Lög um vernd uppljóstrara „framfaraskref fyrir aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:57 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust lög um vernd uppljóstrara í gærkvöldi. Forsætisráðherra segir lögin styrkja stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. Þetta sé jákvætt skref í þágu aukins gagnsæis. Hugmyndir um vernd uppljóstrara ganga almennt út á „að sá sem í góðri trú greinir frá spillingu, ólögmætum ráðstöfunum eða annarri ámælisverðri háttsemi í starfsemi opinberra aðila eða hjá einkaaðilum skuli njóta verndar gegn óréttmætum aðgerðum í hans garð, til að mynda uppsögn úr starfi eða skerðingu á réttindum vegna uppljóstrana sinna,“ líkt og það er orðað í greinargerð með frumvarpinu sem samþykkt var í gær. Með ámælisverðri háttsemi sé vísað til hátternis sem stefnir almannahagsmunum í hættu, án þess að um sé að ræða brot á lögum eða reglum. „Þessi lög eiga rætur að rekja til nefndar sem að ég skipaði 2018 til þess að gera umbætur á löggjöf að sviði tjáningar-, fjölmiðla-, og upplýsingafrelsis og þetta mun styrkja mjög stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða um aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda,“ segir Katrín. Lengi hafi verið kallað eftir slíkum lögum á Íslandi. „Þannig að ég lít á þetta sem mikið framfaraskref fyrir bæði aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag,“ segir Katrín. Hún segir að í lögunum felist ekki heimild til að rjúfa almennar reglur um trúnað í starfi. „Þarna eru skilgreind í raun og veru annars vegar að það sé verið að miðla gögnum um brot á lögum eða ámælisverða háttsemi sem er skilgreind og það er líka gert ráð fyrir því að það sé farvegur fyrir svokallaða innri uppljóstrun, áður en ráðist er í ytri uppljóstrun,“ segir Katrín. „Þannig að hugsunin er sú að við séum að skapa hér ákveðið jafnvægi á milli þess sem getur talist eðlileg þörf, hvort sem er stofnana eða fyrirtækja, til að hafa ákveðnar upplýsingar í trúnaði og hins vegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning, að þeim sé hægt að miðla.“ Fimmtíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust lög um vernd uppljóstrara í gærkvöldi. Forsætisráðherra segir lögin styrkja stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. Þetta sé jákvætt skref í þágu aukins gagnsæis. Hugmyndir um vernd uppljóstrara ganga almennt út á „að sá sem í góðri trú greinir frá spillingu, ólögmætum ráðstöfunum eða annarri ámælisverðri háttsemi í starfsemi opinberra aðila eða hjá einkaaðilum skuli njóta verndar gegn óréttmætum aðgerðum í hans garð, til að mynda uppsögn úr starfi eða skerðingu á réttindum vegna uppljóstrana sinna,“ líkt og það er orðað í greinargerð með frumvarpinu sem samþykkt var í gær. Með ámælisverðri háttsemi sé vísað til hátternis sem stefnir almannahagsmunum í hættu, án þess að um sé að ræða brot á lögum eða reglum. „Þessi lög eiga rætur að rekja til nefndar sem að ég skipaði 2018 til þess að gera umbætur á löggjöf að sviði tjáningar-, fjölmiðla-, og upplýsingafrelsis og þetta mun styrkja mjög stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða um aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda,“ segir Katrín. Lengi hafi verið kallað eftir slíkum lögum á Íslandi. „Þannig að ég lít á þetta sem mikið framfaraskref fyrir bæði aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag,“ segir Katrín. Hún segir að í lögunum felist ekki heimild til að rjúfa almennar reglur um trúnað í starfi. „Þarna eru skilgreind í raun og veru annars vegar að það sé verið að miðla gögnum um brot á lögum eða ámælisverða háttsemi sem er skilgreind og það er líka gert ráð fyrir því að það sé farvegur fyrir svokallaða innri uppljóstrun, áður en ráðist er í ytri uppljóstrun,“ segir Katrín. „Þannig að hugsunin er sú að við séum að skapa hér ákveðið jafnvægi á milli þess sem getur talist eðlileg þörf, hvort sem er stofnana eða fyrirtækja, til að hafa ákveðnar upplýsingar í trúnaði og hins vegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning, að þeim sé hægt að miðla.“ Fimmtíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira