Súperstjörnur NBA héldu fund og voru sammála um að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 12:30 LeBron James og Chris Paul eru báðir áhrifamiklir meðal leikmanna NBA deildarinnar. Getty/Harry How NBA-deildin er að skoða sína stöðu og framhaldið á tímum kórónuveirunnar. Ef nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar fengu að ráða þá ættu menn að finna leiðir til að klára tímabilið. Chris B. Haynes á Yahooo hefur heimildir fyrir því að nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar hafi hist á fjarfundi og rætt saman. Niðurstaðan frá þeim fundi var að þessar súperstjörnur væru sammála um að klára tímabilið. Leikmennirnir eru LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Stephen Curry. Það gerist ekki mikið stærra en það. Þessir leikmenn hafa nú sameinaast í því að pressa á það að það verði leitað af öllum mögulegum leiðum til að klára tímabilið en þeir eru jafnframt sammála um það að það þurfi að hugsa vel um öll öryggisatriði og fá grænt ljós frá yfirvöldum. Yahoo Sources: NBA superstars LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard and Stephen Curry held private conference call on Monday and established united front in favor of resuming season. https://t.co/FZJfgP6WDu pic.twitter.com/6AZOWe0AXo— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) May 12, 2020 Leikmannasamtökin í NBA hafa verið að biðla til leikmanna um að svara óformlegri könnum um það hvort þeir vilji spila eða ekki. Það að þessar súperstjörnur segja já mun örugglega hafa mikil áhrif á skoðun margra þessara leikmanna. Síðasti leikurinn í NBA deildinni fór fram 11. mars síðastliðinn og að öllu eðlilegu ætti úrslitakeppnin að vera komin alla leið í úrslit deildanna. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, ræddi við leikmenn á fjarfundi á föstudaginn og þar gat hann skiljanlega ekki gulltryggt öryggi leikmanna í þeirri borg sem þeir myndu halda sig á meðan keppnin væri kláruð. Hann fullvissaði leikmennina hins vegar um það að NBA myndi leita allra leiða til að búa til eins öruggt umhverfi og hægt væri fyrir leikmenn og starfsmenn. Meirihluti leikmanna er sagður vilja sleppa restinni af deildarkeppninni og einblína frekar á það að klára sextán liða úrslitakeppni hvernig sem hún mun fara fram. Leikmenn sem eiga ekki möguleika á að spila í úrslitakeppninni eru nefnilega ekki mjög spenntir fyrir að þurfa að spila þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni. Peningamálin eru líka hluti af þessu en ef tímabilið verður flautað af þá mun það hafa áhrif á næsta samning milli NBA og leikmannasamtakanna. Minni hagnaður liðanna þýðir minni pening til skiptanna fyrri leikmenn í formi lægra launaþaks. Adam Silver segist ekki þurfa að taka endanlega ákvörðun fyrr en í júní og ætti því að eiga nokkrar vikur upp á að hlaupa til að finna bestu lausnina. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
NBA-deildin er að skoða sína stöðu og framhaldið á tímum kórónuveirunnar. Ef nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar fengu að ráða þá ættu menn að finna leiðir til að klára tímabilið. Chris B. Haynes á Yahooo hefur heimildir fyrir því að nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar hafi hist á fjarfundi og rætt saman. Niðurstaðan frá þeim fundi var að þessar súperstjörnur væru sammála um að klára tímabilið. Leikmennirnir eru LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Stephen Curry. Það gerist ekki mikið stærra en það. Þessir leikmenn hafa nú sameinaast í því að pressa á það að það verði leitað af öllum mögulegum leiðum til að klára tímabilið en þeir eru jafnframt sammála um það að það þurfi að hugsa vel um öll öryggisatriði og fá grænt ljós frá yfirvöldum. Yahoo Sources: NBA superstars LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard and Stephen Curry held private conference call on Monday and established united front in favor of resuming season. https://t.co/FZJfgP6WDu pic.twitter.com/6AZOWe0AXo— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) May 12, 2020 Leikmannasamtökin í NBA hafa verið að biðla til leikmanna um að svara óformlegri könnum um það hvort þeir vilji spila eða ekki. Það að þessar súperstjörnur segja já mun örugglega hafa mikil áhrif á skoðun margra þessara leikmanna. Síðasti leikurinn í NBA deildinni fór fram 11. mars síðastliðinn og að öllu eðlilegu ætti úrslitakeppnin að vera komin alla leið í úrslit deildanna. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, ræddi við leikmenn á fjarfundi á föstudaginn og þar gat hann skiljanlega ekki gulltryggt öryggi leikmanna í þeirri borg sem þeir myndu halda sig á meðan keppnin væri kláruð. Hann fullvissaði leikmennina hins vegar um það að NBA myndi leita allra leiða til að búa til eins öruggt umhverfi og hægt væri fyrir leikmenn og starfsmenn. Meirihluti leikmanna er sagður vilja sleppa restinni af deildarkeppninni og einblína frekar á það að klára sextán liða úrslitakeppni hvernig sem hún mun fara fram. Leikmenn sem eiga ekki möguleika á að spila í úrslitakeppninni eru nefnilega ekki mjög spenntir fyrir að þurfa að spila þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni. Peningamálin eru líka hluti af þessu en ef tímabilið verður flautað af þá mun það hafa áhrif á næsta samning milli NBA og leikmannasamtakanna. Minni hagnaður liðanna þýðir minni pening til skiptanna fyrri leikmenn í formi lægra launaþaks. Adam Silver segist ekki þurfa að taka endanlega ákvörðun fyrr en í júní og ætti því að eiga nokkrar vikur upp á að hlaupa til að finna bestu lausnina.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira