Vill frekar nýta fjármagnið í störf en atvinnuleysisbætur Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 18:59 Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. Ásmundur var harðlega gagnrýndur af námsmönnum í gær eftir ummæli sem hann lét falla í Silfrinu, þar sem hann sagði alla vilja fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Ummælin féllu í grýttan jarðveg, þá sérstaklega hjá námsmönnum sem eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þúsundir námsmanna eru án vinnu í sumar og segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að þau störf sem boðuð hafa verið muni ekki duga fyrir þann fjölda sem er án vinnu. Í viðtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Ásmundur kerfið vera hugsað fyrir fólk sem er í virkri atvinnuleit. Hann vilji frekar byggja upp störf fyrir þennan hóp og koma ungu fólki í virkni samhliða vinnu. „Það gafst vel hér á árunum eftir efnahagshrunið með því að, í samstarfi sveitarfélaga og opinberra stofnana og eftir atvikum fleiri aðila, að þá myndum við nýta sama fjármagn til þess að byggja upp störf, skapa verðmæti og koma þessu unga fólki í virkni samhliða vinnu,“ sagði Ásmundur. Umræður sköpuðust um málið á Alþingi í dag og fullyrti Ásmundur að nú þegar væru 3.076 störf í pípunum. Atvinnuleysisbætur væru neyðarúrræði en hann vonaðist til að það gengi vel að útvega störf fyrir þá námsmenn sem eru án vinnu í sumar. Hann segir þó eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög óeðlilegt ef svo væri ekki. Mér finnst hins vegar ríkisstjórnin, hún er að fara sterk í gegnum þetta en auðvitað er þetta þannig að um einstaka atriði eru skiptar skoðanir en af festu erum við að taka hvern pakkann á fætur öðrum, við ætlum að komast saman í gegnum þetta og það er verkefni dag frá degi og viku frá viku og ríkisstjórnin er algjörlega samstíga hvað það snertir.“ Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23 „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. Ásmundur var harðlega gagnrýndur af námsmönnum í gær eftir ummæli sem hann lét falla í Silfrinu, þar sem hann sagði alla vilja fá fjármagn fyrir að „gera ekki neitt“. Ummælin féllu í grýttan jarðveg, þá sérstaklega hjá námsmönnum sem eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Þúsundir námsmanna eru án vinnu í sumar og segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, að þau störf sem boðuð hafa verið muni ekki duga fyrir þann fjölda sem er án vinnu. Í viðtali við Kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Ásmundur kerfið vera hugsað fyrir fólk sem er í virkri atvinnuleit. Hann vilji frekar byggja upp störf fyrir þennan hóp og koma ungu fólki í virkni samhliða vinnu. „Það gafst vel hér á árunum eftir efnahagshrunið með því að, í samstarfi sveitarfélaga og opinberra stofnana og eftir atvikum fleiri aðila, að þá myndum við nýta sama fjármagn til þess að byggja upp störf, skapa verðmæti og koma þessu unga fólki í virkni samhliða vinnu,“ sagði Ásmundur. Umræður sköpuðust um málið á Alþingi í dag og fullyrti Ásmundur að nú þegar væru 3.076 störf í pípunum. Atvinnuleysisbætur væru neyðarúrræði en hann vonaðist til að það gengi vel að útvega störf fyrir þá námsmenn sem eru án vinnu í sumar. Hann segir þó eðlilegt að það séu skiptar skoðanir á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög óeðlilegt ef svo væri ekki. Mér finnst hins vegar ríkisstjórnin, hún er að fara sterk í gegnum þetta en auðvitað er þetta þannig að um einstaka atriði eru skiptar skoðanir en af festu erum við að taka hvern pakkann á fætur öðrum, við ætlum að komast saman í gegnum þetta og það er verkefni dag frá degi og viku frá viku og ríkisstjórnin er algjörlega samstíga hvað það snertir.“
Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23 „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11. maí 2020 16:23
„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30