„Match of the Day“ þátturinn á BBC er farinn að undirbúa það að enska úrvalsdeildin byrji aftur helgina 12. til 14. júní.
Enska úrvalsdeildin á enn eftir að kjósa um það hvort að það eigi að klára leikina eða ekki en það lítur út fyrir að sviðsmyndin sé nú klár ákveði félögin að fara aftur af stað.
Fari svo að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað helgina 12. til 14. júní þá mun hún byrja um sömu helgi og Pepsi Max deild karla hefst.
Two months of uninterrupted games
— SPORTbible (@sportbible) May 11, 2020
Three-day weekends of games
Four midweek rounds
Plans to show all 92 games livehttps://t.co/ttLznSCZ5C
The Telegraph hefur heimildir fyrir því að breska ríkisútvarpinu hafi verið sagt að undirbúa sig fyrir tvo mánuði af ensku úrvalsdeildinni. Leikirnir munu fara fram á þremur dögum um hverja helgi, föstudegi til sunnudags, og að auki verða fjórar umferðir spilaðar í miðri viku.
Það á eftir að spila 92 leiki af ensku úrvalsdeildinni en fjögur lið eiga eftir tíu leiki og öll hin sextán eiga eftir að spila níu leiki.
Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið það út að deildirnar verði að klárast fyrir 2. ágúst.
Í sömu frétt er talað um það að enska bikarkeppnin verði spiluð með fram þessum umferðum og að bikarúrslitaleikurinn hafi verið settur á 7. ágúst.
Player contracts, testing positive, and getting players onboard: 10 issues for the Premier League to solve | @JBurtTelegraph https://t.co/9kRehWuheg
— Telegraph Football (@TeleFootball) May 11, 2020