helling inni í ferðaþjónustunni,“ segir Linda María. Það var snjókoma í Hrísey þegar fréttamaður leit við þar á dögunum, en Hríseyingar treysta á góða veðrið í sumar. „Við ætlum ekki að hafa svona veður í sumar, já er það ekki. Erum við ekki þannig Íslendingar. Við ferðumst eftir veðri en ég veit það ekki kannski verður það eitthvað öðruvísi eftir alla þessa innilokun. Við þurfum virkilega bara að komast eitthvað út í víðáttuna og breyta til og svona.“ Og Hrísey er ákjósanlegur kostur í það? „Hrísey er góður kostur í það því hér er náttúrulega fámenni, þú ert ekki hérna í troðningi.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira