Næsti Eyjafjallajökull? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 11. maí 2020 11:30 Stundum er hugmynd það góð að maður áttar sig ekki af hverju sé ekki löngu búið að framkvæma hana. En hvaða hugmynd gæti það verið? Núna stefnir Ísland í sína mestu kreppu í 100 ár. Því skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar og hugsa stórt. Hvað getur hjálpað okkur upp úr þessum öldudal? Eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna sem hingað streymdu í milljónum. Þetta eldgos skipti okkur geysimiklu máli. Einnig ákvað makríllinn að synda hingað til lands vegna hækkunar hitastigs sjávar og skipti það einnig miklu máli. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos eða flakkandi fiskistofn. Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Fimmföldum kvikmyndasjóð Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða. Það er dropi í haf ríkisfjármálanna þessa dagana. Við þurfum einnig að stórauka endurgreiðslur vegna kvikmynda- og sjónvarpsgerðar. Nú má endurgreiða úr ríkissjóði 25% af framleiðslukostnaði sem til fellur við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Endurgreiðslukerfið okkar hefur laðað hingað mörg stór verkefni og býr þannig til mun meiri pening en það sem það kerfi kostar. Það var skrýtin pólitík að skera niður fjárhæðir í endurgreiðslurnar um 30% í síðustu fjárlögum. Ég legg því til endurgreiðslurnar verði hækkaðar mikið. Mjög mikið. Ríkið mun verja allt að 50 milljörðum kr. í atvinnuleysisbætur á árinu, 38 milljarða kr. í hlutabótaleiðina og 25 milljarða kr. til viðbótar til að niðurgreiða uppsagnir fyrirtækja. Þetta eru yfir 110 milljarðar kr. Í þessu sambandi höfum við vel efni á að veðja á kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn sem til viðbótar býr til skattpeninga á móti. Býr til peninga Með gríðarlegri innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst á landsbyggðinni og í þeim geirum sem núna þjást hvað mest. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og sjónvarpsefnis sem þar er tekið. Kvikmyndaiðnaðurinn er næsti Eyjafjallajökull. Kvikmyndaiðnaðurinn er makríll framtíðarinnar. Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn er risastór á heimsvísu og við þurfum aðeins brot af honum til að koma okkur upp úr þessari kreppu. Önnur ríki hafa áttað sig á þessu og reyna stöðugt að laða slík verkefni til sín. Þarf að vera í næsta pakka Netflix hefur nú gefið út að Ísland sé eitt af fáum ríkjum heims sem er nú opið fyrir tökum þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Slík yfirlýsing skiptir miklu máli. En það þarf að bregðast hratt við slíku. Ég legg því til að í næsta „aðgerðarpakka“ ríkisstjórnarinnar verði kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í forgangi. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum pening til að búa til pening. Og búum til list og afþreyingu á heimsmælikvarða um leið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Stundum er hugmynd það góð að maður áttar sig ekki af hverju sé ekki löngu búið að framkvæma hana. En hvaða hugmynd gæti það verið? Núna stefnir Ísland í sína mestu kreppu í 100 ár. Því skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar og hugsa stórt. Hvað getur hjálpað okkur upp úr þessum öldudal? Eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna sem hingað streymdu í milljónum. Þetta eldgos skipti okkur geysimiklu máli. Einnig ákvað makríllinn að synda hingað til lands vegna hækkunar hitastigs sjávar og skipti það einnig miklu máli. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos eða flakkandi fiskistofn. Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Fimmföldum kvikmyndasjóð Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða. Það er dropi í haf ríkisfjármálanna þessa dagana. Við þurfum einnig að stórauka endurgreiðslur vegna kvikmynda- og sjónvarpsgerðar. Nú má endurgreiða úr ríkissjóði 25% af framleiðslukostnaði sem til fellur við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Endurgreiðslukerfið okkar hefur laðað hingað mörg stór verkefni og býr þannig til mun meiri pening en það sem það kerfi kostar. Það var skrýtin pólitík að skera niður fjárhæðir í endurgreiðslurnar um 30% í síðustu fjárlögum. Ég legg því til endurgreiðslurnar verði hækkaðar mikið. Mjög mikið. Ríkið mun verja allt að 50 milljörðum kr. í atvinnuleysisbætur á árinu, 38 milljarða kr. í hlutabótaleiðina og 25 milljarða kr. til viðbótar til að niðurgreiða uppsagnir fyrirtækja. Þetta eru yfir 110 milljarðar kr. Í þessu sambandi höfum við vel efni á að veðja á kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn sem til viðbótar býr til skattpeninga á móti. Býr til peninga Með gríðarlegri innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst á landsbyggðinni og í þeim geirum sem núna þjást hvað mest. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og sjónvarpsefnis sem þar er tekið. Kvikmyndaiðnaðurinn er næsti Eyjafjallajökull. Kvikmyndaiðnaðurinn er makríll framtíðarinnar. Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn er risastór á heimsvísu og við þurfum aðeins brot af honum til að koma okkur upp úr þessari kreppu. Önnur ríki hafa áttað sig á þessu og reyna stöðugt að laða slík verkefni til sín. Þarf að vera í næsta pakka Netflix hefur nú gefið út að Ísland sé eitt af fáum ríkjum heims sem er nú opið fyrir tökum þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Slík yfirlýsing skiptir miklu máli. En það þarf að bregðast hratt við slíku. Ég legg því til að í næsta „aðgerðarpakka“ ríkisstjórnarinnar verði kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í forgangi. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum pening til að búa til pening. Og búum til list og afþreyingu á heimsmælikvarða um leið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun