Bubbi, sagan og fyrrverandi Rannveig Borg skrifar 12. maí 2020 17:00 Þetta með Bubba og sígarettuna er einstaklega táknrænt í ljósi sögunnar. Stundum þarf talsverða fjarlægð frá aðstæðum til að sjá þær í réttu ljósi. Við erum búin að setja sígarettuna á sinn stað. Þó var ekki bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi fyrr en 2007. Það er því ekki ýkja langt síðan það þótti sjálfsagt og jafnvel töff að reykja með tilheyrandi reykingalykt í partýjum, á skemmtistöðum, á skrifstofum, í bílum og inni á heimilum. Ég var líka Bubbi um tíma en er löngu hætt og sé eftir að hafa verið hann. Þróun reykinga sést best þegar bornar eru saman kvikmyndir síðustu áratuga. Hvað breyttist? Vöknuðum við allt í einu og áttuðum okkur á að það væri ekki lengur svalt að reykja? Að það væri vond lykt af sígarettum, þær væru ávanabindandi, krabbameinsvaldandi og almennt heilsuspillandi? Til að við almenningur tæki við sér þurfti raunar að setja lög til að minnka framboð, eftirspurn og aðgengi að svæðum til að reykja á. Banna sígarettuauglýsingar, reykingar á vinnustöðum og skemmtistöðum og hækka skatta á tóbaki. Einnig setja áberandi merkingar um skaðsemi reykinga á pakkningar. Þurfti virkilega að þvinga okkur til að hætta að reykja? Ég ákvað fyrir nokkru að taka fjarlægð frá fyrrverandi þótt flestir segðu að hann væri æði - nema kannski þeir sem höfðu játað sig sigraða fyrir Guði og mönnum - . Ég áttaði mig á að hann gerði mér ekkert gott. Þegar ég var komin með ákveðna fjarlægð og sá hann í betra ljósi ákvað ég að lesa mér til og gekk svo langt að setjast á (há)skólabekk til að fræðast til um hann og hans líka. Ekki gat ég lesið um innihaldið á umbúðunum – þar stendur bara einhver prósentutala. Staðreyndirnar tala sínu máli. Hann er ávanabindandi, heilsuspillandi, krabbameinsvaldandi og dregur að meðaltali 3 milljónir manna á ári til dauða – þar af 12.6% af völdum krabbameina árið 2016. Samkvæmt fjölda rannsókna er hann eitt hættulegasta eiturlyfið. Nýjustu rannsóknir hrekja það sem við höfðum áður talið – hann er líka hættulegur í hófi. Á-i. En hann er svalur. Hrikalega svalur. Ég fylgi háttvirtum dómsmálaráðherra á Instagram sem sýnir sig stolt með honum í sparifötunum. Landlæknir talar um hann spariklæddan og freyðandi sem uppáhald. Lækna-Tómas fagnaði með honum nýlega á Facebook. Það getur vel verið að ég verði í einhverjum samskiptum við hann aftur seinna – sérstaklega við hátíðleg tilefni. Ég verð jú að falla í hópinn og halda kúlinu. Aftur á móti spyr ég mig. Sá sem á mynd af sér árið 2050 með drykk í hendi verður hann kannski Bubbi? Heimildir: 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/274603/9789241565639-eng.pdf?ua=1 2. https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/classification-psychoactive-substances 3. http://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/alcohol-use/news/news/2018/09/there-is-no-safe-level-of-alcohol,-new-study-confirms Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Rannveig Borg Sigurðardóttir Tengdar fréttir Hæpin auglýsing Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel. 11. maí 2020 13:00 Stóra Bubbamálið krufið Bítið er á sínum stað á þessum bjarta föstudagsmorgni. 8. maí 2020 06:51 Bannað að birta mynd af Bubba með sígó á gafli Borgó Bubbi Morthens segir að lögin meini Borgarleikhúsinu að birta mynd af sér með sígarettu í munnvikinu. 7. maí 2020 15:14 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þetta með Bubba og sígarettuna er einstaklega táknrænt í ljósi sögunnar. Stundum þarf talsverða fjarlægð frá aðstæðum til að sjá þær í réttu ljósi. Við erum búin að setja sígarettuna á sinn stað. Þó var ekki bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi fyrr en 2007. Það er því ekki ýkja langt síðan það þótti sjálfsagt og jafnvel töff að reykja með tilheyrandi reykingalykt í partýjum, á skemmtistöðum, á skrifstofum, í bílum og inni á heimilum. Ég var líka Bubbi um tíma en er löngu hætt og sé eftir að hafa verið hann. Þróun reykinga sést best þegar bornar eru saman kvikmyndir síðustu áratuga. Hvað breyttist? Vöknuðum við allt í einu og áttuðum okkur á að það væri ekki lengur svalt að reykja? Að það væri vond lykt af sígarettum, þær væru ávanabindandi, krabbameinsvaldandi og almennt heilsuspillandi? Til að við almenningur tæki við sér þurfti raunar að setja lög til að minnka framboð, eftirspurn og aðgengi að svæðum til að reykja á. Banna sígarettuauglýsingar, reykingar á vinnustöðum og skemmtistöðum og hækka skatta á tóbaki. Einnig setja áberandi merkingar um skaðsemi reykinga á pakkningar. Þurfti virkilega að þvinga okkur til að hætta að reykja? Ég ákvað fyrir nokkru að taka fjarlægð frá fyrrverandi þótt flestir segðu að hann væri æði - nema kannski þeir sem höfðu játað sig sigraða fyrir Guði og mönnum - . Ég áttaði mig á að hann gerði mér ekkert gott. Þegar ég var komin með ákveðna fjarlægð og sá hann í betra ljósi ákvað ég að lesa mér til og gekk svo langt að setjast á (há)skólabekk til að fræðast til um hann og hans líka. Ekki gat ég lesið um innihaldið á umbúðunum – þar stendur bara einhver prósentutala. Staðreyndirnar tala sínu máli. Hann er ávanabindandi, heilsuspillandi, krabbameinsvaldandi og dregur að meðaltali 3 milljónir manna á ári til dauða – þar af 12.6% af völdum krabbameina árið 2016. Samkvæmt fjölda rannsókna er hann eitt hættulegasta eiturlyfið. Nýjustu rannsóknir hrekja það sem við höfðum áður talið – hann er líka hættulegur í hófi. Á-i. En hann er svalur. Hrikalega svalur. Ég fylgi háttvirtum dómsmálaráðherra á Instagram sem sýnir sig stolt með honum í sparifötunum. Landlæknir talar um hann spariklæddan og freyðandi sem uppáhald. Lækna-Tómas fagnaði með honum nýlega á Facebook. Það getur vel verið að ég verði í einhverjum samskiptum við hann aftur seinna – sérstaklega við hátíðleg tilefni. Ég verð jú að falla í hópinn og halda kúlinu. Aftur á móti spyr ég mig. Sá sem á mynd af sér árið 2050 með drykk í hendi verður hann kannski Bubbi? Heimildir: 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/274603/9789241565639-eng.pdf?ua=1 2. https://www.globalcommissionondrugs.org/reports/classification-psychoactive-substances 3. http://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/alcohol-use/news/news/2018/09/there-is-no-safe-level-of-alcohol,-new-study-confirms
Hæpin auglýsing Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel. 11. maí 2020 13:00
Bannað að birta mynd af Bubba með sígó á gafli Borgó Bubbi Morthens segir að lögin meini Borgarleikhúsinu að birta mynd af sér með sígarettu í munnvikinu. 7. maí 2020 15:14
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun