Alræmdur glæpaleiðtogi lést í fangelsi af völdum veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 22:42 Lögregla hafði hendur í hári Escamilla árið 2008. Vísir/Getty Moisés Escamilla May, alræmdur mexíkóskur glæpaleiðtogi, lést í fangelsi í Mexíkó á föstudag. Ástæðan var Covid-19, sjúkdómurinn sem kórónuveiran getur valdið. Escamilla, sem var 45 ára þegar hann lést, var leiðtogi hóps innan glæpagengisins Los Zetas. Hópurinn sem hann leiddi starfaði að mestu í Cancún í Mexíkó, sem er vinsæll ferðamannastaður. Raunar var hann sá umsvifamesti á kókaínmarkaði á svæðinu, þar til lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans árið 2008. Hann afplánaði 37 ára fangelsisdóm þegar hann lést. Dóminn hlaut hann meðal annars fyrir aðild sína að aftökum á 12 mönnum. Escamilla er á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagður hafa byrjað að finna fyrir erfiðleikum með öndun síðastliðinn miðvikudag. Hann lést tveimur dögum síðar, en mexíkósk stjórnvöld greindu ekki frá andláti hans fyrr en í dag. Alls hafa 35 þúsund tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest í Mexíkó. Samkvæmt opinberum tölum hafa 3.645 manns látið lífið af völdum hennar. Hafa varað við aðbúnaði í fangelsum Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að aðbúnaður í fangelsum rómönsku Ameríku, sem oft á tíðum er ansi slæmur, geti valdið því að kórónuveiran breiðist óáreitt út milli fanga og starfsmanna fangelsa. Þannig verði fangelsin eins konar gróðrarstía veirunnar. Ástandið í fangelsum þessa heimshluta hefur valdið uppþotum meðal fanga í Venesúela, Kólumbíu og Perú. Fangar telja fangelsisyfirvöld ekki hafa gert nóg til þess að draga úr hættu á útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsanna. Þá hafa mexíkósk lög sem veitt hafa ákveðnum hópi fanga sakaruppgjöf, til þess að draga úr álagi á fangelsi, mætt harðri gagnrýni aðgerðasinna sem telja að ekki sé nógu langt gengið til þess að tryggja öryggi fanga. Mexíkó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Moisés Escamilla May, alræmdur mexíkóskur glæpaleiðtogi, lést í fangelsi í Mexíkó á föstudag. Ástæðan var Covid-19, sjúkdómurinn sem kórónuveiran getur valdið. Escamilla, sem var 45 ára þegar hann lést, var leiðtogi hóps innan glæpagengisins Los Zetas. Hópurinn sem hann leiddi starfaði að mestu í Cancún í Mexíkó, sem er vinsæll ferðamannastaður. Raunar var hann sá umsvifamesti á kókaínmarkaði á svæðinu, þar til lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans árið 2008. Hann afplánaði 37 ára fangelsisdóm þegar hann lést. Dóminn hlaut hann meðal annars fyrir aðild sína að aftökum á 12 mönnum. Escamilla er á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagður hafa byrjað að finna fyrir erfiðleikum með öndun síðastliðinn miðvikudag. Hann lést tveimur dögum síðar, en mexíkósk stjórnvöld greindu ekki frá andláti hans fyrr en í dag. Alls hafa 35 þúsund tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest í Mexíkó. Samkvæmt opinberum tölum hafa 3.645 manns látið lífið af völdum hennar. Hafa varað við aðbúnaði í fangelsum Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að aðbúnaður í fangelsum rómönsku Ameríku, sem oft á tíðum er ansi slæmur, geti valdið því að kórónuveiran breiðist óáreitt út milli fanga og starfsmanna fangelsa. Þannig verði fangelsin eins konar gróðrarstía veirunnar. Ástandið í fangelsum þessa heimshluta hefur valdið uppþotum meðal fanga í Venesúela, Kólumbíu og Perú. Fangar telja fangelsisyfirvöld ekki hafa gert nóg til þess að draga úr hættu á útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsanna. Þá hafa mexíkósk lög sem veitt hafa ákveðnum hópi fanga sakaruppgjöf, til þess að draga úr álagi á fangelsi, mætt harðri gagnrýni aðgerðasinna sem telja að ekki sé nógu langt gengið til þess að tryggja öryggi fanga.
Mexíkó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira