Erlent

Drottningin mun ávarpa þjóðina í kvöld

Sylvía Hall skrifar
Drottningin mun ávarpa bresku þjóðina í kvöld.
Drottningin mun ávarpa bresku þjóðina í kvöld. Vísir/Getty

Elísabet Bretlandsdrottning mun ávarpa bresku þjóðina í beinni útsendingu í kvöld vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Á vef BBC segir að hún muni einblína á að hvetja þjóðina til þess að sýna aga á þessum erfiðu tímum.

Að sögn fréttaritara BBC er ávarpinu ætlað að hugga þjóðina á erfiðum tímum og kalla fram enn meiri samstöðu.

Það þykja stór tíðindi að drottningin kjósi að ávarpa þjóðina. Fyrir utan árlegar jólakveðjur hennar hefur hún aðeins gert fjórum sinnum áður á þeim 68 árum sem hún hefur ríkt. Fyrst árið 1991 vegna Persaflóastríðsins, aftur árið 1997 þegar Díana prinsessa lést, í þriðja skiptið þegar móðir hennar lést og síðast árið 2012 þegar sextíu ár voru liðin frá því að hún tók við krúnunni.

Það þarf því mikið til að drottningin ákveði að ávarpa þjóðina en kórónuveirufaraldurinn hefur herjað af miklum krafti á bresku þjóðina. Samkvæmt nýjustu tölum hafa 48.388 greinst með veiruna og tæplega fimm þúsund látist.

Ávarpið verður flutt í sjónvarpi, útvarpi og á samfélagsmiðlum klukkan 19 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

Karl Bretaprins við góða heilsu

Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×