Börkur hótaði að fljúga til Portúgals til að semja við Willum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 09:30 Willum fór yfir þjálfaraferilinn í gær. vísir/s2s Willum Þór Þórsson segir að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hafi gengið ansi langt til þess að sannfæra Willum um að taka við Vals-liðinu í lok árs 2004. Börkur á meira segja að hótað að fljúga til Portúgals og skrifa undir samninginn við Willum. Willum gerði flotta hluti hjá KR og varð Íslandsmeistari bæði 2002 og 2003 en samningurinn við hann var ekki framlengdur eftir tímabilið 2004. Því leitaði Willum á nýtt lið. Hann var á Portúgal þegar hann fékk hringingu frá Berki. „Börkur er mjög ákveðinn og fylginn í sér í öllu sem hann gerir og það er kannski ástæðan fyrir því að Valur hefur verið með jafn öflugt lið og raun ber vitni í langan tíma Hann hefur samband þegar ég er með fjölskyldunni í Portúgal að hausti að hvíla mig og velta fyrir mér hvað ég ætti að fara gera,“ sagði Willum sem gerði upp þjálfaraferilinn, hingað til, í Sportinu í kvöld. Hann segist hafa verið þreyttur eftir erfitt tímabil hjá KR 2004 en liðið endaði í 6. sæti það tímabilið. „Ég lauk þessu tímabili, 2004 sem var mjög erfitt, og vinir mínir í Vesturbænum ákváðu að sækja á ný mið. Keppnismaðurinn á alltaf erfitt með að sætta sig við svoleiðis.“ Börkur gafst ekki svo auðveldlega upp og gaf lítið fyrir skýringar Willums að hann ætlaði að taka þessu rólega. „Börkur hafði samband og ég sagðist ekki vera tilbúinn í að taka neinar ákvarðanir. Ég ætlaði að klára þetta frí og vildi ekki tala um fótbolta en hann gaf sig ekkert og sagðist vera á leiðinni og vildi klára málin. Hann hótaði að fljúga út. Ég varðist allra skuldbindinga í þessu en hann náði mér helvíti langt áður en ég kom svo heim og við kláruðum dæmið og ég tók við Val.“ Willum var svo ráðinn þjálfari Vals og varð bikarmeistari með liðinu 2005 og Íslandsmeistari tveimur árum síðar. Klippa: Sportið í kvöld - Willum um Val Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Valur Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson segir að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hafi gengið ansi langt til þess að sannfæra Willum um að taka við Vals-liðinu í lok árs 2004. Börkur á meira segja að hótað að fljúga til Portúgals og skrifa undir samninginn við Willum. Willum gerði flotta hluti hjá KR og varð Íslandsmeistari bæði 2002 og 2003 en samningurinn við hann var ekki framlengdur eftir tímabilið 2004. Því leitaði Willum á nýtt lið. Hann var á Portúgal þegar hann fékk hringingu frá Berki. „Börkur er mjög ákveðinn og fylginn í sér í öllu sem hann gerir og það er kannski ástæðan fyrir því að Valur hefur verið með jafn öflugt lið og raun ber vitni í langan tíma Hann hefur samband þegar ég er með fjölskyldunni í Portúgal að hausti að hvíla mig og velta fyrir mér hvað ég ætti að fara gera,“ sagði Willum sem gerði upp þjálfaraferilinn, hingað til, í Sportinu í kvöld. Hann segist hafa verið þreyttur eftir erfitt tímabil hjá KR 2004 en liðið endaði í 6. sæti það tímabilið. „Ég lauk þessu tímabili, 2004 sem var mjög erfitt, og vinir mínir í Vesturbænum ákváðu að sækja á ný mið. Keppnismaðurinn á alltaf erfitt með að sætta sig við svoleiðis.“ Börkur gafst ekki svo auðveldlega upp og gaf lítið fyrir skýringar Willums að hann ætlaði að taka þessu rólega. „Börkur hafði samband og ég sagðist ekki vera tilbúinn í að taka neinar ákvarðanir. Ég ætlaði að klára þetta frí og vildi ekki tala um fótbolta en hann gaf sig ekkert og sagðist vera á leiðinni og vildi klára málin. Hann hótaði að fljúga út. Ég varðist allra skuldbindinga í þessu en hann náði mér helvíti langt áður en ég kom svo heim og við kláruðum dæmið og ég tók við Val.“ Willum var svo ráðinn þjálfari Vals og varð bikarmeistari með liðinu 2005 og Íslandsmeistari tveimur árum síðar. Klippa: Sportið í kvöld - Willum um Val Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Valur Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira