Komst í gegnum skoðun með bilaðan hemlunarbúnað tæpum þremur mánuðum fyrir slysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 09:08 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í apríl 2019. BRUNAVARNIR AUSTUR-HÚNVETNINGA Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem hafnaði út af veginum í banaslysi í Langadal síðasta vor reyndist bilaður þegar slysið varð. Líkur eru á því að búnaðurinn hafi þegar verið í bágbornu ástandi þegar bíllinn fór í skoðun, og stóðst hana án athugasemda, tæpum þremur mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Slysið varð að kvöldi 23. apríl er ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri með erlent ríkisfang, var einn á ferð eftir Norðurlandsvegi í botni Langadals. Viðbragðsaðilar frá Norðurlandi voru kallaðir til og þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumaðurinn lést í slysinu, sem var fyrsta banaslysið í umferðinni árið 2019. Slitnir hjólbarðar og bilaður hemlabúnaður Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að vitni hafi verið að slysinu. Ökumaðurinn hafi misst hægra hjól bifreiðarinnar út fyrir slitlagið á beinum vegkafla, náð að koma bílnum aftur inn á veginn en beygt of harkalega svo bifreiðinn skreið til og rann á hlið út af veginum vinstra megin. Þá hóf hún fljótlega að velta og stöðvaðist á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúði í stýri sprakk út. Bifreiðin valt margar veltur og hlaut ökumaðurinn banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslunni. Aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi. Bifreiðin var af gerðinni Hyundai Matrix og var nýskráð árið 2007. Farið var með bílinn í skoðun í byrjun febrúar, rúmum tveimur mánuðum fyrir slysið, og hlaut hún þar skoðun án athugasemda. „Hún var útbúin slitnum negldum vetrarhjólbörðum þar sem margir naglanna voru horfnir eða brotnir. Rannsókn leiddi í ljós að henni hafði verið ekið á hjólbörðunum með of háum loftþrýstingi í töluverðan tíma,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Frá vettvangi slyssins.SKjáskot/RNSA Rannsóknin leiddi einnig í ljós bilun í hemlabúnaði og líkur taldar á að hann hafi þegar verið í slæmu ástandi þegar skoðun fór fram í febrúar. „Hemlaborðar að aftan voru ónýtir og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð. Stöðuhemill var óvirkur. Hemlabúnaður að framan var talsvert slitinn og breidd slitflatar undir öryggismörkum. Niðurstaða rannsóknar á bifreiðinni var m.a. sú að líkur eru á að hemlabúnaður hafi verið í bágbornu ástandi þegar aðalskoðun var framkvæmd tæpum þremur mánuðum fyrir slysið.“ Rannsóknarnefndin ítrekar í skýrslunni mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa en talið er að bifreiðin hafi verið á 115 ± 14 kílómetra hraða rétt fyrir slysið. „Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja. Samgönguslys Húnavatnshreppur Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem hafnaði út af veginum í banaslysi í Langadal síðasta vor reyndist bilaður þegar slysið varð. Líkur eru á því að búnaðurinn hafi þegar verið í bágbornu ástandi þegar bíllinn fór í skoðun, og stóðst hana án athugasemda, tæpum þremur mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Slysið varð að kvöldi 23. apríl er ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri með erlent ríkisfang, var einn á ferð eftir Norðurlandsvegi í botni Langadals. Viðbragðsaðilar frá Norðurlandi voru kallaðir til og þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumaðurinn lést í slysinu, sem var fyrsta banaslysið í umferðinni árið 2019. Slitnir hjólbarðar og bilaður hemlabúnaður Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að vitni hafi verið að slysinu. Ökumaðurinn hafi misst hægra hjól bifreiðarinnar út fyrir slitlagið á beinum vegkafla, náð að koma bílnum aftur inn á veginn en beygt of harkalega svo bifreiðinn skreið til og rann á hlið út af veginum vinstra megin. Þá hóf hún fljótlega að velta og stöðvaðist á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúði í stýri sprakk út. Bifreiðin valt margar veltur og hlaut ökumaðurinn banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslunni. Aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi. Bifreiðin var af gerðinni Hyundai Matrix og var nýskráð árið 2007. Farið var með bílinn í skoðun í byrjun febrúar, rúmum tveimur mánuðum fyrir slysið, og hlaut hún þar skoðun án athugasemda. „Hún var útbúin slitnum negldum vetrarhjólbörðum þar sem margir naglanna voru horfnir eða brotnir. Rannsókn leiddi í ljós að henni hafði verið ekið á hjólbörðunum með of háum loftþrýstingi í töluverðan tíma,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Frá vettvangi slyssins.SKjáskot/RNSA Rannsóknin leiddi einnig í ljós bilun í hemlabúnaði og líkur taldar á að hann hafi þegar verið í slæmu ástandi þegar skoðun fór fram í febrúar. „Hemlaborðar að aftan voru ónýtir og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð. Stöðuhemill var óvirkur. Hemlabúnaður að framan var talsvert slitinn og breidd slitflatar undir öryggismörkum. Niðurstaða rannsóknar á bifreiðinni var m.a. sú að líkur eru á að hemlabúnaður hafi verið í bágbornu ástandi þegar aðalskoðun var framkvæmd tæpum þremur mánuðum fyrir slysið.“ Rannsóknarnefndin ítrekar í skýrslunni mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa en talið er að bifreiðin hafi verið á 115 ± 14 kílómetra hraða rétt fyrir slysið. „Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja.
Samgönguslys Húnavatnshreppur Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira