Fordómar koma niður á viðbrögðum við nýjum smitum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 08:15 Íbúar Seoul bíða eftir því að komast í próf fyrir Covid-19. AP/Choi Jea Gu Á meðan yfirvöld Suður-Kóreu reyna að bregðast við nýjum smitum af Covid-19 sem tengjast skemmtistöðum í Seoul, hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki komið niður á baráttunni. Hótanir og áreiti hefur leitt til þess að fólk forðast að gangast próf. Smitin nýju hafa verið rakin til 29 ára gamals manns sem sótti fimm skemmtistaði í höfuðborginni um þar síðustu helgi. Hann greindist svo með Covid-19 á miðvikudaginn í síðustu viku. Síðan þá hafa á tvö hundruð smit verið rakin til mannsins, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Yfirvöld Seoul segja að ekki hafi náðst í rúmlega þrjú þúsund manns sem sóttu skemmtistaðina sem um ræðir. Forsvarsmenn bara og skemmtistaða fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækjunum var þó lokað aftur eftir að nýju smitin komu í ljós. Sjá einnig: Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Í dagblaðinu Kookmin Ilbo, sem rekið er af kirkju, kom svo fram í síðustu viku að meðal staðanna sem maðurinn sótti væri minnst einn samkomustaður samkynhneigðra. Í kjölfar þess varð holskefla fordóma ljós á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þar sem manninum og öðrum sem sóttu þennan tiltekna skemmtistað var meðal annars kennt um að hamla baráttunni gegn veirunni. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af því að fordómar komin niður á viðbrögðunum er Chung Sye Kyun, forsætisráðherra. Embættismenn í heilbrigðiskerfi landsins hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum. Eins og AP fréttaveitan bendir á er Suður-Kórea mjög íhaldssamt ríki og eru hjónabönd samkynja einstaklinga til að mynda ekki lögleg. Framkvæmdastjóri Chinguisai, réttindasamtaka samkynhneigðra í Suður-Kóreu, segir að honum hafi ekki borist fregnir af árásum á samkynhneigða en margir hafi hringt í sig og sagst hafa áhyggjur af því að hafa samkynhneigð þerra verði opinberuð. Aðrir eru sagðir óttast að verða fyrir fordómum í vinnu, verði viðkomandi skipaðir í sóttkví. Þar skiptir í raun ekki máli hvort viðkomandi sé í raun samkynhneigður eða ekki. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Á meðan yfirvöld Suður-Kóreu reyna að bregðast við nýjum smitum af Covid-19 sem tengjast skemmtistöðum í Seoul, hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki komið niður á baráttunni. Hótanir og áreiti hefur leitt til þess að fólk forðast að gangast próf. Smitin nýju hafa verið rakin til 29 ára gamals manns sem sótti fimm skemmtistaði í höfuðborginni um þar síðustu helgi. Hann greindist svo með Covid-19 á miðvikudaginn í síðustu viku. Síðan þá hafa á tvö hundruð smit verið rakin til mannsins, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Yfirvöld Seoul segja að ekki hafi náðst í rúmlega þrjú þúsund manns sem sóttu skemmtistaðina sem um ræðir. Forsvarsmenn bara og skemmtistaða fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækjunum var þó lokað aftur eftir að nýju smitin komu í ljós. Sjá einnig: Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Í dagblaðinu Kookmin Ilbo, sem rekið er af kirkju, kom svo fram í síðustu viku að meðal staðanna sem maðurinn sótti væri minnst einn samkomustaður samkynhneigðra. Í kjölfar þess varð holskefla fordóma ljós á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þar sem manninum og öðrum sem sóttu þennan tiltekna skemmtistað var meðal annars kennt um að hamla baráttunni gegn veirunni. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af því að fordómar komin niður á viðbrögðunum er Chung Sye Kyun, forsætisráðherra. Embættismenn í heilbrigðiskerfi landsins hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum. Eins og AP fréttaveitan bendir á er Suður-Kórea mjög íhaldssamt ríki og eru hjónabönd samkynja einstaklinga til að mynda ekki lögleg. Framkvæmdastjóri Chinguisai, réttindasamtaka samkynhneigðra í Suður-Kóreu, segir að honum hafi ekki borist fregnir af árásum á samkynhneigða en margir hafi hringt í sig og sagst hafa áhyggjur af því að hafa samkynhneigð þerra verði opinberuð. Aðrir eru sagðir óttast að verða fyrir fordómum í vinnu, verði viðkomandi skipaðir í sóttkví. Þar skiptir í raun ekki máli hvort viðkomandi sé í raun samkynhneigður eða ekki.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira