Bandaríkin undirbúa sig fyrir það versta og Evrópa vonast til að það sé yfirstaðið Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 08:02 Frá blaðamannafundinum í gærkvöldi. AP/Patrick Semansky Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á Ítalíu og Spáni, þeim tveimur ríkjum Evrópu sem hafa orðið hvar verst úti, vonast embættismenn til þess að hið versta sé yfirstaðið. Á Ítalíu vara sérfræðingar þó við því að neyðarástandið sé alls ekki liðið, þar sem fjöldi nýrra smita virðist hafa náð hámarki. Þeim hefur ekki tekið að fækka á milli daga. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær búast við því að margir muni deyja á næstu vikum. Á sama tíma sagðist hann vilja opna landið á nýjan leik og endurræsa efnahag þess. „Þetta land var ekki þróað til að vera lokað,“ sagði Trump. „Lækningin getur ekki verið verri en sjúkdómurinn.“ Á sama blaðamannafundi sagði Anthoni Fauci, einn helsti sóttvarnarsérfræðingur Bandaríkjanna, að aðgerðir til að draga úr fjölgun smita væri að bera árangur. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að sýna þolinmæði og fylgja tilmælum. Trump greip þó fram í og sagði: „Aðgerðirnar virka. En aftur, við ætlum ekki að að rústa landinu okkar.“ Hvergi hafa fleiri smitast af nýju kórónuveirunni svo vitað sé en í Bandaríkjunum. Þar er búið að staðfesta rúmlega 312 þúsund smit og rúmlega 8.500 hafa dáið, þegar þetta er skrifað. Tæplega 15 þúsund hafa jafnað sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Trump ræddi við forsvarsmenn stærstu íþrótta Bandaríkjanna í gær og sagðist hann vilja koma aðdáendum á vellina eins fljótt og auðið er. „Ég vil aðdáendur aftur á vellina,“ sagði Trump svo á blaðamannafundinum í gær. „Í held að það sé... hvenær sem við erum tilbúin. Eins fljótt og við getum, augljóslega. Og aðdáendurnir vilja snúa aftur, líka. Þeir vilja horfa á körfubolta og hafnabolta og fótbolta og hokkí. Þeir vilja sjá íþróttirnar þeirra. Þeir vilja fara út á golfvellina og anda að sér góða, hreina, fallega ferska loftinu,“ sagði Trump. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05 Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á Ítalíu og Spáni, þeim tveimur ríkjum Evrópu sem hafa orðið hvar verst úti, vonast embættismenn til þess að hið versta sé yfirstaðið. Á Ítalíu vara sérfræðingar þó við því að neyðarástandið sé alls ekki liðið, þar sem fjöldi nýrra smita virðist hafa náð hámarki. Þeim hefur ekki tekið að fækka á milli daga. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær búast við því að margir muni deyja á næstu vikum. Á sama tíma sagðist hann vilja opna landið á nýjan leik og endurræsa efnahag þess. „Þetta land var ekki þróað til að vera lokað,“ sagði Trump. „Lækningin getur ekki verið verri en sjúkdómurinn.“ Á sama blaðamannafundi sagði Anthoni Fauci, einn helsti sóttvarnarsérfræðingur Bandaríkjanna, að aðgerðir til að draga úr fjölgun smita væri að bera árangur. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að sýna þolinmæði og fylgja tilmælum. Trump greip þó fram í og sagði: „Aðgerðirnar virka. En aftur, við ætlum ekki að að rústa landinu okkar.“ Hvergi hafa fleiri smitast af nýju kórónuveirunni svo vitað sé en í Bandaríkjunum. Þar er búið að staðfesta rúmlega 312 þúsund smit og rúmlega 8.500 hafa dáið, þegar þetta er skrifað. Tæplega 15 þúsund hafa jafnað sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Trump ræddi við forsvarsmenn stærstu íþrótta Bandaríkjanna í gær og sagðist hann vilja koma aðdáendum á vellina eins fljótt og auðið er. „Ég vil aðdáendur aftur á vellina,“ sagði Trump svo á blaðamannafundinum í gær. „Í held að það sé... hvenær sem við erum tilbúin. Eins fljótt og við getum, augljóslega. Og aðdáendurnir vilja snúa aftur, líka. Þeir vilja horfa á körfubolta og hafnabolta og fótbolta og hokkí. Þeir vilja sjá íþróttirnar þeirra. Þeir vilja fara út á golfvellina og anda að sér góða, hreina, fallega ferska loftinu,“ sagði Trump.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05 Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12
Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05
Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57
Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12