„Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 10:41 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, segir það grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot. Vísir/Baldur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. Gjaldþrot flugfélagsins yrði gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni, þar sem flugtíðni fyrirtækisins sé ekki síður mikilvæg fyrir útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn. Rætt var við Helgu í Bítinu á Bylgjunni í morgun um stöðuna í ferðaþjónustunni og þá ákvörðun stjórnvalda að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Helga sagði það jákvætt fyrsta skref og mikla og góða viðleitni af hálfu stjórnvalda til þess að reyna að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Hins vegar væri mikil óvissa í kortunum, til að mynda varðandi flug til landsins, aðra markaði og ferðavilja fólks. Þá benti hún á að þótt nú væri horft til þess að bjarga einhverjum þætti af ferðasumrinu þá taki við annar vetur og það sé ekki háönnin í ferðaþjónustunni hér, til að mynda hvað varðar flugtíðni. Liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni Aðspurð hvort hún væri uggandi yfir næsta vetri sagði Helga: „Já, ég allavega án þess að vilja vera neikvæð en mér liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni. Nú vitum við um erfiða stöðu Icelandair og það yrði auðvitað grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot vegna þess að eins og í fyrra þá voru hátt í þrjátíu flugfélög að fljúga til landsins yfir sumartímann, ellefu yfir vetrarmánuðina. En það skiptir sköpum fyrir okkur að við séum með flugfélag sem byggir á Íslandi sem miðstöð í svona tengiflugi eins og leiðakerfi Icelandair er. Það að vera með einhver flugfélög sem koma einu sinni, tvisvar, þrisvar í viku frá einum áfangastað það telur ekkert eins og svona umsvif.“ Icelandair væri þannig algjört hryggjarstykki fyrir ferðaþjónustuna. „Og ég vil meina það að ef að það færi allt á versta veg þá erum við bara að seinka batanum um eitt til tvö ár,“ sagði Helga. Þá væri alveg klárt að gjaldþrot Icelandair myndi skaða ímynd landsins. „Það yrði mjög, mjög vont hvernig sem á hlutina er litið og gríðarlegt áfall ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni því auðvitað skiptir líka tíðnin mikið máli fyrir aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn,“ sagði Helga í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. Gjaldþrot flugfélagsins yrði gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni, þar sem flugtíðni fyrirtækisins sé ekki síður mikilvæg fyrir útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn. Rætt var við Helgu í Bítinu á Bylgjunni í morgun um stöðuna í ferðaþjónustunni og þá ákvörðun stjórnvalda að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Helga sagði það jákvætt fyrsta skref og mikla og góða viðleitni af hálfu stjórnvalda til þess að reyna að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Hins vegar væri mikil óvissa í kortunum, til að mynda varðandi flug til landsins, aðra markaði og ferðavilja fólks. Þá benti hún á að þótt nú væri horft til þess að bjarga einhverjum þætti af ferðasumrinu þá taki við annar vetur og það sé ekki háönnin í ferðaþjónustunni hér, til að mynda hvað varðar flugtíðni. Liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni Aðspurð hvort hún væri uggandi yfir næsta vetri sagði Helga: „Já, ég allavega án þess að vilja vera neikvæð en mér liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni. Nú vitum við um erfiða stöðu Icelandair og það yrði auðvitað grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot vegna þess að eins og í fyrra þá voru hátt í þrjátíu flugfélög að fljúga til landsins yfir sumartímann, ellefu yfir vetrarmánuðina. En það skiptir sköpum fyrir okkur að við séum með flugfélag sem byggir á Íslandi sem miðstöð í svona tengiflugi eins og leiðakerfi Icelandair er. Það að vera með einhver flugfélög sem koma einu sinni, tvisvar, þrisvar í viku frá einum áfangastað það telur ekkert eins og svona umsvif.“ Icelandair væri þannig algjört hryggjarstykki fyrir ferðaþjónustuna. „Og ég vil meina það að ef að það færi allt á versta veg þá erum við bara að seinka batanum um eitt til tvö ár,“ sagði Helga. Þá væri alveg klárt að gjaldþrot Icelandair myndi skaða ímynd landsins. „Það yrði mjög, mjög vont hvernig sem á hlutina er litið og gríðarlegt áfall ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni því auðvitað skiptir líka tíðnin mikið máli fyrir aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn,“ sagði Helga í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira