Súperstjörnur NBA héldu fund og voru sammála um að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 12:30 LeBron James og Chris Paul eru báðir áhrifamiklir meðal leikmanna NBA deildarinnar. Getty/Harry How NBA-deildin er að skoða sína stöðu og framhaldið á tímum kórónuveirunnar. Ef nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar fengu að ráða þá ættu menn að finna leiðir til að klára tímabilið. Chris B. Haynes á Yahooo hefur heimildir fyrir því að nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar hafi hist á fjarfundi og rætt saman. Niðurstaðan frá þeim fundi var að þessar súperstjörnur væru sammála um að klára tímabilið. Leikmennirnir eru LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Stephen Curry. Það gerist ekki mikið stærra en það. Þessir leikmenn hafa nú sameinaast í því að pressa á það að það verði leitað af öllum mögulegum leiðum til að klára tímabilið en þeir eru jafnframt sammála um það að það þurfi að hugsa vel um öll öryggisatriði og fá grænt ljós frá yfirvöldum. Yahoo Sources: NBA superstars LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard and Stephen Curry held private conference call on Monday and established united front in favor of resuming season. https://t.co/FZJfgP6WDu pic.twitter.com/6AZOWe0AXo— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) May 12, 2020 Leikmannasamtökin í NBA hafa verið að biðla til leikmanna um að svara óformlegri könnum um það hvort þeir vilji spila eða ekki. Það að þessar súperstjörnur segja já mun örugglega hafa mikil áhrif á skoðun margra þessara leikmanna. Síðasti leikurinn í NBA deildinni fór fram 11. mars síðastliðinn og að öllu eðlilegu ætti úrslitakeppnin að vera komin alla leið í úrslit deildanna. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, ræddi við leikmenn á fjarfundi á föstudaginn og þar gat hann skiljanlega ekki gulltryggt öryggi leikmanna í þeirri borg sem þeir myndu halda sig á meðan keppnin væri kláruð. Hann fullvissaði leikmennina hins vegar um það að NBA myndi leita allra leiða til að búa til eins öruggt umhverfi og hægt væri fyrir leikmenn og starfsmenn. Meirihluti leikmanna er sagður vilja sleppa restinni af deildarkeppninni og einblína frekar á það að klára sextán liða úrslitakeppni hvernig sem hún mun fara fram. Leikmenn sem eiga ekki möguleika á að spila í úrslitakeppninni eru nefnilega ekki mjög spenntir fyrir að þurfa að spila þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni. Peningamálin eru líka hluti af þessu en ef tímabilið verður flautað af þá mun það hafa áhrif á næsta samning milli NBA og leikmannasamtakanna. Minni hagnaður liðanna þýðir minni pening til skiptanna fyrri leikmenn í formi lægra launaþaks. Adam Silver segist ekki þurfa að taka endanlega ákvörðun fyrr en í júní og ætti því að eiga nokkrar vikur upp á að hlaupa til að finna bestu lausnina. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
NBA-deildin er að skoða sína stöðu og framhaldið á tímum kórónuveirunnar. Ef nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar fengu að ráða þá ættu menn að finna leiðir til að klára tímabilið. Chris B. Haynes á Yahooo hefur heimildir fyrir því að nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar hafi hist á fjarfundi og rætt saman. Niðurstaðan frá þeim fundi var að þessar súperstjörnur væru sammála um að klára tímabilið. Leikmennirnir eru LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Stephen Curry. Það gerist ekki mikið stærra en það. Þessir leikmenn hafa nú sameinaast í því að pressa á það að það verði leitað af öllum mögulegum leiðum til að klára tímabilið en þeir eru jafnframt sammála um það að það þurfi að hugsa vel um öll öryggisatriði og fá grænt ljós frá yfirvöldum. Yahoo Sources: NBA superstars LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard and Stephen Curry held private conference call on Monday and established united front in favor of resuming season. https://t.co/FZJfgP6WDu pic.twitter.com/6AZOWe0AXo— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) May 12, 2020 Leikmannasamtökin í NBA hafa verið að biðla til leikmanna um að svara óformlegri könnum um það hvort þeir vilji spila eða ekki. Það að þessar súperstjörnur segja já mun örugglega hafa mikil áhrif á skoðun margra þessara leikmanna. Síðasti leikurinn í NBA deildinni fór fram 11. mars síðastliðinn og að öllu eðlilegu ætti úrslitakeppnin að vera komin alla leið í úrslit deildanna. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, ræddi við leikmenn á fjarfundi á föstudaginn og þar gat hann skiljanlega ekki gulltryggt öryggi leikmanna í þeirri borg sem þeir myndu halda sig á meðan keppnin væri kláruð. Hann fullvissaði leikmennina hins vegar um það að NBA myndi leita allra leiða til að búa til eins öruggt umhverfi og hægt væri fyrir leikmenn og starfsmenn. Meirihluti leikmanna er sagður vilja sleppa restinni af deildarkeppninni og einblína frekar á það að klára sextán liða úrslitakeppni hvernig sem hún mun fara fram. Leikmenn sem eiga ekki möguleika á að spila í úrslitakeppninni eru nefnilega ekki mjög spenntir fyrir að þurfa að spila þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni. Peningamálin eru líka hluti af þessu en ef tímabilið verður flautað af þá mun það hafa áhrif á næsta samning milli NBA og leikmannasamtakanna. Minni hagnaður liðanna þýðir minni pening til skiptanna fyrri leikmenn í formi lægra launaþaks. Adam Silver segist ekki þurfa að taka endanlega ákvörðun fyrr en í júní og ætti því að eiga nokkrar vikur upp á að hlaupa til að finna bestu lausnina.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira