Egill segir frá baráttu sinni við kvíða: „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum“ Andri Eysteinsson skrifar 12. maí 2020 23:39 Egill Helgason sjónvarpsmaður Vísir/Vilhelm Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því í pistli á Facebook síðu sinni í kvöld að hann hafi glímt við kvíða. Egill segir kvíðan vera helvítis mel og ástandið sé líkast því að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Egill sem hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Silfrinu, áður Silfri Egils, og Kiljunni til margra ára á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum skrifar um kvíðann. „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjurnar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni,“ skrifar Egill. Í samtali við DV sagði Egill að tíminn frá lokum apríl 2019 hafi verið sérlega erfiður. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en dottið í niðursveiflu að nýju. „Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram,“ skrifar Egill. Viðbrögðin við færslu Egils láta ekki á sér standa. Egill er vinmargur og hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Margir senda Agli baráttukveðjur og aðrir þakka honum fyrir að vera svo einlægur. Kærleikskveðjur streyma úr öllum áttum. „Mikið er ég þakklát að miðaldra, dáður, gáfaður, hæfileikaríkur og norrænn maður skuli deila líðan sinni á svona heiðarlegan hátt þannig að það snertir okkur öll. Þetta eykur lýðheilsu þjóðar. Takk og gangi þér vel minn kæri,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Margir tengja við hugsanir Egils. „Vá hvað er gott að fá þetta, svo nákvæmlega svona..... nákvæmlega, takk kærlega elsku vinur,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson talar á svipuðum nótum. „Hjartans þakkir fyrir að deila þessu. Margir kannast við þetta en kunna ekki að koma í orð.“ Söngkonan Svala Björgvins sendir Agli hlýja strauma. „Takk fyrir þessi orð! ég tengi mikið við kvíðann og þetta er oft mjög erfitt og hundleiðinlegt að díla við þetta mikilvægt að halda í þakklætið og núvitundina og hógværðina! og gott að vita að maður er svo sannarlega ekki einn að díla við þetta skrímsli sem kvíðinn getur verið stundum!hugee knús á þig og alla sem díla við þetta.“ Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hvetur Egil til að hvíla sig. „Þetta er innbyggt úr þróunarsögunni, þessi andskoti. Svo við finnum næsta loðfíl. Maður reynir að sussa á þetta og banna því að fiska sér ljótar hugsanir. Hvíldu þig, þú ert örugglega dauðþreyttur. Hefur gefið of mikið af sjálfum þér í allan vetur og áratugum saman. Sviðsljósið slítur manni.“ Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sendir Agli fallega kveðju og segir „Takk fyrir hugrekkið og ljóslifandi lýsingu. Við gerum öll ómannlegar kröfur til þín og kannski þú líka, enda ertu afburðamaður….Gangii þér vel, við stöndum öll með þér eins og klettur.“ Geðheilbrigði Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því í pistli á Facebook síðu sinni í kvöld að hann hafi glímt við kvíða. Egill segir kvíðan vera helvítis mel og ástandið sé líkast því að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Egill sem hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Silfrinu, áður Silfri Egils, og Kiljunni til margra ára á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum skrifar um kvíðann. „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjurnar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni,“ skrifar Egill. Í samtali við DV sagði Egill að tíminn frá lokum apríl 2019 hafi verið sérlega erfiður. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en dottið í niðursveiflu að nýju. „Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram,“ skrifar Egill. Viðbrögðin við færslu Egils láta ekki á sér standa. Egill er vinmargur og hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Margir senda Agli baráttukveðjur og aðrir þakka honum fyrir að vera svo einlægur. Kærleikskveðjur streyma úr öllum áttum. „Mikið er ég þakklát að miðaldra, dáður, gáfaður, hæfileikaríkur og norrænn maður skuli deila líðan sinni á svona heiðarlegan hátt þannig að það snertir okkur öll. Þetta eykur lýðheilsu þjóðar. Takk og gangi þér vel minn kæri,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Margir tengja við hugsanir Egils. „Vá hvað er gott að fá þetta, svo nákvæmlega svona..... nákvæmlega, takk kærlega elsku vinur,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson talar á svipuðum nótum. „Hjartans þakkir fyrir að deila þessu. Margir kannast við þetta en kunna ekki að koma í orð.“ Söngkonan Svala Björgvins sendir Agli hlýja strauma. „Takk fyrir þessi orð! ég tengi mikið við kvíðann og þetta er oft mjög erfitt og hundleiðinlegt að díla við þetta mikilvægt að halda í þakklætið og núvitundina og hógværðina! og gott að vita að maður er svo sannarlega ekki einn að díla við þetta skrímsli sem kvíðinn getur verið stundum!hugee knús á þig og alla sem díla við þetta.“ Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hvetur Egil til að hvíla sig. „Þetta er innbyggt úr þróunarsögunni, þessi andskoti. Svo við finnum næsta loðfíl. Maður reynir að sussa á þetta og banna því að fiska sér ljótar hugsanir. Hvíldu þig, þú ert örugglega dauðþreyttur. Hefur gefið of mikið af sjálfum þér í allan vetur og áratugum saman. Sviðsljósið slítur manni.“ Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sendir Agli fallega kveðju og segir „Takk fyrir hugrekkið og ljóslifandi lýsingu. Við gerum öll ómannlegar kröfur til þín og kannski þú líka, enda ertu afburðamaður….Gangii þér vel, við stöndum öll með þér eins og klettur.“
Geðheilbrigði Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira