Faraldur í rénun, eða hvað? Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 12. maí 2020 11:00 Eftir langan og strangan vetur er vorið komið, sólin skín og náttúran vaknar til lífsins. Við virðumst líka hafa náð stjórn á COVID-19, örfá smit, ef einhver, greinast, örfáir eru á spítala og enginn hefur verið á gjörgæslu í nokkurn tíma. Við náðum að verja fjölmörg mannslíf. Það er samt þannig að það horfir ekki til betri vegar hjá öllum. Því miður getum við ekki öll hrist af okkur veturinn og skilið hann eftir í reynslubankanum. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum til barnaverndarnefnda í apríl og samanburður við bæði mars og síðustu 14 mánuði þar á undan gefur vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins um langt skeið. Áfram fjölgar tilkynningum Tilkynningar til barnaverndarnefnda í mars voru 5% fleiri en að meðaltali síðustu 14 mánuði þar á undan. Í apríl er fjölgunin komin upp í 10%. Það bendir því allt til þess að faraldurinn hafi í för með sér fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda. Þó fjölgunin sé ekki gríðarleg þá virðist hún vera stöðug og vaxandi. Hrun í tilkynningum frá skólum en ekki leikskólum Það kemur ekki á óvart, en veldur samt áhyggjum, að sárafáar tilkynningar bárust frá skólum barna í apríl. Skólinn gat þannig ekki verið það öryggisnet sem hann er venjulega. Voru tilkynningar frá skólum í apríl þannig ríflega helmingi færri en að meðaltali á samanburðartímabili. Tilkynningum frá skólum fækkar alltaf verulega þegar skólastarf liggur niðri yfir sumarmánuði og eru því yfirleitt yfir meðaltali þá mánuði sem skólar eru starfandi. Það vekur athygli að þrátt fyrir þetta eru tilkynningar um vanrækslu varðandi nám töluvert yfir meðaltali á samanburðartímabili. Það er líka vegar áhugavert að sjá að tilkynningar frá leikskólum voru yfir meðaltali samanborið við mánuðina fyrir faraldurinn. Er þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að hlutfallslega var fleiri leikskólabörnum en grunnskólabörnum haldið heima á meðan skert þjónusta var í skólum og leikskólum. Þrátt fyrir það virðist faraldurinn hafa meiri áhrif á fjölda tilkynninga frá skólum en leikskólum. Góðir grannar Þegar greint er hverjir tilkynna sést að hinn almenni borgari tekur alvarlega skyldu sína að láta vita af aðstæðum barna. Tilkynningum frá nágrönnum fjölgar þannig um 48% milli mars og apríl og eru meira en helmingi fleiri en bárust að meðaltali í mánuði áður en faraldurinn skall á. Einnig er fjöldi tilkynninga frá öðrum aðilum, sem ekki tengjast barninu beint, yfir meðaltali annan mánuðinn í röð. Það er sérstaklega þakkarvert að almenningur skuli taka tilkynningarskylduna svona alvarlega og bregðist við þegar börn þurfa aðstoð. Við sjáum líka að tilkynningar frá foreldrum hafa verið yfir meðaltali síðan faraldurinn skall á. Einnig fjölgar tilkynningum frá lögreglu verulega milli mánaða í Reykjavík og voru í apríl töluvert fleiri en borist hafa í einum mánuði áður. Aukið alvarleikastig Það eru líka sterkar vísbendingar um að neyðin sé að aukast, málin séu í meira mæli aðkallandi en fyrir faraldurinn. Þetta sést meðal annars í því að tilkynningum, sem berast gegnum neyðarnúmerið 112, fjölgar gríðarlega. Þar er fjölgunin um 76% samanborið við meðaltal síðustu 14 mánaða fyrir faraldur. Börnum í bráðri hættu fjölgar Allt bendir líka til þess að börnum í yfirvofandi hættu sé að fjölga. Alls bárust 90 tilkynningar í apríl þar sem tilkynnandi taldi barn vera í bráðri hættu og er um að ræða rúmlega 60% fjölgun miðað við meðaltal á samanburðartímabili og nánast fjórðungsfjölgun miðað við mars 2020. Þessi fjölgun veitir sterka vísbendingu um að aðstæður barna séu að versna til muna og að viðbrögð til að stemma stigu við faraldrinum hafi haft mikil áhrif á aðbúnað barna. Tilkynnt um aukið ofbeldi og vanrækslu Annan mánuðinn í röð bárust barnaverndarnefndum um fjórðungi fleiri tilkynningar um ofbeldi gagnvart börnum en bárust að meðaltali mánuðina fyrir faraldur. Nánari greining sýnir að sérstaklega virðist fjölga tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi gagnvart börnum. Fjölgar slíkum tilkynningum nánast um helming milli mánaða og hærri en áður hafa borist á einum mánuði. Einnig fjölgar tilkynningum um líkamlegt ofbeldi annars staðar en á landsbyggð. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar einnig verulega, bæði samanborið við mars 2020 og síðustu 14 mánuði þar á undan. Áfram eru einnig vísbendingar um að vanræksla á börnum sé að aukast. Sérstaklega fjölgar tilkynningum um vanrækslu í umsjón og eftirliti. Einnig eru tilkynningar um að foreldrar séu í neyslu, líkamlega vanrækslu og tilfinningalega vanrækslu yfir meðaltali samanborið við mánuðina fyrir faraldur. Faraldur sem ekki fer Tilkynning til barnaverndarnefndar um ofbeldi eða vanrækslu er grundvöllur þess að hægt sé að koma barni til hjálpar. Tilkynningin er hins vegar fyrsta skrefið á löngu ferli. Það þarf að kanna málið, skoða aðstæður barnsins og meta hvort tilkynningin á við rök að styðjast. En tilkynningin er líka fyrsta skrefið á bataferlinu, stuðningnum og hjálpinni. Flestir anda léttar nú og horfa vongóðir á bjartari tíð, eru komnir í „eftir COVID“. Við í barnaverndinni eigum hins vegar langt í land, faraldurinn sem við berjumst við er hvergi nærri búinn. Einkenni hans eru annars konar; tætt börn, brotnar fjölskyldur, ráðalausir foreldrar. Ekki er til töfralyf við þessum faraldri frekar en þeim sem er að ljúka en í okkar tösku er fjöldi tækja og tóla sem við vitum að virka. Því miður er þetta ekki faraldur sem kemur og fer. Ofbeldi og vanræksla er fasti í íslensku samfélagi sem mikilvægt er að bregðast við, óháð heimsfaröldrum veira og farsótta. Sofnum ekki á verðinum og hættum ekki að tilkynna um bágar aðstæður barna eða hugsanlegt ofbeldi gegn þeim þó COVID faraldurinn virðist í rénun. Áfram treystum við í barnaverndinni á ykkur að láta okkur vita af börnum sem eiga um sárt að binda. Höfundur er forstjóri Barnaverndarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eftir langan og strangan vetur er vorið komið, sólin skín og náttúran vaknar til lífsins. Við virðumst líka hafa náð stjórn á COVID-19, örfá smit, ef einhver, greinast, örfáir eru á spítala og enginn hefur verið á gjörgæslu í nokkurn tíma. Við náðum að verja fjölmörg mannslíf. Það er samt þannig að það horfir ekki til betri vegar hjá öllum. Því miður getum við ekki öll hrist af okkur veturinn og skilið hann eftir í reynslubankanum. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum til barnaverndarnefnda í apríl og samanburður við bæði mars og síðustu 14 mánuði þar á undan gefur vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins um langt skeið. Áfram fjölgar tilkynningum Tilkynningar til barnaverndarnefnda í mars voru 5% fleiri en að meðaltali síðustu 14 mánuði þar á undan. Í apríl er fjölgunin komin upp í 10%. Það bendir því allt til þess að faraldurinn hafi í för með sér fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda. Þó fjölgunin sé ekki gríðarleg þá virðist hún vera stöðug og vaxandi. Hrun í tilkynningum frá skólum en ekki leikskólum Það kemur ekki á óvart, en veldur samt áhyggjum, að sárafáar tilkynningar bárust frá skólum barna í apríl. Skólinn gat þannig ekki verið það öryggisnet sem hann er venjulega. Voru tilkynningar frá skólum í apríl þannig ríflega helmingi færri en að meðaltali á samanburðartímabili. Tilkynningum frá skólum fækkar alltaf verulega þegar skólastarf liggur niðri yfir sumarmánuði og eru því yfirleitt yfir meðaltali þá mánuði sem skólar eru starfandi. Það vekur athygli að þrátt fyrir þetta eru tilkynningar um vanrækslu varðandi nám töluvert yfir meðaltali á samanburðartímabili. Það er líka vegar áhugavert að sjá að tilkynningar frá leikskólum voru yfir meðaltali samanborið við mánuðina fyrir faraldurinn. Er þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að hlutfallslega var fleiri leikskólabörnum en grunnskólabörnum haldið heima á meðan skert þjónusta var í skólum og leikskólum. Þrátt fyrir það virðist faraldurinn hafa meiri áhrif á fjölda tilkynninga frá skólum en leikskólum. Góðir grannar Þegar greint er hverjir tilkynna sést að hinn almenni borgari tekur alvarlega skyldu sína að láta vita af aðstæðum barna. Tilkynningum frá nágrönnum fjölgar þannig um 48% milli mars og apríl og eru meira en helmingi fleiri en bárust að meðaltali í mánuði áður en faraldurinn skall á. Einnig er fjöldi tilkynninga frá öðrum aðilum, sem ekki tengjast barninu beint, yfir meðaltali annan mánuðinn í röð. Það er sérstaklega þakkarvert að almenningur skuli taka tilkynningarskylduna svona alvarlega og bregðist við þegar börn þurfa aðstoð. Við sjáum líka að tilkynningar frá foreldrum hafa verið yfir meðaltali síðan faraldurinn skall á. Einnig fjölgar tilkynningum frá lögreglu verulega milli mánaða í Reykjavík og voru í apríl töluvert fleiri en borist hafa í einum mánuði áður. Aukið alvarleikastig Það eru líka sterkar vísbendingar um að neyðin sé að aukast, málin séu í meira mæli aðkallandi en fyrir faraldurinn. Þetta sést meðal annars í því að tilkynningum, sem berast gegnum neyðarnúmerið 112, fjölgar gríðarlega. Þar er fjölgunin um 76% samanborið við meðaltal síðustu 14 mánaða fyrir faraldur. Börnum í bráðri hættu fjölgar Allt bendir líka til þess að börnum í yfirvofandi hættu sé að fjölga. Alls bárust 90 tilkynningar í apríl þar sem tilkynnandi taldi barn vera í bráðri hættu og er um að ræða rúmlega 60% fjölgun miðað við meðaltal á samanburðartímabili og nánast fjórðungsfjölgun miðað við mars 2020. Þessi fjölgun veitir sterka vísbendingu um að aðstæður barna séu að versna til muna og að viðbrögð til að stemma stigu við faraldrinum hafi haft mikil áhrif á aðbúnað barna. Tilkynnt um aukið ofbeldi og vanrækslu Annan mánuðinn í röð bárust barnaverndarnefndum um fjórðungi fleiri tilkynningar um ofbeldi gagnvart börnum en bárust að meðaltali mánuðina fyrir faraldur. Nánari greining sýnir að sérstaklega virðist fjölga tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi gagnvart börnum. Fjölgar slíkum tilkynningum nánast um helming milli mánaða og hærri en áður hafa borist á einum mánuði. Einnig fjölgar tilkynningum um líkamlegt ofbeldi annars staðar en á landsbyggð. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar einnig verulega, bæði samanborið við mars 2020 og síðustu 14 mánuði þar á undan. Áfram eru einnig vísbendingar um að vanræksla á börnum sé að aukast. Sérstaklega fjölgar tilkynningum um vanrækslu í umsjón og eftirliti. Einnig eru tilkynningar um að foreldrar séu í neyslu, líkamlega vanrækslu og tilfinningalega vanrækslu yfir meðaltali samanborið við mánuðina fyrir faraldur. Faraldur sem ekki fer Tilkynning til barnaverndarnefndar um ofbeldi eða vanrækslu er grundvöllur þess að hægt sé að koma barni til hjálpar. Tilkynningin er hins vegar fyrsta skrefið á löngu ferli. Það þarf að kanna málið, skoða aðstæður barnsins og meta hvort tilkynningin á við rök að styðjast. En tilkynningin er líka fyrsta skrefið á bataferlinu, stuðningnum og hjálpinni. Flestir anda léttar nú og horfa vongóðir á bjartari tíð, eru komnir í „eftir COVID“. Við í barnaverndinni eigum hins vegar langt í land, faraldurinn sem við berjumst við er hvergi nærri búinn. Einkenni hans eru annars konar; tætt börn, brotnar fjölskyldur, ráðalausir foreldrar. Ekki er til töfralyf við þessum faraldri frekar en þeim sem er að ljúka en í okkar tösku er fjöldi tækja og tóla sem við vitum að virka. Því miður er þetta ekki faraldur sem kemur og fer. Ofbeldi og vanræksla er fasti í íslensku samfélagi sem mikilvægt er að bregðast við, óháð heimsfaröldrum veira og farsótta. Sofnum ekki á verðinum og hættum ekki að tilkynna um bágar aðstæður barna eða hugsanlegt ofbeldi gegn þeim þó COVID faraldurinn virðist í rénun. Áfram treystum við í barnaverndinni á ykkur að láta okkur vita af börnum sem eiga um sárt að binda. Höfundur er forstjóri Barnaverndarstofu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun