Egill segir frá baráttu sinni við kvíða: „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum“ Andri Eysteinsson skrifar 12. maí 2020 23:39 Egill Helgason sjónvarpsmaður Vísir/Vilhelm Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því í pistli á Facebook síðu sinni í kvöld að hann hafi glímt við kvíða. Egill segir kvíðan vera helvítis mel og ástandið sé líkast því að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Egill sem hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Silfrinu, áður Silfri Egils, og Kiljunni til margra ára á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum skrifar um kvíðann. „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjurnar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni,“ skrifar Egill. Í samtali við DV sagði Egill að tíminn frá lokum apríl 2019 hafi verið sérlega erfiður. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en dottið í niðursveiflu að nýju. „Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram,“ skrifar Egill. Viðbrögðin við færslu Egils láta ekki á sér standa. Egill er vinmargur og hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Margir senda Agli baráttukveðjur og aðrir þakka honum fyrir að vera svo einlægur. Kærleikskveðjur streyma úr öllum áttum. „Mikið er ég þakklát að miðaldra, dáður, gáfaður, hæfileikaríkur og norrænn maður skuli deila líðan sinni á svona heiðarlegan hátt þannig að það snertir okkur öll. Þetta eykur lýðheilsu þjóðar. Takk og gangi þér vel minn kæri,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Margir tengja við hugsanir Egils. „Vá hvað er gott að fá þetta, svo nákvæmlega svona..... nákvæmlega, takk kærlega elsku vinur,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson talar á svipuðum nótum. „Hjartans þakkir fyrir að deila þessu. Margir kannast við þetta en kunna ekki að koma í orð.“ Söngkonan Svala Björgvins sendir Agli hlýja strauma. „Takk fyrir þessi orð! ég tengi mikið við kvíðann og þetta er oft mjög erfitt og hundleiðinlegt að díla við þetta mikilvægt að halda í þakklætið og núvitundina og hógværðina! og gott að vita að maður er svo sannarlega ekki einn að díla við þetta skrímsli sem kvíðinn getur verið stundum!hugee knús á þig og alla sem díla við þetta.“ Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hvetur Egil til að hvíla sig. „Þetta er innbyggt úr þróunarsögunni, þessi andskoti. Svo við finnum næsta loðfíl. Maður reynir að sussa á þetta og banna því að fiska sér ljótar hugsanir. Hvíldu þig, þú ert örugglega dauðþreyttur. Hefur gefið of mikið af sjálfum þér í allan vetur og áratugum saman. Sviðsljósið slítur manni.“ Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sendir Agli fallega kveðju og segir „Takk fyrir hugrekkið og ljóslifandi lýsingu. Við gerum öll ómannlegar kröfur til þín og kannski þú líka, enda ertu afburðamaður….Gangii þér vel, við stöndum öll með þér eins og klettur.“ Geðheilbrigði Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því í pistli á Facebook síðu sinni í kvöld að hann hafi glímt við kvíða. Egill segir kvíðan vera helvítis mel og ástandið sé líkast því að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Egill sem hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Silfrinu, áður Silfri Egils, og Kiljunni til margra ára á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum skrifar um kvíðann. „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjurnar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni,“ skrifar Egill. Í samtali við DV sagði Egill að tíminn frá lokum apríl 2019 hafi verið sérlega erfiður. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en dottið í niðursveiflu að nýju. „Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram,“ skrifar Egill. Viðbrögðin við færslu Egils láta ekki á sér standa. Egill er vinmargur og hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Margir senda Agli baráttukveðjur og aðrir þakka honum fyrir að vera svo einlægur. Kærleikskveðjur streyma úr öllum áttum. „Mikið er ég þakklát að miðaldra, dáður, gáfaður, hæfileikaríkur og norrænn maður skuli deila líðan sinni á svona heiðarlegan hátt þannig að það snertir okkur öll. Þetta eykur lýðheilsu þjóðar. Takk og gangi þér vel minn kæri,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Margir tengja við hugsanir Egils. „Vá hvað er gott að fá þetta, svo nákvæmlega svona..... nákvæmlega, takk kærlega elsku vinur,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson talar á svipuðum nótum. „Hjartans þakkir fyrir að deila þessu. Margir kannast við þetta en kunna ekki að koma í orð.“ Söngkonan Svala Björgvins sendir Agli hlýja strauma. „Takk fyrir þessi orð! ég tengi mikið við kvíðann og þetta er oft mjög erfitt og hundleiðinlegt að díla við þetta mikilvægt að halda í þakklætið og núvitundina og hógværðina! og gott að vita að maður er svo sannarlega ekki einn að díla við þetta skrímsli sem kvíðinn getur verið stundum!hugee knús á þig og alla sem díla við þetta.“ Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hvetur Egil til að hvíla sig. „Þetta er innbyggt úr þróunarsögunni, þessi andskoti. Svo við finnum næsta loðfíl. Maður reynir að sussa á þetta og banna því að fiska sér ljótar hugsanir. Hvíldu þig, þú ert örugglega dauðþreyttur. Hefur gefið of mikið af sjálfum þér í allan vetur og áratugum saman. Sviðsljósið slítur manni.“ Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sendir Agli fallega kveðju og segir „Takk fyrir hugrekkið og ljóslifandi lýsingu. Við gerum öll ómannlegar kröfur til þín og kannski þú líka, enda ertu afburðamaður….Gangii þér vel, við stöndum öll með þér eins og klettur.“
Geðheilbrigði Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira