Xavi og Cunillera gefa sjúkrahúsi í Barcelona eina milljón evra Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2020 13:30 Nuria Cunillera og Xavi vilja láta gott af sér leiða. VÍSIR/EPA Kollegi Heimis Hallgrímssonar í úrvalsdeildinni í Katar, Barcelona-goðsögnin Xavi, og eiginkona hans Núria Cunillera hafa ákveðið að styðja myndarlega við sjúkrahús í Barcelona. Xavi hóf glæstan knattspyrnuferil sinn með Barcelona og lék með liðinu nær allan sinn feril eða þar til að hann gekk í raðir Al Sadd í Katar árið 2015. Hann þjálfar nú liðið. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Spánverja afar grátt og vildu Xavi og Cunillera, sem er fjölmiðlakona, leggja sitt að mörkum til að styðja við heilbrigðiskerfið í sinni gömlu heimaborg. Þau hafa því gefið sjúkrahúsinu Clínic 1 milljón evra, jafnvirði 156 milljóna króna. Í myndskeiði sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum segja hjónin að féð verði nýtt til kaupa á sótthreinsibúnaði fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga. Xavi Hernandez i Núria Cunillera han fet una donació d'1M d' al #CLÍNIC per fer front a la #COVID19. Moltes gràcies per la vostra aportació i suport al projecte #RespostaCoronavirus. https://t.co/1RyUhDONsJEntre tots ho aconseguirem! pic.twitter.com/WQZYrX0YJu— Hospital CLÍNIC (@hospitalclinic) April 4, 2020 Áður höfðu fleiri fyrrverandi eða núverandi Barcelona-menn styrkt við sjúkrahúsið, þeir Lionel Messi og bræðurnir Thiago og Rafinha Alcantara. Þá hefur þjálfarinn Pep Guardiola lagt sitt að mörkum fyrir sína gömlu heimaborg en hann gaf 1 milljón evra til læknaskóla í Barcelona og í Angel Soler Daniel sjóðinn. Í dag höfðu 11.744 manneskjur látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en aðeins á Ítalíu hafa fleiri látist. Þá hafa 124.736 manns greinst með veiruna, þar á meðal Jordi Cardoner varaforseti Barcelona en hann er í heimasóttkví og þarf ekki á læknismeðferð að halda. Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Kollegi Heimis Hallgrímssonar í úrvalsdeildinni í Katar, Barcelona-goðsögnin Xavi, og eiginkona hans Núria Cunillera hafa ákveðið að styðja myndarlega við sjúkrahús í Barcelona. Xavi hóf glæstan knattspyrnuferil sinn með Barcelona og lék með liðinu nær allan sinn feril eða þar til að hann gekk í raðir Al Sadd í Katar árið 2015. Hann þjálfar nú liðið. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Spánverja afar grátt og vildu Xavi og Cunillera, sem er fjölmiðlakona, leggja sitt að mörkum til að styðja við heilbrigðiskerfið í sinni gömlu heimaborg. Þau hafa því gefið sjúkrahúsinu Clínic 1 milljón evra, jafnvirði 156 milljóna króna. Í myndskeiði sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum segja hjónin að féð verði nýtt til kaupa á sótthreinsibúnaði fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga. Xavi Hernandez i Núria Cunillera han fet una donació d'1M d' al #CLÍNIC per fer front a la #COVID19. Moltes gràcies per la vostra aportació i suport al projecte #RespostaCoronavirus. https://t.co/1RyUhDONsJEntre tots ho aconseguirem! pic.twitter.com/WQZYrX0YJu— Hospital CLÍNIC (@hospitalclinic) April 4, 2020 Áður höfðu fleiri fyrrverandi eða núverandi Barcelona-menn styrkt við sjúkrahúsið, þeir Lionel Messi og bræðurnir Thiago og Rafinha Alcantara. Þá hefur þjálfarinn Pep Guardiola lagt sitt að mörkum fyrir sína gömlu heimaborg en hann gaf 1 milljón evra til læknaskóla í Barcelona og í Angel Soler Daniel sjóðinn. Í dag höfðu 11.744 manneskjur látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en aðeins á Ítalíu hafa fleiri látist. Þá hafa 124.736 manns greinst með veiruna, þar á meðal Jordi Cardoner varaforseti Barcelona en hann er í heimasóttkví og þarf ekki á læknismeðferð að halda.
Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira